Við erum svona fólk Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 10:33 Hönd í hönd röltum við hjónin upp Hverfisgötuna í gær, á leið í bíó. Við smelltum kossi hvor á aðra áður en við gengum inn í Bíó Paradís, þangað sem við vorum komnar til að sjá frumsýningu heimildarmyndarinnar Svona fólk. Við vorum svolítið á síðustu stundu en náðum með naumindum að næla okkur í sæti í næst-öftustu röð, í smekkfullum salnum. Við horfðumst í augu og brostum hvor til annarrar áður en myndin hófst, fullar eftirvæntingar. Skömmu síðar vorum við hins vegar slegnar með blautri tusku í andlitið. Ekki leið að löngu þar til tárin voru farin að falla, og það sem eftir lifði myndar kreistum við hönd hvorrar annarrar fast á milli sætanna. Þarna sátum við, ekki orðnar þrítugar, og hlýddum á raunverulegar sögur samkynhneigðs íslensks fólks sem lifði í felum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, varð fyrir grófu ofbeldi, missti vinnu og húsnæði, flúði land og var ofsótt fyrir það eitt að vera það sjálft. Sögur fólks sem margt hvert ber enn ör þess tíma sem samfélagið útskúfaði það. Og sögur fólks sem sumt hvert lifði ekki af. Við höfðum vissulega lesið ýmislegt um réttindabaráttuna hér á landi og þekktum sumar sögurnar – en að horfa á andlitin á bakvið sögurnar og heyra þau segja frá í sínum orðum, hafði þó djúpstæðari áhrif á okkur en okkur grunaði. Fólk eins og við, sem ekki gat leiðst hönd í hönd, og hvað þá kysst hvort annað á almannafæri. Og þarna sátum við, nýgiftu hjónin, og grétum í faðmlögum yfir veruleika þeirra. Veruleika sem er svo fjarri okkur, en samt svo nálægt. Veruleika fólks eins og okkar, því við erum svona fólk. Það eru aðeins tæpir fimm mánuðir síðan við gengum í hjónaband og fögnuðum ástinni með fjölskyldum okkar og vinum. Sjálfsagður hlutur fyrir par sem hefur verið saman í fimm ár og hyggst verja ævinni saman. En þó ekki svo sjálfsagður. Í dag eru aðeins 27 lönd í heiminum sem heimila hjónabönd samkynhneigðra. 27 af 195. Það eru ekki nema 8 ár síðan samkynja hjónabönd voru færð í lög hér á landi, og vegferðin að þeirri lögleiðingu var síður en svo áfallalaus. Það nægir að lesa umsagnir um málið á sínum tíma til að sjá fordómana og hræðsluna við ástina. Á þeim tíma sem myndin tók til var slík athöfn í besta falli langþráður draumur. Þá barðist samkynhneigt fólk fyrir tilverurétti sínum í þessu landi, fyrir því að vera ekki kallað kynvillingar og fyrir fordómalausu Íslandi. En það sem mætti þeim var skilningslaust samfélag, þar sem ekki mátti segja orðin hommi og lesbía upphátt. Þar sem slík orð voru jafnvel bönnuð í útvarpi og sjónvarpi. Sem betur fer erum við komin óralangt frá þessum veruleika, og í ár fagna Samtökin ’78 fjörtíu ára afmæli sínu. En þrátt fyrir að vera komin langt má þó enn finna foróma og skilningsleysi víða. Því er mikilvægt að sofna ekki á verðinum og halda á lofti þeim kyndli sem Hörður Torfason kveikti á sínum tíma. Takk, Hörður og þið öll sem rudduð brautina; Guðni Baldursson, Þorvaldur Kristjánsson, Ragnhildur Sverrisdóttir og aðrir viðmælendur myndarinnar, sem sögðu frá á svo fallegan og einlægan en oft átakalegan hátt. Og takk, Hrafnhildur Gunnarsdóttir fyrir að fanga söguna og baráttuna svona fallega. Það er ykkur að þakka að við stöndum hér í dag og fáum að elska hvora aðra í samfélagi sem leyfir okkur að vera við sjálfar. Heimildarmyndin verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld og verður í sýningu næstu daga. Við hvetjum alla til að fara í bíó og horfast í augu við söguna. Því þetta er svo einfalt og snýst bara um eitt: lífshamingju. Höfundar eru hjón og stofnendur Hinseginleikans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Hönd í hönd röltum við hjónin upp Hverfisgötuna í gær, á leið í bíó. Við smelltum kossi hvor á aðra áður en við gengum inn í Bíó Paradís, þangað sem við vorum komnar til að sjá frumsýningu heimildarmyndarinnar Svona fólk. Við vorum svolítið á síðustu stundu en náðum með naumindum að næla okkur í sæti í næst-öftustu röð, í smekkfullum salnum. Við horfðumst í augu og brostum hvor til annarrar áður en myndin hófst, fullar eftirvæntingar. Skömmu síðar vorum við hins vegar slegnar með blautri tusku í andlitið. Ekki leið að löngu þar til tárin voru farin að falla, og það sem eftir lifði myndar kreistum við hönd hvorrar annarrar fast á milli sætanna. Þarna sátum við, ekki orðnar þrítugar, og hlýddum á raunverulegar sögur samkynhneigðs íslensks fólks sem lifði í felum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, varð fyrir grófu ofbeldi, missti vinnu og húsnæði, flúði land og var ofsótt fyrir það eitt að vera það sjálft. Sögur fólks sem margt hvert ber enn ör þess tíma sem samfélagið útskúfaði það. Og sögur fólks sem sumt hvert lifði ekki af. Við höfðum vissulega lesið ýmislegt um réttindabaráttuna hér á landi og þekktum sumar sögurnar – en að horfa á andlitin á bakvið sögurnar og heyra þau segja frá í sínum orðum, hafði þó djúpstæðari áhrif á okkur en okkur grunaði. Fólk eins og við, sem ekki gat leiðst hönd í hönd, og hvað þá kysst hvort annað á almannafæri. Og þarna sátum við, nýgiftu hjónin, og grétum í faðmlögum yfir veruleika þeirra. Veruleika sem er svo fjarri okkur, en samt svo nálægt. Veruleika fólks eins og okkar, því við erum svona fólk. Það eru aðeins tæpir fimm mánuðir síðan við gengum í hjónaband og fögnuðum ástinni með fjölskyldum okkar og vinum. Sjálfsagður hlutur fyrir par sem hefur verið saman í fimm ár og hyggst verja ævinni saman. En þó ekki svo sjálfsagður. Í dag eru aðeins 27 lönd í heiminum sem heimila hjónabönd samkynhneigðra. 27 af 195. Það eru ekki nema 8 ár síðan samkynja hjónabönd voru færð í lög hér á landi, og vegferðin að þeirri lögleiðingu var síður en svo áfallalaus. Það nægir að lesa umsagnir um málið á sínum tíma til að sjá fordómana og hræðsluna við ástina. Á þeim tíma sem myndin tók til var slík athöfn í besta falli langþráður draumur. Þá barðist samkynhneigt fólk fyrir tilverurétti sínum í þessu landi, fyrir því að vera ekki kallað kynvillingar og fyrir fordómalausu Íslandi. En það sem mætti þeim var skilningslaust samfélag, þar sem ekki mátti segja orðin hommi og lesbía upphátt. Þar sem slík orð voru jafnvel bönnuð í útvarpi og sjónvarpi. Sem betur fer erum við komin óralangt frá þessum veruleika, og í ár fagna Samtökin ’78 fjörtíu ára afmæli sínu. En þrátt fyrir að vera komin langt má þó enn finna foróma og skilningsleysi víða. Því er mikilvægt að sofna ekki á verðinum og halda á lofti þeim kyndli sem Hörður Torfason kveikti á sínum tíma. Takk, Hörður og þið öll sem rudduð brautina; Guðni Baldursson, Þorvaldur Kristjánsson, Ragnhildur Sverrisdóttir og aðrir viðmælendur myndarinnar, sem sögðu frá á svo fallegan og einlægan en oft átakalegan hátt. Og takk, Hrafnhildur Gunnarsdóttir fyrir að fanga söguna og baráttuna svona fallega. Það er ykkur að þakka að við stöndum hér í dag og fáum að elska hvora aðra í samfélagi sem leyfir okkur að vera við sjálfar. Heimildarmyndin verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld og verður í sýningu næstu daga. Við hvetjum alla til að fara í bíó og horfast í augu við söguna. Því þetta er svo einfalt og snýst bara um eitt: lífshamingju. Höfundar eru hjón og stofnendur Hinseginleikans.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun