Trump dregur niðurstöður loftslagsskýrslunnar í efa Andri Eysteinsson skrifar 26. nóvember 2018 23:24 Trump stóð fyrir svörum fyrir utan Hvíta húsið í dag. EPA/ Shawn Thew Donald Trump, forseti Bandaríkjanna dregur í efa niðurstöður nýlegrar skýrslu í loftslagsmálum sem unnið var fyrir bandarísk yfirvöld. Skýrslan dró fram dökka mynd af efnahagslegri framtíð Bandaríkjanna, erfiðleikum við ræktun matvæla og fleiri vandamálum. Trump var spurður út í skýrsluna af blaðamönnum fyrir framan Hvíta húsið í Washington í dag. BBC greinir frá. Trump sagði í viðtölum ekki trúa niðurstöðu skýrslunnar og sagði að aðrar þjóðir þyrftu að taka til hendinni í loftslagsmálum og nefndi þar helst Kína og Japan. Trump sagði einnig að Bandaríkin hefðu aldrei verið „hreinni“ en sagði það ekki skipta máli ef heimurinn allur væri „skítugur“. „Ég vil hreint loft, ég vil hreint vatn, mjög mikilvægt,“ sagði forsetinn.Sjá einnig: Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð BandaríkjamannaÁður hafði talskona Hvíta Hússins, Lindsay Walters sagt skýrsluna villandi og óáreiðanlega. Skýrslan gerði ráð fyrir allra verstu mögulegu útkomu og gerði ekki ráð fyrir þeim tækniframförum sem munu verða á næstu áratugum. Í skýrslunni var til dæmis fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á efnahagslíf Bandaríkjanna. Í skýrslunni var því spáð að fyrir lok 21. aldarinnar myndi árlegt tap á nokkrum efnahagssviðum nema hundruðum milljarða dala. Sú upphæð er meiri en verg landsframleiðsla margra ríkja Bandaríkjanna. Fyrrum mótherji Trump í forsetakosningunum 2016, demókratinn Hillary Clinton, sakaði Trump stjórnina um óheiðarleika í kringum skýrsluna. Clinton sagði stjórnina hafa með því að birta skýrsluna daginn eftir Þakkagjörðahátiðina reynt að þagga hana niður. The Trump administration tried to bury a federally-mandated climate change study by releasing it the Friday after Thanksgiving. Here's what they didn't want you to hear: — Hillary Clinton (@HillaryClinton) November 26, 2018 Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Lokuðu landamærunum að Mexíkó og skutu táragasi að hælisleitendum Hópur fólk reyndi að komast yfir landamærin í kjölfar mótmæla gegn því hversu lengi tekur að fara yfir hælisumsóknir þeirra í Bandaríkjunum. 26. nóvember 2018 07:33 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28 Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna dregur í efa niðurstöður nýlegrar skýrslu í loftslagsmálum sem unnið var fyrir bandarísk yfirvöld. Skýrslan dró fram dökka mynd af efnahagslegri framtíð Bandaríkjanna, erfiðleikum við ræktun matvæla og fleiri vandamálum. Trump var spurður út í skýrsluna af blaðamönnum fyrir framan Hvíta húsið í Washington í dag. BBC greinir frá. Trump sagði í viðtölum ekki trúa niðurstöðu skýrslunnar og sagði að aðrar þjóðir þyrftu að taka til hendinni í loftslagsmálum og nefndi þar helst Kína og Japan. Trump sagði einnig að Bandaríkin hefðu aldrei verið „hreinni“ en sagði það ekki skipta máli ef heimurinn allur væri „skítugur“. „Ég vil hreint loft, ég vil hreint vatn, mjög mikilvægt,“ sagði forsetinn.Sjá einnig: Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð BandaríkjamannaÁður hafði talskona Hvíta Hússins, Lindsay Walters sagt skýrsluna villandi og óáreiðanlega. Skýrslan gerði ráð fyrir allra verstu mögulegu útkomu og gerði ekki ráð fyrir þeim tækniframförum sem munu verða á næstu áratugum. Í skýrslunni var til dæmis fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á efnahagslíf Bandaríkjanna. Í skýrslunni var því spáð að fyrir lok 21. aldarinnar myndi árlegt tap á nokkrum efnahagssviðum nema hundruðum milljarða dala. Sú upphæð er meiri en verg landsframleiðsla margra ríkja Bandaríkjanna. Fyrrum mótherji Trump í forsetakosningunum 2016, demókratinn Hillary Clinton, sakaði Trump stjórnina um óheiðarleika í kringum skýrsluna. Clinton sagði stjórnina hafa með því að birta skýrsluna daginn eftir Þakkagjörðahátiðina reynt að þagga hana niður. The Trump administration tried to bury a federally-mandated climate change study by releasing it the Friday after Thanksgiving. Here's what they didn't want you to hear: — Hillary Clinton (@HillaryClinton) November 26, 2018
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Lokuðu landamærunum að Mexíkó og skutu táragasi að hælisleitendum Hópur fólk reyndi að komast yfir landamærin í kjölfar mótmæla gegn því hversu lengi tekur að fara yfir hælisumsóknir þeirra í Bandaríkjunum. 26. nóvember 2018 07:33 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28 Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Lokuðu landamærunum að Mexíkó og skutu táragasi að hælisleitendum Hópur fólk reyndi að komast yfir landamærin í kjölfar mótmæla gegn því hversu lengi tekur að fara yfir hælisumsóknir þeirra í Bandaríkjunum. 26. nóvember 2018 07:33
Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34
Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28
Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00