Aðhafast ekkert frekar vegna bréfaskrifta Einars Bárðarsonar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 15:39 Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, sést hér fremst á myndinni sem tekin var á blaðamannafundi í gær þar sem úttekt innri endurskoðunar borgarinnar var kynnt. Fyrir aftan hana sjást Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, og Helga Jónsdóttir sem tók við tímabundið sem forstjóri OR eftir að Bjarni Bjarnason fór í leyfi. vísir/vilhelm Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun ekki aðhafast neitt frekar vegna tölvupósts sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sendi stjórnendum OR eftir að Áslaugu var sagt upp störfum sem forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki OR. Var þetta ákveðið á stjórnarfundi á föstudaginn þar sem einnig var tekin ákvörðun um að framlengja uppsagnarfrest Áslaugar Thelmu og Bjarna Más Júlíussonar sem var sagt upp sem framkvæmdastjóra ON. Fyrst var greint frá þessu á vef Morgunblaðsins en Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR og talsmaður ON, staðfestir þetta í samtali við Vísi.Sjá einnig:Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Í tölvupósti sem Einar sendi stjórnendum OR eftir að Áslaugu var sagt hafði hann meðal annars orð á því að hann myndi ekki linna látum fyrr en Áslaug hefði fengið réttlát málalok. „Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína,“ sagði meðal annars í póstinum. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sagði í síðustu viku að hún hefði upplifað póstinn sem hótun. Þá útilokaði hún ekki kæru vegna bréfaskrifta Einars. Einar sagðist sjálfur hafa verið í geðshræringu þegar hann skrifaði bréfið og að hann hefði orðað hlutina óheppilega. Haft er eftir Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra ON, á vef Morgunblaðsins að stjórn OR hefði ekki talið það þjóna hagsmundum fyrirtækisins eða öðrum að taka málið lengra. Varðandi lengdan uppsagnarfrest segir Berglind að mat stjórnarinnar hafi verið að sanngirni felist í því að lengja uppsagnarfrest Áslaugar og Thelmu í ljósi aðstæðna. Miðað sé við þann tíma sem það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að skrifa skýrslu um vinnustaðamenningu og starfsmannamál fyrirtækisins sem hafi verið ákveðinn óvissutími. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, mun snúa aftur til starfa á morgun en hann var í leyfi á meðan úttektin var gerð. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Starfsfólk OR fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni Í yfirlýsingu Starfsmannafélags OR og trúnaðarmanna starfsmanna segir að fullyrðingar um að vinnustaðurinn sé rotinn og að þar ríki þöggun séu rangar. 23. nóvember 2018 13:34 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun ekki aðhafast neitt frekar vegna tölvupósts sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sendi stjórnendum OR eftir að Áslaugu var sagt upp störfum sem forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki OR. Var þetta ákveðið á stjórnarfundi á föstudaginn þar sem einnig var tekin ákvörðun um að framlengja uppsagnarfrest Áslaugar Thelmu og Bjarna Más Júlíussonar sem var sagt upp sem framkvæmdastjóra ON. Fyrst var greint frá þessu á vef Morgunblaðsins en Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR og talsmaður ON, staðfestir þetta í samtali við Vísi.Sjá einnig:Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Í tölvupósti sem Einar sendi stjórnendum OR eftir að Áslaugu var sagt hafði hann meðal annars orð á því að hann myndi ekki linna látum fyrr en Áslaug hefði fengið réttlát málalok. „Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína,“ sagði meðal annars í póstinum. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sagði í síðustu viku að hún hefði upplifað póstinn sem hótun. Þá útilokaði hún ekki kæru vegna bréfaskrifta Einars. Einar sagðist sjálfur hafa verið í geðshræringu þegar hann skrifaði bréfið og að hann hefði orðað hlutina óheppilega. Haft er eftir Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra ON, á vef Morgunblaðsins að stjórn OR hefði ekki talið það þjóna hagsmundum fyrirtækisins eða öðrum að taka málið lengra. Varðandi lengdan uppsagnarfrest segir Berglind að mat stjórnarinnar hafi verið að sanngirni felist í því að lengja uppsagnarfrest Áslaugar og Thelmu í ljósi aðstæðna. Miðað sé við þann tíma sem það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að skrifa skýrslu um vinnustaðamenningu og starfsmannamál fyrirtækisins sem hafi verið ákveðinn óvissutími. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, mun snúa aftur til starfa á morgun en hann var í leyfi á meðan úttektin var gerð.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Starfsfólk OR fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni Í yfirlýsingu Starfsmannafélags OR og trúnaðarmanna starfsmanna segir að fullyrðingar um að vinnustaðurinn sé rotinn og að þar ríki þöggun séu rangar. 23. nóvember 2018 13:34 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57
Starfsfólk OR fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni Í yfirlýsingu Starfsmannafélags OR og trúnaðarmanna starfsmanna segir að fullyrðingar um að vinnustaðurinn sé rotinn og að þar ríki þöggun séu rangar. 23. nóvember 2018 13:34
Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00