Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Azoty Pulawy 28-27 | Hetjuleg barátta Selfyssinga dugði ekki til Arnar Helgi Magnússon í Hleðsluhöllinni á Selfossi skrifar 24. nóvember 2018 20:30 vísir/daníel að beið Selfyssingum erfitt verkefni í kvöld þegar þeir mættu pólska liðinu Azoty-Pulaway í síðari viðureign liðanna um laust sæti í riðlakeppni EHF-keppninnar. Leikurinn fór fram í Hleðsluhöllinni í troðfullu húsi og lætin í höllinni voru svakaleg. Stuðningsmenn Selfyssinga fjölmenntu en nokkrir stuðningsmenn Pulaway lögðu leið sína á Ísland og studdu sína menn. Guðni Th. Jóhannesson var á meðal gesta. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu en liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik þó voru aldrei fleiri en tvö mörk sem skildu liðin að. Staðan var 12-13 gestunum í vil þegar Selfyssingar fengu vítakast þegar þrjátíu mínútur voru komnar á klukkuna. Árni Steinn fór á vítalínuna og skoraði framhjá Vadim Bogdanov í marki gestanna. Það var því allt í járnum að fyrri hálfleik loknum, 13-13. Selfysingar komu gífurlega sterkir út í síðari hálfleik og náðu mest fjögurra marka forystu. Stemningin í húsinu var ólýsanleg en stuðningsmenn, leikmenn og þjálfarar Selfyssinga trúðu því virkilega að kraftaverk væri að gerast. Pólska liðið var farið að nötra og þjálfari Azoty-Pulaway tók leikhlé í stöðunni 16-13. Selfyssingar tóku nokkrar óskynsamar ákvarðanir sem varð til þess að liðið tapaði boltanum og gestirnir minnkuðu munninn. Það var vendipunktur í leiknum þegar Sverrir Pálsson, leikmaður Selfoss skoraði úr hraðaupphlaupi en lína dæmd á hann. Með markinu hefðu Selfyssingar náð fimm marka forystu og Patti sagði í viðtali eftir leik að þetta hafi verið “crucial” atriði í leiknum. Selfyssingar sigruðu að lokum, 28-27 en það dugði þó ekki til þrátt fyrir frábæra baráttu. Lið Atozy-Pulway verður í pottinum þegar dregið verður í riðlakeppni EHF-keppninnar. Afhverju fer Atozy-Pulway áfram? Selfyssingar naga sig sennilega í handabökin eftir að hafa tapað svona stórt úti í Póllandi. Sjö marka tap ytra og Selfyssingar þurftu sinn allra, allra besta leik í kvöld. Selfyssingar voru lengi vel inni í leiknum úti og til að mynda höfðu Pólverjarnir einungis tveggja marka forskot í leiknum. Lið Selfoss stóð sig hetjulega í kvöld og sýndu að þeir eiga fullt í pólskt atvinnumannalið. Sigur í kvöld og Patti og hans menn geta klárlega verið sáttir með frammistöðu sinna manna. Það þarf annað hvort liðið að detta ú tog það kom í hlut Selfyssinga í þetta skiptið. Hverjir stóðu uppúr? Elvar Örn var frábær í liði Selfyssinga í kvöld og varnarmenn gestanna réðu ekkert við hann. Árni Steinn var einnig frábær en hann skoraði fjölbreytt mörk sem komu á mikilvægum tímapunktum. Í pólska liðinu var Pavel Podsiadlo atkvæðamestur með sjö mörk en hann þurfti nokkrar tilraunir til þess að skora þessi mörk. Mateusz Seroka var seigur í hægra horninu og skoraði hann sex mörk. Hvað gekk illa? Selfyssingar hefðu þurft að ná yfirhöndinni strax í leiknum og tveggja til þriggja marka forskot í hálfleik hefði verið frábært veganesti inn í síðari hálfleikinn. Áhlaup Selfyssinga í byrjun síðari hálfleik var því miður of stutt og náðu Pólverjarnir að stoppa það tiltölulega snemma.Hvað gerist næst? Selfyssingar mæta Gróttu á Seltjarnarnesi á miðvikudaginn næstkomandi í Olísdeildinni. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið en liðin að berjast á sitthvorum enda töflunnar. Atozy-Pulway verður í pottinum þegar dregið verður í riðlakeppni EHF-keppninnar.Patrekur: Stoltur af félaginu og strákunum Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssingar var nokkuð stoltur af sínum mönnum eftir 28-27 sigur á pólska liðinu Azoty-Pulaway í Hleðsluhöllinni í kvöld. „Við undirbjuggum okkur vel og vorum klárir. Ég er bara ánægður með strákana en pínu svekktur að Haukur hafi ekki fengið að taka þátt í leiknum. Ég var ánægður með hina sem að spiluðu.” „Það var jafnt í hálfleik og við komum með miklum krafti út í síðari hálfleikinn og það er svekkjandi þegar Sverrir stígur á línuna þegar við hefðum getað náð fimm marka forystu, þá hefði allt getað gerst.” „Þetta var auðvitað bara seigla í Pólverjunum líka, þeir vissu alveg af sínu forskoti. Ég trúi alltaf að ég geti unnið, sama hvar ég er og ég get ekki annað gert en að hrósa strákunum og fólkinu sem að mætti hingað í kvöld. Það var fullt hús og þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” Fyrri leikurinn í Póllandi tapaðist með sjö marka mun en Patti er ekki sammála því að einvígið hafi klárast þar. „Neinei, það eru náttúrúlega alltaf tveir leikir og það skiptir allt máli í þessu. 16-14 í hálfleik úti, allt í lagi. Þar vorum við ekki svona aggressívir varnarlega. Við gerum of mikið af mistökum úti og þeir ná strax 7-8 marka forystu. Þetta er bara skóli fyrir þessa stráka.” „Þeir eru undir tvítugt margir. Í heildina er ég mjög sáttur við þessa keppni hjá okkur. Við sláum út Litháensku meistarana og Ribnica sem er topplið í Slóveníu. Ég er bara stoltur af félaginu og strákunum fyrst og fremst.” Haukur Þrastarson varð fyrir meiðslum gegn Fram í Olís-deildinni á miðvikudaginn og gat ekki tekið þátt í leiknum. „Hann fékk högg á móti fram í fyrri hálfleik en spilaði síðan allan leikinn. Þetta hefur síðan bara bólgnað út og það er rosalega vont að fá hné í læri.” „Hann vildi vera með og reyndi að hita upp en ég sá það strax að hann var haltrandi og við tókum ekki áhættuna. Það sýnir það bara hversu mikið hann vill vera með og standa sig vel.” Selfyssingar geta nú einbeitt sér að deildarkeppnina en Patti lítur ekki jákvæðum augum á það að þeir séu dottnir út úr þessari keppni. „Það er frábært að hafa farið í þessar ferðir og spilað á móti svona liðum og mikilvægt fyrir þessa stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref. Ég held að allir græði á þessu”Árni Steinn: Þetta einvígi tapast í útileiknum „Þetta var bara mjög svekkjandi. Við náum þarna fjögurra marka forskoti og hefðum getað náð fimm, það hefði allt þurft að ganga upp í dag vissulega. Þetta var svona alveg að smella og þeir voru farnir að skjálfa,” sagði Árni Steinn Steinþórsson leikmaður Selfyssinga eftir leikinn. Árni var flottur í liði Selfoss og skoraði átta mörk í kvöld. „Ég held að við getum verið sáttir með þennan leik en þetta einvígi tapast á lélegum leik í Póllandi.” „Við vorum tveimur mörkum undir þar í hálfleik í góðum málum þannig séð. Þetta einvígi tapast á fyrstu tíu mínútunum í seinni hálfleik úti í Póllandi. Á móti atvinnumannaliði þá hefðum við bara þurft að eiga mikið betri leik í Póllandi.” Selfyssingar geta nú alfarið einbeitt sér að Olísdeildinni. „Það er auðvitað svekkjandi að detta út. Deildarkeppnin var ekkert að trufla okkur á meðan við vorum í þessu. Við ætluðum að fara eins langt of við gátum.” Íslenski handboltinn
að beið Selfyssingum erfitt verkefni í kvöld þegar þeir mættu pólska liðinu Azoty-Pulaway í síðari viðureign liðanna um laust sæti í riðlakeppni EHF-keppninnar. Leikurinn fór fram í Hleðsluhöllinni í troðfullu húsi og lætin í höllinni voru svakaleg. Stuðningsmenn Selfyssinga fjölmenntu en nokkrir stuðningsmenn Pulaway lögðu leið sína á Ísland og studdu sína menn. Guðni Th. Jóhannesson var á meðal gesta. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu en liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik þó voru aldrei fleiri en tvö mörk sem skildu liðin að. Staðan var 12-13 gestunum í vil þegar Selfyssingar fengu vítakast þegar þrjátíu mínútur voru komnar á klukkuna. Árni Steinn fór á vítalínuna og skoraði framhjá Vadim Bogdanov í marki gestanna. Það var því allt í járnum að fyrri hálfleik loknum, 13-13. Selfysingar komu gífurlega sterkir út í síðari hálfleik og náðu mest fjögurra marka forystu. Stemningin í húsinu var ólýsanleg en stuðningsmenn, leikmenn og þjálfarar Selfyssinga trúðu því virkilega að kraftaverk væri að gerast. Pólska liðið var farið að nötra og þjálfari Azoty-Pulaway tók leikhlé í stöðunni 16-13. Selfyssingar tóku nokkrar óskynsamar ákvarðanir sem varð til þess að liðið tapaði boltanum og gestirnir minnkuðu munninn. Það var vendipunktur í leiknum þegar Sverrir Pálsson, leikmaður Selfoss skoraði úr hraðaupphlaupi en lína dæmd á hann. Með markinu hefðu Selfyssingar náð fimm marka forystu og Patti sagði í viðtali eftir leik að þetta hafi verið “crucial” atriði í leiknum. Selfyssingar sigruðu að lokum, 28-27 en það dugði þó ekki til þrátt fyrir frábæra baráttu. Lið Atozy-Pulway verður í pottinum þegar dregið verður í riðlakeppni EHF-keppninnar. Afhverju fer Atozy-Pulway áfram? Selfyssingar naga sig sennilega í handabökin eftir að hafa tapað svona stórt úti í Póllandi. Sjö marka tap ytra og Selfyssingar þurftu sinn allra, allra besta leik í kvöld. Selfyssingar voru lengi vel inni í leiknum úti og til að mynda höfðu Pólverjarnir einungis tveggja marka forskot í leiknum. Lið Selfoss stóð sig hetjulega í kvöld og sýndu að þeir eiga fullt í pólskt atvinnumannalið. Sigur í kvöld og Patti og hans menn geta klárlega verið sáttir með frammistöðu sinna manna. Það þarf annað hvort liðið að detta ú tog það kom í hlut Selfyssinga í þetta skiptið. Hverjir stóðu uppúr? Elvar Örn var frábær í liði Selfyssinga í kvöld og varnarmenn gestanna réðu ekkert við hann. Árni Steinn var einnig frábær en hann skoraði fjölbreytt mörk sem komu á mikilvægum tímapunktum. Í pólska liðinu var Pavel Podsiadlo atkvæðamestur með sjö mörk en hann þurfti nokkrar tilraunir til þess að skora þessi mörk. Mateusz Seroka var seigur í hægra horninu og skoraði hann sex mörk. Hvað gekk illa? Selfyssingar hefðu þurft að ná yfirhöndinni strax í leiknum og tveggja til þriggja marka forskot í hálfleik hefði verið frábært veganesti inn í síðari hálfleikinn. Áhlaup Selfyssinga í byrjun síðari hálfleik var því miður of stutt og náðu Pólverjarnir að stoppa það tiltölulega snemma.Hvað gerist næst? Selfyssingar mæta Gróttu á Seltjarnarnesi á miðvikudaginn næstkomandi í Olísdeildinni. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið en liðin að berjast á sitthvorum enda töflunnar. Atozy-Pulway verður í pottinum þegar dregið verður í riðlakeppni EHF-keppninnar.Patrekur: Stoltur af félaginu og strákunum Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssingar var nokkuð stoltur af sínum mönnum eftir 28-27 sigur á pólska liðinu Azoty-Pulaway í Hleðsluhöllinni í kvöld. „Við undirbjuggum okkur vel og vorum klárir. Ég er bara ánægður með strákana en pínu svekktur að Haukur hafi ekki fengið að taka þátt í leiknum. Ég var ánægður með hina sem að spiluðu.” „Það var jafnt í hálfleik og við komum með miklum krafti út í síðari hálfleikinn og það er svekkjandi þegar Sverrir stígur á línuna þegar við hefðum getað náð fimm marka forystu, þá hefði allt getað gerst.” „Þetta var auðvitað bara seigla í Pólverjunum líka, þeir vissu alveg af sínu forskoti. Ég trúi alltaf að ég geti unnið, sama hvar ég er og ég get ekki annað gert en að hrósa strákunum og fólkinu sem að mætti hingað í kvöld. Það var fullt hús og þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” Fyrri leikurinn í Póllandi tapaðist með sjö marka mun en Patti er ekki sammála því að einvígið hafi klárast þar. „Neinei, það eru náttúrúlega alltaf tveir leikir og það skiptir allt máli í þessu. 16-14 í hálfleik úti, allt í lagi. Þar vorum við ekki svona aggressívir varnarlega. Við gerum of mikið af mistökum úti og þeir ná strax 7-8 marka forystu. Þetta er bara skóli fyrir þessa stráka.” „Þeir eru undir tvítugt margir. Í heildina er ég mjög sáttur við þessa keppni hjá okkur. Við sláum út Litháensku meistarana og Ribnica sem er topplið í Slóveníu. Ég er bara stoltur af félaginu og strákunum fyrst og fremst.” Haukur Þrastarson varð fyrir meiðslum gegn Fram í Olís-deildinni á miðvikudaginn og gat ekki tekið þátt í leiknum. „Hann fékk högg á móti fram í fyrri hálfleik en spilaði síðan allan leikinn. Þetta hefur síðan bara bólgnað út og það er rosalega vont að fá hné í læri.” „Hann vildi vera með og reyndi að hita upp en ég sá það strax að hann var haltrandi og við tókum ekki áhættuna. Það sýnir það bara hversu mikið hann vill vera með og standa sig vel.” Selfyssingar geta nú einbeitt sér að deildarkeppnina en Patti lítur ekki jákvæðum augum á það að þeir séu dottnir út úr þessari keppni. „Það er frábært að hafa farið í þessar ferðir og spilað á móti svona liðum og mikilvægt fyrir þessa stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref. Ég held að allir græði á þessu”Árni Steinn: Þetta einvígi tapast í útileiknum „Þetta var bara mjög svekkjandi. Við náum þarna fjögurra marka forskoti og hefðum getað náð fimm, það hefði allt þurft að ganga upp í dag vissulega. Þetta var svona alveg að smella og þeir voru farnir að skjálfa,” sagði Árni Steinn Steinþórsson leikmaður Selfyssinga eftir leikinn. Árni var flottur í liði Selfoss og skoraði átta mörk í kvöld. „Ég held að við getum verið sáttir með þennan leik en þetta einvígi tapast á lélegum leik í Póllandi.” „Við vorum tveimur mörkum undir þar í hálfleik í góðum málum þannig séð. Þetta einvígi tapast á fyrstu tíu mínútunum í seinni hálfleik úti í Póllandi. Á móti atvinnumannaliði þá hefðum við bara þurft að eiga mikið betri leik í Póllandi.” Selfyssingar geta nú alfarið einbeitt sér að Olísdeildinni. „Það er auðvitað svekkjandi að detta út. Deildarkeppnin var ekkert að trufla okkur á meðan við vorum í þessu. Við ætluðum að fara eins langt of við gátum.”
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti