Margir hafa heyrt um þriðja orkupakkann að undanförnu en um er að ræða safn laga um orkumál sem Evrópusambandið hefur sett og hafa að stærstum hluta verið innleidd hér á landi vegna EES-samningsins. Spurningar hafa vaknað um yfirráð Íslendinga yfir auðlindum sínum, mögulega skyldu Íslendinga til að leggja sæstreng til að tengjast innri markaði Evrópu og framsal á valdheimildum til evrópskra eftirlitsstofnanna. Óvíst er hvort að málið njóti meirihluta á þingi en talið er að innleiðing fyrri orkupakkanna tveggja hafi leitt til lægra raforkuverðs á Íslandi. Hafa fyrri pakkarnir tveir verið samþykktir á Íslandi, sá fyrri árið 2003 en seinni árið 2008. Er markmið orkupakkanna að auka samkeppni á raforkumarkaði. Sá fyrsti tryggði nýrri samkeppni aðgengi að orkumarkaði í Evrópu en seinni orkupakkinn tryggði neytendum frelsi til að velja sér raforkufyrirtæki til að stunda viðskipti við. Þriðji orkupakkinn var samþykktur innan landa Evrópusambandsins árið 2009 en honum er ætlað að tryggja frjálsa samkeppni þvert á landamæri ríkja Evrópusambandsins og tryggja eftirlitsstofnun valdheimildir til að svo sé.Fyrri pakkarnir stuðluðu að samkeppni Orkupakkarnir hafa því haft í för með sér að í dag er samkeppni á raforkumarkaði á Íslandi og skipta þurfti upp raforkufyrirtækjum á þann hátt að eitt fyrirtæki mátti ekki sjá um framleiðslu, dreifingu og flutning á raforku. Má þar nefna Orkusöluna, sem er dótturfyrirtæki RARIK, og Orka náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, sem hafa orðið til vegna þeirrar innleiðingar. Hafa orkupakkarnir einnig gert það að verkum að fólki er frjálst að versla við hvaða raforkufyrirtæki sem er. Reykvíkingur getur keypt raforku af Orkubúi Vestfjarða og Ísfirðingur getur keypt raforku af fyrirtæki í Reykjavík eða á Suðurnesjum.Orkupakkarnir hafa gert það að verkum að Íslendingar hafa frelsi til að versla við hvaða raforkufyrirtæki sem er á Íslandi. Borgarbúar geta þar af leiðandi keypt raforku af Orkubúi Vestfjarða ef þeir sjá að það er hagstæðara fyrir þá. FBL/PjeturEf einhverjum blöskrar raforkureikningur sinn getur hann leitað annað og fundið út hvort rafmagnið sé ódýrara hjá öðrum fyrirtækjum. Flutningskostnaðurinn er sá sami alls staðar á landinu en dreifikostnaðurinn mismunandi eftir því hvort viðkomandi býr í dreifbýli eða þéttbýli. Ferlið er því þannig að Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn, Landsnet sér um að dreifa raforkunni frá Orku náttúrunnar um landið, síðan eru sex dreifiveitur um landið, til dæmis Veitur í Reykjavík og HS Veitur á Suðurnesjum, sem sjá um dreifa því til neytenda frá tengipunktum Landsnets.Orkustofnun fylgist með gjaldskrám Orkustofnun fer svo með raforkueftirlit en í því felst eftirlit með framkvæmd raforkulaga, aðskilnaði rekstrarþátta í bókhaldi flutningsfyrirtækja og dreifiveitna, setningu tekjumarka, eftirlit með gjaldskrá fyrir flutning og dreifingu raforku, eftirlit með afhendingargæðum raforku og að sinna ábendingum notenda sem telja að raforkufyrirtækin hafi brotið á sér. Guðni A. Jóhannesson er orkumálastjóri Orkustofnunar en hann segir að eftirlit með gjaldskrám felist í því að fylgjast með hvort að raforkufyrirtækin eru að ofrukka fyrir þjónustu sína miðað við þann kostnað sem hlýst af því að framleiða, flytja eða dreifa rafmagni.Frá Hellisheiðarvirkjun.FBL/gvaSjöfalt fleiri skipt um raforkusala Það eru utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sem fara með forræði þriðja orkupakkans fyrir Alþingi. Birtar hafa verið spurningar og svör um þriðja orkupakkanna á vef ráðuneytisins en þar kemur fram að raforkuverð hafi lækkað þegar ákvæði raforkulaga frá 2003 um samkeppni og frjálst val neytenda tóku að fullu gildi. Bendir ráðuneytið á að samkeppnin hafi aldrei verið eins mikil og nú, en sjöfalt fleiri neytendur hafa skipt um raforkusala það sem af er árinu 2018 samanborið við í fyrra. Komst Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að þeirri niðurstöðu árið 2011, að með þessum aðskilnaði sérleyfis- og samkeppnisrekstrar vegna fyrri orkupakkanna hafi leitt til þjóðhagslega hagkvæmara raforkukerfis.Ekkert framsal að mati lögfræðinga Ríkisstjórn Íslands hyggst leggja fram þriðja orkupakkann á Alþingi í febrúar næstkomandi en með honum á að innleiða regluverk sem varðar stofnun orkustofnunnar Evrópu, sem hefur skammstöfunina ACER, og flutning orku milli landa. Þetta hefur orðið til þess að margir telja að þar með verði úrskurðarvald um orkumál falið í hendur ACER og að Íslendingar verði skyldaðir til að leggja sæstreng til Evrópu til að tryggja orkuflutning á milli landa. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, og hæstaréttarlögmaðurinn Birgir Tjörvi Pétursson hafa ritað greinar um þriðja orkupakkann þar sem því er haldið fram að svo sé ekki.Gengið lengra í aðgreiningu á eignarhaldiRagna bendir á að helstu nýmæli þriðja orkupakkans lúti að frekari aðskilnaði milli flutningsaðila og annarrar orkutengdrar starfsemi. Einnig sé mælt fyrir um aukið sjálfstæði raforkueftirlits innan ríkjanna, sem og samstarf þeirra og samhæfingu yfir landamæri.Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. FBL/ErnirRagna segir að gerð sé krafa um aðgreiningu á eignarhaldi flutningskerfis og annarrar orkutengdrar starfsemi þar sem í raun er gengið lengra en í fyrri orkupökkum, sem mæltu fyrir um bókhaldslegan og rekstrarlegan aðskilnað. Ragna tiltekur þar að flutningur raforku sé í höndum Landsnets hf, en eigendur fyrirtækisins séu vinnsluaðilar raforku. Væri slíkt eignarhald ekki í samræmi við ákvæði þriðja orkupakkans. Hún segir að ekki sé nauðsynlegt að gera breytingar þar á í tilefni af innleiðingu þriðja orkupakkans í íslenskan rétt þar sem Íslandi var veitt undanþága frá þessu skilyrði tilskipunarinnar. Þetta hafi því engin áhrif á Íslandi.ESA með eftirlitið en tenging við Evrópu er ekki til staðar Þegar verið var að semja regluverk um ACER þá var uppi álitamál um hvernig fara skuli með mál sem lúta að EFTA-ríkjunum, það er ríki sem mynda Fríverslunarsamtök Evrópu en löndin sem eru aðili að þeim samtökum í dag eru Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss. Að lokum var það niðurstaðan að beiting valdheimilda gagnvart eftirlitsstjórnvöldum í EFTA-ríkjunum yrði í höndum Eftirlitsstofnunar EFTA, sem ber skammstöfunina ESA. Ragna bendir á í sinni grein að mikilvægt sé að hafa í huga þegar rætt sé um valdheimildir ACER, sem er í höndum ESA gagnvart EFTA-ríkjunum, að þessar stofnanir geti einungis tekið bindandi ákvarðanir þegar eftirlitsaðilar í ríkjunum geta ekki náð samkomulagi sín á milli um atriði sem lýtur að tengingum milli landa með flutningslínu eða sæstreng. Af þeim sökum geta ekki komið upp þau tilvik að ESA beiti hinum bindandi valdheimildum gagnvart Orkustofnun. Hún segir að áhrif ACER hér á landi varði aðra þætti, til dæmis þeim atriðum sem lúta að því að stuðla að samræmdri framkvæmd á ýmsum efnisatriðum þriðja pakkans. Hún minnir á að ekki séu um bindandi aðgerðir að ræða.Telur enga skuldbindingu um sæstrengÍ greinargerð sem Birgir Tjörvi Pétursson vann fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið kemur fram að þriðji orkupakkinn skuldbindi ekki íslensk stjórnvöld til að tengjast innri markaði Evrópu með sæstreng.Birgir Tjörvi Pétursson lögmaður.VísirHann bendir á að í sáttmála um starfshætti Evrópusambandsins, þar sem orkustefna sambandsins birtist, segi að ráðstafanir til að ná markmiðum sambandsins, meðal annars um samtengingu orkuneta, séu með fyrirvara um rétt aðildarríkis til að ákvarða með hvaða skilyrðum orkulindir þess eru nýttar, hvaða orkugjafa það velur og almenna tilhögun orkuafhendingar. Hann segir aðildarríki ESB hafi neitunarvald um að víkja frá þessum grunnreglum. Íslandi hafi hvergi samþykkt þjóðréttarlega skuldbindingu um að njóta minni réttar.Segir ekkert afsala á auðlindum Birgir Tjörvi vísar aftur í samkomulag um starfshætti ESB þegar hann svarar spurningum sem hafa vaknað um hvort reglur þriðja orkupakkans takmarki með einhverjum hætti ráðstöfunarrétt Íslands yfir orkuauðlindum. Aðildarríki ESB hafi ekki með aðild afsalað sér rétti til að ákvarða með hvaða skilyrðum orkulindir þess eru nýttar, hvaða orkugjafa það velur og almenna tilhögun orkuafhendingar. Hann segir að því sé ekkert tilefni til að ætla að Ísland afsali sér réttindum með innleiðingu þriðja orkupakkans.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.Fbl/ErnirErlend fyrirtæki hafa nú þegar rétt í gegnum EES Á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að þriðji orkupakkinn breyti engu um möguleika erlendra aðila til að eignast hlut í orkufyrirtækjum á Íslandi eða fá tímabundið leyfi til að nýta auðlindir í opinberri eigu. Þeir hafi þann möguleika nú þegar á grundvelli grunnreglna EES-samningsins. Í því sambandi er minnt á kaup Magma Energy á hlut í HS Orku. Ráðuneytið minnir þó á að hafa beri í huga að samkvæmt gildandi lögum frá 2008 séu ríki og sveitarfélög, og félögum sem eru að fullu í þeirra eigu, óheimilt að selja frá sér orkuauðlindir. Þriðji orkupakkinn hafi engin áhrif á gildi þeirra laga né annarra laga sem lúta að nýtingu orkuauðlinda og eignarhaldi þeirra.Óvíst hvort meirihluti sé fyrir málinu Ljóst er að málið er viðkvæmt ríkisstjórnarflokkunum þremur, Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir fyrir skemmstu að hann vildi reyna að komast hjá því í lengstu lög að innleiða þennan orkupakka og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði flokkinn sinn ætla að berjast með Brynjari í því. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, greindi frá því í samtali við Ríkisútvarpið að óvíst væri hvort málið hefði meirihluta á Alþingi. Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í nóvember að hafni Íslendingar þriðja orkupakkanum gæti það í versta falli orðið til þess að sá hluti EES-samningsins sem lýtur að orkumálum verði óvirkur og það grafi undan EES-samningnum. Evrópusambandið Fréttaskýringar Orkumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent
Margir hafa heyrt um þriðja orkupakkann að undanförnu en um er að ræða safn laga um orkumál sem Evrópusambandið hefur sett og hafa að stærstum hluta verið innleidd hér á landi vegna EES-samningsins. Spurningar hafa vaknað um yfirráð Íslendinga yfir auðlindum sínum, mögulega skyldu Íslendinga til að leggja sæstreng til að tengjast innri markaði Evrópu og framsal á valdheimildum til evrópskra eftirlitsstofnanna. Óvíst er hvort að málið njóti meirihluta á þingi en talið er að innleiðing fyrri orkupakkanna tveggja hafi leitt til lægra raforkuverðs á Íslandi. Hafa fyrri pakkarnir tveir verið samþykktir á Íslandi, sá fyrri árið 2003 en seinni árið 2008. Er markmið orkupakkanna að auka samkeppni á raforkumarkaði. Sá fyrsti tryggði nýrri samkeppni aðgengi að orkumarkaði í Evrópu en seinni orkupakkinn tryggði neytendum frelsi til að velja sér raforkufyrirtæki til að stunda viðskipti við. Þriðji orkupakkinn var samþykktur innan landa Evrópusambandsins árið 2009 en honum er ætlað að tryggja frjálsa samkeppni þvert á landamæri ríkja Evrópusambandsins og tryggja eftirlitsstofnun valdheimildir til að svo sé.Fyrri pakkarnir stuðluðu að samkeppni Orkupakkarnir hafa því haft í för með sér að í dag er samkeppni á raforkumarkaði á Íslandi og skipta þurfti upp raforkufyrirtækjum á þann hátt að eitt fyrirtæki mátti ekki sjá um framleiðslu, dreifingu og flutning á raforku. Má þar nefna Orkusöluna, sem er dótturfyrirtæki RARIK, og Orka náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, sem hafa orðið til vegna þeirrar innleiðingar. Hafa orkupakkarnir einnig gert það að verkum að fólki er frjálst að versla við hvaða raforkufyrirtæki sem er. Reykvíkingur getur keypt raforku af Orkubúi Vestfjarða og Ísfirðingur getur keypt raforku af fyrirtæki í Reykjavík eða á Suðurnesjum.Orkupakkarnir hafa gert það að verkum að Íslendingar hafa frelsi til að versla við hvaða raforkufyrirtæki sem er á Íslandi. Borgarbúar geta þar af leiðandi keypt raforku af Orkubúi Vestfjarða ef þeir sjá að það er hagstæðara fyrir þá. FBL/PjeturEf einhverjum blöskrar raforkureikningur sinn getur hann leitað annað og fundið út hvort rafmagnið sé ódýrara hjá öðrum fyrirtækjum. Flutningskostnaðurinn er sá sami alls staðar á landinu en dreifikostnaðurinn mismunandi eftir því hvort viðkomandi býr í dreifbýli eða þéttbýli. Ferlið er því þannig að Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn, Landsnet sér um að dreifa raforkunni frá Orku náttúrunnar um landið, síðan eru sex dreifiveitur um landið, til dæmis Veitur í Reykjavík og HS Veitur á Suðurnesjum, sem sjá um dreifa því til neytenda frá tengipunktum Landsnets.Orkustofnun fylgist með gjaldskrám Orkustofnun fer svo með raforkueftirlit en í því felst eftirlit með framkvæmd raforkulaga, aðskilnaði rekstrarþátta í bókhaldi flutningsfyrirtækja og dreifiveitna, setningu tekjumarka, eftirlit með gjaldskrá fyrir flutning og dreifingu raforku, eftirlit með afhendingargæðum raforku og að sinna ábendingum notenda sem telja að raforkufyrirtækin hafi brotið á sér. Guðni A. Jóhannesson er orkumálastjóri Orkustofnunar en hann segir að eftirlit með gjaldskrám felist í því að fylgjast með hvort að raforkufyrirtækin eru að ofrukka fyrir þjónustu sína miðað við þann kostnað sem hlýst af því að framleiða, flytja eða dreifa rafmagni.Frá Hellisheiðarvirkjun.FBL/gvaSjöfalt fleiri skipt um raforkusala Það eru utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sem fara með forræði þriðja orkupakkans fyrir Alþingi. Birtar hafa verið spurningar og svör um þriðja orkupakkanna á vef ráðuneytisins en þar kemur fram að raforkuverð hafi lækkað þegar ákvæði raforkulaga frá 2003 um samkeppni og frjálst val neytenda tóku að fullu gildi. Bendir ráðuneytið á að samkeppnin hafi aldrei verið eins mikil og nú, en sjöfalt fleiri neytendur hafa skipt um raforkusala það sem af er árinu 2018 samanborið við í fyrra. Komst Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að þeirri niðurstöðu árið 2011, að með þessum aðskilnaði sérleyfis- og samkeppnisrekstrar vegna fyrri orkupakkanna hafi leitt til þjóðhagslega hagkvæmara raforkukerfis.Ekkert framsal að mati lögfræðinga Ríkisstjórn Íslands hyggst leggja fram þriðja orkupakkann á Alþingi í febrúar næstkomandi en með honum á að innleiða regluverk sem varðar stofnun orkustofnunnar Evrópu, sem hefur skammstöfunina ACER, og flutning orku milli landa. Þetta hefur orðið til þess að margir telja að þar með verði úrskurðarvald um orkumál falið í hendur ACER og að Íslendingar verði skyldaðir til að leggja sæstreng til Evrópu til að tryggja orkuflutning á milli landa. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, og hæstaréttarlögmaðurinn Birgir Tjörvi Pétursson hafa ritað greinar um þriðja orkupakkann þar sem því er haldið fram að svo sé ekki.Gengið lengra í aðgreiningu á eignarhaldiRagna bendir á að helstu nýmæli þriðja orkupakkans lúti að frekari aðskilnaði milli flutningsaðila og annarrar orkutengdrar starfsemi. Einnig sé mælt fyrir um aukið sjálfstæði raforkueftirlits innan ríkjanna, sem og samstarf þeirra og samhæfingu yfir landamæri.Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. FBL/ErnirRagna segir að gerð sé krafa um aðgreiningu á eignarhaldi flutningskerfis og annarrar orkutengdrar starfsemi þar sem í raun er gengið lengra en í fyrri orkupökkum, sem mæltu fyrir um bókhaldslegan og rekstrarlegan aðskilnað. Ragna tiltekur þar að flutningur raforku sé í höndum Landsnets hf, en eigendur fyrirtækisins séu vinnsluaðilar raforku. Væri slíkt eignarhald ekki í samræmi við ákvæði þriðja orkupakkans. Hún segir að ekki sé nauðsynlegt að gera breytingar þar á í tilefni af innleiðingu þriðja orkupakkans í íslenskan rétt þar sem Íslandi var veitt undanþága frá þessu skilyrði tilskipunarinnar. Þetta hafi því engin áhrif á Íslandi.ESA með eftirlitið en tenging við Evrópu er ekki til staðar Þegar verið var að semja regluverk um ACER þá var uppi álitamál um hvernig fara skuli með mál sem lúta að EFTA-ríkjunum, það er ríki sem mynda Fríverslunarsamtök Evrópu en löndin sem eru aðili að þeim samtökum í dag eru Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss. Að lokum var það niðurstaðan að beiting valdheimilda gagnvart eftirlitsstjórnvöldum í EFTA-ríkjunum yrði í höndum Eftirlitsstofnunar EFTA, sem ber skammstöfunina ESA. Ragna bendir á í sinni grein að mikilvægt sé að hafa í huga þegar rætt sé um valdheimildir ACER, sem er í höndum ESA gagnvart EFTA-ríkjunum, að þessar stofnanir geti einungis tekið bindandi ákvarðanir þegar eftirlitsaðilar í ríkjunum geta ekki náð samkomulagi sín á milli um atriði sem lýtur að tengingum milli landa með flutningslínu eða sæstreng. Af þeim sökum geta ekki komið upp þau tilvik að ESA beiti hinum bindandi valdheimildum gagnvart Orkustofnun. Hún segir að áhrif ACER hér á landi varði aðra þætti, til dæmis þeim atriðum sem lúta að því að stuðla að samræmdri framkvæmd á ýmsum efnisatriðum þriðja pakkans. Hún minnir á að ekki séu um bindandi aðgerðir að ræða.Telur enga skuldbindingu um sæstrengÍ greinargerð sem Birgir Tjörvi Pétursson vann fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið kemur fram að þriðji orkupakkinn skuldbindi ekki íslensk stjórnvöld til að tengjast innri markaði Evrópu með sæstreng.Birgir Tjörvi Pétursson lögmaður.VísirHann bendir á að í sáttmála um starfshætti Evrópusambandsins, þar sem orkustefna sambandsins birtist, segi að ráðstafanir til að ná markmiðum sambandsins, meðal annars um samtengingu orkuneta, séu með fyrirvara um rétt aðildarríkis til að ákvarða með hvaða skilyrðum orkulindir þess eru nýttar, hvaða orkugjafa það velur og almenna tilhögun orkuafhendingar. Hann segir aðildarríki ESB hafi neitunarvald um að víkja frá þessum grunnreglum. Íslandi hafi hvergi samþykkt þjóðréttarlega skuldbindingu um að njóta minni réttar.Segir ekkert afsala á auðlindum Birgir Tjörvi vísar aftur í samkomulag um starfshætti ESB þegar hann svarar spurningum sem hafa vaknað um hvort reglur þriðja orkupakkans takmarki með einhverjum hætti ráðstöfunarrétt Íslands yfir orkuauðlindum. Aðildarríki ESB hafi ekki með aðild afsalað sér rétti til að ákvarða með hvaða skilyrðum orkulindir þess eru nýttar, hvaða orkugjafa það velur og almenna tilhögun orkuafhendingar. Hann segir að því sé ekkert tilefni til að ætla að Ísland afsali sér réttindum með innleiðingu þriðja orkupakkans.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.Fbl/ErnirErlend fyrirtæki hafa nú þegar rétt í gegnum EES Á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að þriðji orkupakkinn breyti engu um möguleika erlendra aðila til að eignast hlut í orkufyrirtækjum á Íslandi eða fá tímabundið leyfi til að nýta auðlindir í opinberri eigu. Þeir hafi þann möguleika nú þegar á grundvelli grunnreglna EES-samningsins. Í því sambandi er minnt á kaup Magma Energy á hlut í HS Orku. Ráðuneytið minnir þó á að hafa beri í huga að samkvæmt gildandi lögum frá 2008 séu ríki og sveitarfélög, og félögum sem eru að fullu í þeirra eigu, óheimilt að selja frá sér orkuauðlindir. Þriðji orkupakkinn hafi engin áhrif á gildi þeirra laga né annarra laga sem lúta að nýtingu orkuauðlinda og eignarhaldi þeirra.Óvíst hvort meirihluti sé fyrir málinu Ljóst er að málið er viðkvæmt ríkisstjórnarflokkunum þremur, Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir fyrir skemmstu að hann vildi reyna að komast hjá því í lengstu lög að innleiða þennan orkupakka og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði flokkinn sinn ætla að berjast með Brynjari í því. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, greindi frá því í samtali við Ríkisútvarpið að óvíst væri hvort málið hefði meirihluta á Alþingi. Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í nóvember að hafni Íslendingar þriðja orkupakkanum gæti það í versta falli orðið til þess að sá hluti EES-samningsins sem lýtur að orkumálum verði óvirkur og það grafi undan EES-samningnum.