Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2018 18:30 Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. Hinn 8. nóvember felldi Hæstiréttur Íslands úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Samherja. Niðurstaðan var reist á því að Samherji hefði haft „réttmætar væntingar“ um að Seðlabankinn hefði fellt málið niður, eigi síðar en á 24. apríl 2015. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfestur var af Hæstarétti segir: „Eins og málið liggur fyrir verður því litið svo á að eigi síðar en með umræddu bréfi stefnda hafi legið fyrir afstaða hans um niðurfellingu máls stefnanda, sem hann mátti binda réttmætar væntingar við, og verði þannig jafnað til bindandi stjórnvaldsákvörðunar um þetta atriði.“ Bæði seðlabankastjóri og forsætisráðherra hafa sagt opinberlega að annmarkar hafi verið á málatilbúnaði Seðlabankans vegna „formsatriða“ eða af lagatæknilegum ástæðum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri talaði ítrekað á þessum nótum áður en dómur Hæstaréttar um ógildingu sektarinnar var kveðinn upp. Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í fréttum RÚV 10. nóvember síðastliðinn að Seðlabankinn hefði tapað málinu „fyrst og fremst vegna formsatriða“ og að málið væri „ekki þannig vaxið að það hefði nein áhrif á stöðu seðlabankastjóra“ en lagði á það áherslu að gerðar yrðu úrbætur á stjórnsýslu Seðlabankans. Daginn eftir óskaði hún svo eftir skýringum frá bankaráðinu vegna dómsins. Eiríkur S. Jóhannsson stjórnarformaður Samherja segir mjög erfitt að sitja undir þessari umræðu um að málið hafi brotnað á einhverjum formsatriðum og Samherjamenn hafi sloppið af þeim sökum því málið hafði fengið ítarlega efnislega athugun hjá sérstökum saksóknara sem hafi fellt kærur Seðlabankans niður. „Fyrir okkur Samherjamenn er mjög sárt að hlusta á þennan málflutning því málið fékk efnislega athugun hjá sérstökum saksóknara. Í þessari athugun kemur fram að Samherji gerði ekkert af sér. Heldur skilaði gjaldeyri af kostgæfni og skilaði öllum gjaldeyri heim. Þess vegna er erfitt að hlusta á þetta að málið hafi fallið á tæknilegum atriðum,“ segir Eiríkur.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari. Í 28 bls. bréfi sem sembætti sértaks saksóknara sendi Samherja 4. september 2015 var síðari kæra Seðlabankans á hendur starfsmönnum Samherja felld úr gildi og var fjallað ítarlega um efnislega hlið kærunnar í bréfi embættisins. Þar var meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að Samherji hefði gætt þess „af kostgæfni“ að senda heim erlendan gjaldeyri. Vísir/GVASamherji gætti þess „af kostgæfni“ að senda heim erlendan gjaldeyri Sérstakur saksóknari felldi í tvígang niður kærur á hendur Samherja og starfsmönnum fyrirtækisins. Síðari kæran var felld niður með 28 bls. bréfi sérstaks saksóknara til Seðlabankans hinn 4. september 2015. Í bréfinu segir: „Í meginatriðum bendir rannsókn embættisins til þess að Samherji hf. hafi skilað til Íslands langstærstum hluta þess erlenda gjaldeyris sem barst inn á reikninga félagsins frá viðskiptavinum vegna vörusölu. Slíkar inngreiðslur sem ekki var hægt að para við heimsendingar á erlendum gjaldeyri áttu það sameiginlegt að vera frá fyrstu vikum gjaldeyrishaftanna og nema lágum fjárhæðum í heildarsamhenginu.“ Síðar segir í bréfinu: „Embættið telur styðja þann framburð að félagið virðist samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hafa gætt þess á sama tíma af kostgæfni að senda heim erlendan gjaldeyri sem var endurgjald félagsins vegna sölu og vöru eða þjónustu og uppfylla þannig skilaskyldureglur hvað þann erlenda gjaldeyri varðaði.“ Eiríkur segir að málinu sé hvergi nærri lokið af hálfu Samherja. Félagið sé nú að skoða næstu skref. „Að mínu mati er réttast fyrir Samherja að fara í viðurkenningarmál á bótaskyldu Seðlabankans. Og kanna þannig grundvöll okkar fyrir því að höfða skaðabótamál á hendur bankanum. Þessu máli er ekki lokið af okkar hálfu,“ segir Eiríkur. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur ekki komið í viðtal um Samherjamálið síðan dómur Hæstaréttar var kveðinn upp hinn 8. nóvember síðastliðinn en hann var erlendis þegar niðurstaðan lá fyrir. Már hefur því ekkert tjáð sig um niðurstöðuna en Seðlabankinn sendi frá sér yfirlýsingu eftir að dómurinn var kveðinn upp. Þar segir að Seðlabankinn „muni meta verklag vegna málsmeðferðar innan bankans í kjölfar dómsins í tilvikum sem þessum.“ Fréttastofan óskaði eftir viðtali við Má vegna málsins en hann hafði ekki tök á slíku í dag samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. Hinn 8. nóvember felldi Hæstiréttur Íslands úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á Samherja. Niðurstaðan var reist á því að Samherji hefði haft „réttmætar væntingar“ um að Seðlabankinn hefði fellt málið niður, eigi síðar en á 24. apríl 2015. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfestur var af Hæstarétti segir: „Eins og málið liggur fyrir verður því litið svo á að eigi síðar en með umræddu bréfi stefnda hafi legið fyrir afstaða hans um niðurfellingu máls stefnanda, sem hann mátti binda réttmætar væntingar við, og verði þannig jafnað til bindandi stjórnvaldsákvörðunar um þetta atriði.“ Bæði seðlabankastjóri og forsætisráðherra hafa sagt opinberlega að annmarkar hafi verið á málatilbúnaði Seðlabankans vegna „formsatriða“ eða af lagatæknilegum ástæðum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri talaði ítrekað á þessum nótum áður en dómur Hæstaréttar um ógildingu sektarinnar var kveðinn upp. Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í fréttum RÚV 10. nóvember síðastliðinn að Seðlabankinn hefði tapað málinu „fyrst og fremst vegna formsatriða“ og að málið væri „ekki þannig vaxið að það hefði nein áhrif á stöðu seðlabankastjóra“ en lagði á það áherslu að gerðar yrðu úrbætur á stjórnsýslu Seðlabankans. Daginn eftir óskaði hún svo eftir skýringum frá bankaráðinu vegna dómsins. Eiríkur S. Jóhannsson stjórnarformaður Samherja segir mjög erfitt að sitja undir þessari umræðu um að málið hafi brotnað á einhverjum formsatriðum og Samherjamenn hafi sloppið af þeim sökum því málið hafði fengið ítarlega efnislega athugun hjá sérstökum saksóknara sem hafi fellt kærur Seðlabankans niður. „Fyrir okkur Samherjamenn er mjög sárt að hlusta á þennan málflutning því málið fékk efnislega athugun hjá sérstökum saksóknara. Í þessari athugun kemur fram að Samherji gerði ekkert af sér. Heldur skilaði gjaldeyri af kostgæfni og skilaði öllum gjaldeyri heim. Þess vegna er erfitt að hlusta á þetta að málið hafi fallið á tæknilegum atriðum,“ segir Eiríkur.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari. Í 28 bls. bréfi sem sembætti sértaks saksóknara sendi Samherja 4. september 2015 var síðari kæra Seðlabankans á hendur starfsmönnum Samherja felld úr gildi og var fjallað ítarlega um efnislega hlið kærunnar í bréfi embættisins. Þar var meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að Samherji hefði gætt þess „af kostgæfni“ að senda heim erlendan gjaldeyri. Vísir/GVASamherji gætti þess „af kostgæfni“ að senda heim erlendan gjaldeyri Sérstakur saksóknari felldi í tvígang niður kærur á hendur Samherja og starfsmönnum fyrirtækisins. Síðari kæran var felld niður með 28 bls. bréfi sérstaks saksóknara til Seðlabankans hinn 4. september 2015. Í bréfinu segir: „Í meginatriðum bendir rannsókn embættisins til þess að Samherji hf. hafi skilað til Íslands langstærstum hluta þess erlenda gjaldeyris sem barst inn á reikninga félagsins frá viðskiptavinum vegna vörusölu. Slíkar inngreiðslur sem ekki var hægt að para við heimsendingar á erlendum gjaldeyri áttu það sameiginlegt að vera frá fyrstu vikum gjaldeyrishaftanna og nema lágum fjárhæðum í heildarsamhenginu.“ Síðar segir í bréfinu: „Embættið telur styðja þann framburð að félagið virðist samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hafa gætt þess á sama tíma af kostgæfni að senda heim erlendan gjaldeyri sem var endurgjald félagsins vegna sölu og vöru eða þjónustu og uppfylla þannig skilaskyldureglur hvað þann erlenda gjaldeyri varðaði.“ Eiríkur segir að málinu sé hvergi nærri lokið af hálfu Samherja. Félagið sé nú að skoða næstu skref. „Að mínu mati er réttast fyrir Samherja að fara í viðurkenningarmál á bótaskyldu Seðlabankans. Og kanna þannig grundvöll okkar fyrir því að höfða skaðabótamál á hendur bankanum. Þessu máli er ekki lokið af okkar hálfu,“ segir Eiríkur. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur ekki komið í viðtal um Samherjamálið síðan dómur Hæstaréttar var kveðinn upp hinn 8. nóvember síðastliðinn en hann var erlendis þegar niðurstaðan lá fyrir. Már hefur því ekkert tjáð sig um niðurstöðuna en Seðlabankinn sendi frá sér yfirlýsingu eftir að dómurinn var kveðinn upp. Þar segir að Seðlabankinn „muni meta verklag vegna málsmeðferðar innan bankans í kjölfar dómsins í tilvikum sem þessum.“ Fréttastofan óskaði eftir viðtali við Má vegna málsins en hann hafði ekki tök á slíku í dag samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira