Grunaður um að hafa stungið bónusum undirmanna í eigin vasa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2018 11:15 Hin meintu brot Ghosn eru helsta fréttaefni fjölmiðla í Japan í dag. Getty/Akio Kon Carlos Ghosn, stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, sem handtekinn var í gær er grunaður um fjölmörg brot að því er japanskir fjölmiðlar hafa greint frá í gær og í dag. Yfirmaður í lögfræðideild fyrirtækisins er sagður hafa varpað ljósi á hin meintu brot stjórnarformannsins eftir að hafa gert samning við saksóknara. Bloomberg fjallar um málið. Það kom mjög á óvart í gær þegar Nissan greindi frá því að stjórnarformaðurinn hafði verið handtekinn eftir að rannsókn leiddi í ljós að hann hefði ráðstafað fjármunum þess til eigin nota og gerst sekur um annars konar svik í starfi. Ghosn gegndi starfi forstjóra fyrirtækisins um árabil en frá árinu 2017 hefur hann einungis gegnt starfi stjórnarformanns. Lærisveinninn gat varla falið reiði sína Saksóknar í Japan hafa lítið vilja láta hafa eftir sér vegna málsins en Nissan hefur aðeins gefið út að Ghosn var handtekinn, ásamt öðrum yfirmanni hjá Nissan, vegna þess að sá fyrrnefndi er talinn hafa gefið upp mun lægri laun en hann raunverulega var með. Svo virðist sem að hann hafi verið með um tíu milljarða jena í laun undanfarin fimm ár, um tíu milljarða króna, en hafi aðeins gefið upp um helming þeirra. Forstjóri Nissan og lærisveinn Ghosn, gat varla falið reiði sína vegna málsins á blaðamannafundi í gær þar sem hann greindi frá því sem vitað er um hin meintu brot hins stjórnarformanns. Svo virðist sem að háttsettur yfirmaður innan lögfræðideildar Nissan hafi ljóstrað upp um málið eftir að hafa gert samning við japönsk yfirvöld í skiptum fyrir friðhelgi. Ghosn er Brasilíumaður af líbönskum ættum en er franskur ríkisborgari.Vísir/EPA Nissan greiddi fyrir fjögur heimili í fjórum löndum Japanskir miðlar hafa í gærkvöldi og í dag greint frekar frá málinu. NHK segir frá því að Nissan hafi eytt „gríðarlega fjárhæðum“ til þess að hann gæti haldið heimili utan Japan. Hefur blaðið eftir heimildarmönnum sínum að um fjögur heimili hafi verið að ræða, í Ríó í Brasilíu, Í Beirut í Líbanon, í París í Frakklandi og Amsterdam í Hollandi. Í NHK segir að saksóknarar telji að Ghosn hafi í sumum tilvikum ekki greitt fulla leigu fyrir sum af húsnæðunum auk þes sem að Nissan hafi ekki greint yfirvöldum frá því að Ghosn hafi notið þessara kjara. Þá segir einnig í NHK að ekkert bendi til þess að viðskiptalegur ástæður hafi legið að baki ákvörðunum um að greiða Ghosn upphæðirnar, milljarða jena að því er fram kemur í frétt NHK, sem um ræðir til þess að halda þessi heimili. Þá greinir NHK einnig frá því að saksóknara gruni að Ghosn hafi haldið eftir bónusum sem greiða átti undirmönnum hans og öðrum yfirmönnum hjá Nissan. Talið er mögulegt að hann hafi stungið hluta fjármunanna í eigin vasa. Frá árinu 2010 hefur stjórn Nissan samþykkt að greiða samtals 27 milljón dollara, rúmlega þrjá milljarða króna, í bónusa til yfirmanna hjá fyrirtækinu. Gögn félagsins sýna þó að einn þriðji hluti af upphæðinni hafi ekki verið ekki greiddur til yfirmannanna og er Ghosn sem fyrr segir grunaður um að hafa stungið hluta upphæðarinnar í eigin vasa. Stjórn Nissan veitti honum heimild til þess að ákvarða hversu mikið hver yfirmaður ætti að fá í sinn hlut. Bílasamstæða Renault, Nissan og Mitsubishi varð á síðasta ári sú stærsta í heimi hvað fjölda framleiddra bíla varðar. Sagður hafa verið límið sem hélt samstarfi þriggja bílaframleiðanda saman Þá segir NHK einnig frá því að Ghosn sé grunaður um að hafa rukkað Nissan vegna kostnaðar sem féll til er hann fór í frí með fjölskyldu hans. Þá er hann einnig grunaður um að hafa nýtt fjármuni sem Nissan ætlaði til fjárfestinga til þess að kaupa fasteignir í eigin þágu. Hlutabréf í bæði Nissan, Renault og Mitshubiishi hafa fallið í verði á mörkuðum eftir að fréttirnar bárust í gær en fyrirtækin hafa átt í nánu samstarfi undanfarin ár. Hefur Ghosn verið kallaður „límið“ sem heldur samstarfinu gangandi en hann er enn forstjóri Renault. Stjórn Renault kemur saman til neyðarfundar síðar í dag þar sem staða Ghosn sem forstjóra verður tekin fyrir. Þá mun stjórn Nissan koma saman á fimmtudaginn þar sem fastlega er gert ráð fyrir því að Ghosn verði fjarlægður úr stjórn fyrirtækisins. Bílar Japan Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Stjórnandi Nissan grunaður um fjármálamisferli Stjórnarformaðurinn er sagður hafa vantalið tekjur sínar til að fela greiðslur sem hann fékk. 19. nóvember 2018 11:17 Nissan sker niður framleiðslu um 20% í Bandaríkjunum Minnkandi sala bíla í Bandaríkjunum og sérlega hörð samkeppni sem lýsir sér einna helst í auknum afsláttum á bílum hefur leitt til verri afkomu Nissan á þessum næststærsta bílamarkaði heims. 11. júní 2018 22:00 Yfir hálfs árs bið eftir Nissan Leaf rafbílnum Tafir urðu á afhendingu Nissan Leaf rafbíla sem pantaðir voru í vor er framleiðsluáætlun var skyndilega breytt. Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir nýju tegundinni, langt umfram framleiðslugetu. BL vonast til að ná réttu róli í haust. 28. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Carlos Ghosn, stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, sem handtekinn var í gær er grunaður um fjölmörg brot að því er japanskir fjölmiðlar hafa greint frá í gær og í dag. Yfirmaður í lögfræðideild fyrirtækisins er sagður hafa varpað ljósi á hin meintu brot stjórnarformannsins eftir að hafa gert samning við saksóknara. Bloomberg fjallar um málið. Það kom mjög á óvart í gær þegar Nissan greindi frá því að stjórnarformaðurinn hafði verið handtekinn eftir að rannsókn leiddi í ljós að hann hefði ráðstafað fjármunum þess til eigin nota og gerst sekur um annars konar svik í starfi. Ghosn gegndi starfi forstjóra fyrirtækisins um árabil en frá árinu 2017 hefur hann einungis gegnt starfi stjórnarformanns. Lærisveinninn gat varla falið reiði sína Saksóknar í Japan hafa lítið vilja láta hafa eftir sér vegna málsins en Nissan hefur aðeins gefið út að Ghosn var handtekinn, ásamt öðrum yfirmanni hjá Nissan, vegna þess að sá fyrrnefndi er talinn hafa gefið upp mun lægri laun en hann raunverulega var með. Svo virðist sem að hann hafi verið með um tíu milljarða jena í laun undanfarin fimm ár, um tíu milljarða króna, en hafi aðeins gefið upp um helming þeirra. Forstjóri Nissan og lærisveinn Ghosn, gat varla falið reiði sína vegna málsins á blaðamannafundi í gær þar sem hann greindi frá því sem vitað er um hin meintu brot hins stjórnarformanns. Svo virðist sem að háttsettur yfirmaður innan lögfræðideildar Nissan hafi ljóstrað upp um málið eftir að hafa gert samning við japönsk yfirvöld í skiptum fyrir friðhelgi. Ghosn er Brasilíumaður af líbönskum ættum en er franskur ríkisborgari.Vísir/EPA Nissan greiddi fyrir fjögur heimili í fjórum löndum Japanskir miðlar hafa í gærkvöldi og í dag greint frekar frá málinu. NHK segir frá því að Nissan hafi eytt „gríðarlega fjárhæðum“ til þess að hann gæti haldið heimili utan Japan. Hefur blaðið eftir heimildarmönnum sínum að um fjögur heimili hafi verið að ræða, í Ríó í Brasilíu, Í Beirut í Líbanon, í París í Frakklandi og Amsterdam í Hollandi. Í NHK segir að saksóknarar telji að Ghosn hafi í sumum tilvikum ekki greitt fulla leigu fyrir sum af húsnæðunum auk þes sem að Nissan hafi ekki greint yfirvöldum frá því að Ghosn hafi notið þessara kjara. Þá segir einnig í NHK að ekkert bendi til þess að viðskiptalegur ástæður hafi legið að baki ákvörðunum um að greiða Ghosn upphæðirnar, milljarða jena að því er fram kemur í frétt NHK, sem um ræðir til þess að halda þessi heimili. Þá greinir NHK einnig frá því að saksóknara gruni að Ghosn hafi haldið eftir bónusum sem greiða átti undirmönnum hans og öðrum yfirmönnum hjá Nissan. Talið er mögulegt að hann hafi stungið hluta fjármunanna í eigin vasa. Frá árinu 2010 hefur stjórn Nissan samþykkt að greiða samtals 27 milljón dollara, rúmlega þrjá milljarða króna, í bónusa til yfirmanna hjá fyrirtækinu. Gögn félagsins sýna þó að einn þriðji hluti af upphæðinni hafi ekki verið ekki greiddur til yfirmannanna og er Ghosn sem fyrr segir grunaður um að hafa stungið hluta upphæðarinnar í eigin vasa. Stjórn Nissan veitti honum heimild til þess að ákvarða hversu mikið hver yfirmaður ætti að fá í sinn hlut. Bílasamstæða Renault, Nissan og Mitsubishi varð á síðasta ári sú stærsta í heimi hvað fjölda framleiddra bíla varðar. Sagður hafa verið límið sem hélt samstarfi þriggja bílaframleiðanda saman Þá segir NHK einnig frá því að Ghosn sé grunaður um að hafa rukkað Nissan vegna kostnaðar sem féll til er hann fór í frí með fjölskyldu hans. Þá er hann einnig grunaður um að hafa nýtt fjármuni sem Nissan ætlaði til fjárfestinga til þess að kaupa fasteignir í eigin þágu. Hlutabréf í bæði Nissan, Renault og Mitshubiishi hafa fallið í verði á mörkuðum eftir að fréttirnar bárust í gær en fyrirtækin hafa átt í nánu samstarfi undanfarin ár. Hefur Ghosn verið kallaður „límið“ sem heldur samstarfinu gangandi en hann er enn forstjóri Renault. Stjórn Renault kemur saman til neyðarfundar síðar í dag þar sem staða Ghosn sem forstjóra verður tekin fyrir. Þá mun stjórn Nissan koma saman á fimmtudaginn þar sem fastlega er gert ráð fyrir því að Ghosn verði fjarlægður úr stjórn fyrirtækisins.
Bílar Japan Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Stjórnandi Nissan grunaður um fjármálamisferli Stjórnarformaðurinn er sagður hafa vantalið tekjur sínar til að fela greiðslur sem hann fékk. 19. nóvember 2018 11:17 Nissan sker niður framleiðslu um 20% í Bandaríkjunum Minnkandi sala bíla í Bandaríkjunum og sérlega hörð samkeppni sem lýsir sér einna helst í auknum afsláttum á bílum hefur leitt til verri afkomu Nissan á þessum næststærsta bílamarkaði heims. 11. júní 2018 22:00 Yfir hálfs árs bið eftir Nissan Leaf rafbílnum Tafir urðu á afhendingu Nissan Leaf rafbíla sem pantaðir voru í vor er framleiðsluáætlun var skyndilega breytt. Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir nýju tegundinni, langt umfram framleiðslugetu. BL vonast til að ná réttu róli í haust. 28. ágúst 2018 07:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórnandi Nissan grunaður um fjármálamisferli Stjórnarformaðurinn er sagður hafa vantalið tekjur sínar til að fela greiðslur sem hann fékk. 19. nóvember 2018 11:17
Nissan sker niður framleiðslu um 20% í Bandaríkjunum Minnkandi sala bíla í Bandaríkjunum og sérlega hörð samkeppni sem lýsir sér einna helst í auknum afsláttum á bílum hefur leitt til verri afkomu Nissan á þessum næststærsta bílamarkaði heims. 11. júní 2018 22:00
Yfir hálfs árs bið eftir Nissan Leaf rafbílnum Tafir urðu á afhendingu Nissan Leaf rafbíla sem pantaðir voru í vor er framleiðsluáætlun var skyndilega breytt. Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir nýju tegundinni, langt umfram framleiðslugetu. BL vonast til að ná réttu róli í haust. 28. ágúst 2018 07:00