Katowice-samþykktin marki tímamót í baráttunni við loftslagsbreytingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. desember 2018 12:49 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra segir loftslagssamþykkt sem alþjóðasamfélagið sammæltist um í gærkvöldi marka ákveðin tímamót í baráttunni við loftslagsbreytingar. Loksins séu komnar fram leiðbeiningar um hvernig skuli virkja Parísarsamkomulagið. Fulltrúar næstum 200 ríkja sem saman voru komnir á loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna í pólsku borginni Katowice sammæltust í gærkvöldi um orðalag samþykktarinnar eftir maraþonfundahöld. Lokasamþykkt Katowice-ráðstefnunnar er lýst sem leiðarvísi um hvernig skuli halda lífi í Parísarasamkomulaginu sem undirritað var í lok árs 2015 og ætlað er að tryggja að hlýnun jarðar frá iðnbyltingu verði haldið vel innan við tvær gráður en helst undir einni og hálfri gráðu. Katowice-samþykktin skuldbindur þó ekki aðildarríkin til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engu að síður er að finna í plagginu ýmis konar samræmda mælikvarða, ákvæði um opið loftslagsbókhald og aðra hvata sem sagðir eru setja þrýsting á aðildarríkin til að bæta ráð sitt í loftslagsmálum.Parísusamkomulagið virkjað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra er nýkominn heim frá Katowice. Hann segir samþykkt helgarinnar marka ákveðin tímamót, enda séu nú komnar fram leiðbeiningar um hvernig skuli virkja Parísarsamkomulagið, þegar það tekur gildi árið 2020. „Þetta er að mörgu leyti tímamótasamþykkt, það er að segja það er verið að virkja ef svo má segja, Parísarsamkomulagið. Það eru komnar þarna þessi leiðbeiningabók eða rule book eins og það heitir á ensku sem á að tryggja að þjóðir heims séu með samskonar reglur til að sýna fram á árangur aðgerða. Skýrslugjöfin er eins fyrir alla þó það sé ákveðinn sveigjanleiki fyrir fátækustu ríkin. Fjármögnun aðgerða líka í þróunarlöndum. Það er hægt að meta eða mæla hvað hver gerir og komið þá ákveðið gangsæi til að fylgja aðgerðum parísarsamkomulagsins eftir,“ segir Guðmundur Ingi. Þrátt fyrir að ekki hafi náðst að hnýta alla lausa enda segir Guðmundur að stórt skref hafi engu að síður verið stigið í Katowice. „Það er gríðarlega mikilvægt og var markmið ráðstefnunnar að ná þessu samkomulagi þó það séu eitt eða tvö atriði sem enn þá á eftir að klára í þessu samhengi og verður væntanlega gert á næsta fundi eftir ár.“ Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Umhverfisráðherra segir loftslagssamþykkt sem alþjóðasamfélagið sammæltist um í gærkvöldi marka ákveðin tímamót í baráttunni við loftslagsbreytingar. Loksins séu komnar fram leiðbeiningar um hvernig skuli virkja Parísarsamkomulagið. Fulltrúar næstum 200 ríkja sem saman voru komnir á loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna í pólsku borginni Katowice sammæltust í gærkvöldi um orðalag samþykktarinnar eftir maraþonfundahöld. Lokasamþykkt Katowice-ráðstefnunnar er lýst sem leiðarvísi um hvernig skuli halda lífi í Parísarasamkomulaginu sem undirritað var í lok árs 2015 og ætlað er að tryggja að hlýnun jarðar frá iðnbyltingu verði haldið vel innan við tvær gráður en helst undir einni og hálfri gráðu. Katowice-samþykktin skuldbindur þó ekki aðildarríkin til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engu að síður er að finna í plagginu ýmis konar samræmda mælikvarða, ákvæði um opið loftslagsbókhald og aðra hvata sem sagðir eru setja þrýsting á aðildarríkin til að bæta ráð sitt í loftslagsmálum.Parísusamkomulagið virkjað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra er nýkominn heim frá Katowice. Hann segir samþykkt helgarinnar marka ákveðin tímamót, enda séu nú komnar fram leiðbeiningar um hvernig skuli virkja Parísarsamkomulagið, þegar það tekur gildi árið 2020. „Þetta er að mörgu leyti tímamótasamþykkt, það er að segja það er verið að virkja ef svo má segja, Parísarsamkomulagið. Það eru komnar þarna þessi leiðbeiningabók eða rule book eins og það heitir á ensku sem á að tryggja að þjóðir heims séu með samskonar reglur til að sýna fram á árangur aðgerða. Skýrslugjöfin er eins fyrir alla þó það sé ákveðinn sveigjanleiki fyrir fátækustu ríkin. Fjármögnun aðgerða líka í þróunarlöndum. Það er hægt að meta eða mæla hvað hver gerir og komið þá ákveðið gangsæi til að fylgja aðgerðum parísarsamkomulagsins eftir,“ segir Guðmundur Ingi. Þrátt fyrir að ekki hafi náðst að hnýta alla lausa enda segir Guðmundur að stórt skref hafi engu að síður verið stigið í Katowice. „Það er gríðarlega mikilvægt og var markmið ráðstefnunnar að ná þessu samkomulagi þó það séu eitt eða tvö atriði sem enn þá á eftir að klára í þessu samhengi og verður væntanlega gert á næsta fundi eftir ár.“
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira