Dularfulla húsið á Eyrarbakka Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. desember 2018 08:00 Bjarni og Katrín fyrir framan gamla Læknishúsið á Eyrarbakka. Þar bjuggu þau um vetur árið 2011 og fundu fyrir nærveru liðinna í húsinu. Fréttablaðið/Ernir Þegar Bjarni F. Bjarnason rithöfundur var tíu ára gamall bjó hann í gamla læknishúsinu á Eyrarbakka með öldruðum frændum sínum, öðrum blindum og hinum mállausum. Þá kynntist hann sögu hússins vel. Það brann en var endurbyggt árið 1916 af afa Bjarna. Í húsinu kom líklega upp taugaveiki og þar urðu óvænt dauðsföll. Bjarni hefur í gegnum árin nýtt Læknishúsið til skrifta og hvíldar með fjölskyldunni og árið 2011 bjó hann í húsinu um skeið með eiginkonu sinni, Katrínu Júlíusdóttur. Þá var hún iðnaðarráðherra og kasólétt að tvíburum. Í nýrri skáldsögu sinni, Læknishúsið, er líf þeirra hjóna á þessum tíma, saga hússins og æskuminningar Bjarna grunnur.Þurftu að stækka við sig „Ég nota sögu hússins og okkar sem sögusvið, byggi á minningum mínum og skálda atburði ofan á þær. Árið 2011, sama ár og ég og Kata giftum okkur og hún var barnshafandi að strákunum okkar, ákváðum við að búa í Læknishúsinu um tíma af því að við vorum á milli húsnæða,“ segir Bjarni frá. „Við þurftum að stækka við okkur. Við bjuggum í 70 fermetra íbúð í Kópavogi og með tvo unglinga á heimilinu, mér fannst bráðsniðugt að flytja á Eyrarbakka á meðan við værum að finna út úr húsnæðismálunum,“ segir Katrín. „Þetta var um vetur og fram til næsta vors. Eða þar til drengirnir okkar voru um tíu daga gamlir. Ég var reyndar stundum hér í bænum því þetta var snjóþungur vetur og öryggisins vegna þurfti ég að vera nærri sjúkrahúsinu,“ segir Katrín og segir Bjarna hafa þótt skelfileg tilhugsun að hún væri að keyra í og úr vinnu yfir heiðina. Bjarni dæsir við tilhugsunina. „Hún vann mjög lengi þessa meðgöngu miðað við það að hún gekk með tvíbura. Eiginlega þangað til hún var kasólétt. Ég gat ekki hugsað til þess að hún myndi kannski festa sig á heiðinni,“ segir hann. Katrín brosir og rifjar upp að hann hafi stundum tekið á móti henni þegar hún kom heim eftir langan vinnudag með ströngum svip. „Stundum þegar ég kom heim var Bjarni á svipinn eins ég væri fimmtán ára og hefði verið úti fjórum tímum fram yfir útivistartímann. Þá beið hann í glugganum strangur til augnanna,“ segir Katrín og hlær. „Hann var svo hræddur um mig og tvíburana,“ segir hún. „Svo voru eldri strákarnir okkar, Júlíus og Snorri, líka hjá okkur. Þeir eru þá ellefu og tólf ára gamlir og það var sérstakt fyrir þá því við vorum ekki með sjónvarp og það var lélegt internet. Þarna var mikið spilað,“ segir Bjarni. „Snorri kunni vel við sig. Hann hefur verið mikið þarna í gegnum tíðina. Hann hefur verið á sama aldri og ég var þegar ég bjó þarna. Eins og fram kemur í sögunni fara að rifjast upp fyrir söguhetjunni minningar úr æsku og það kallast á við mitt líf og mínar minningar,“ segir Bjarni frá.Annar mállaus og hinn blindur „Þetta voru ömmubræður mínir og ég var stundum einn með þeim. Pétur sem var blindur sá um bókasafnið sem var í húsinu. Ég las fyrir hann. Hann sá líka um veðurathuganir og ég veit eiginlega ekki alveg hvernig hann fór að því. Bróðir hans, Siggi, talaði aldrei. Hann gat það alveg en gerði það ekki. Stundum var eins og þeir hefðu yfirskilvitlega tengingu á milli sín. Hvor um sig hefði ekki komist af einn, en saman voru þeir sjálfstæðir. Ég hugsa oft um hver Siggi var, hvað hann var að hugsa. Pétur var Nýalssinni og hneigðist að kenningum Helga Pjeturssonar sem sneri að því að maðurinn lifði á öðrum plánetum eftir dauða sinn. Draumar okkar á jörðinni væru sýn í líf á öðrum plánetum. Þegar ég var hjá honum spurði hann mig oft hvað mig hefði dreymt. Það var mjög algeng spurning, þá vissi ég ekki af hverju. En seinna meir fór ég að skrá drauma og skrifaði draumadagbók. Þegar maður hugsar til baka þá er líklegt að áhuginn hafi byrjað þarna. Í því að ræða drauma mína við Pétur,“ segir Bjarni.„Þetta var einkennilegur vetur og við vorum undir miklu álagi,“ segir Katrín.Lá fyrir í herbergi stúlknanna Tvær stúlkur, Vigdís og Valgerður, dóu í húsinu. „Líklega úr taugaveiki. Þær hafa verið 12 og 21 árs gamlar. Ég fann mikið fyrir nærveru þeirra. Kata þurfti að vera rúmliggjandi mikið og lá um tíma í herberginu sem þær dóu í. Henni fannst það ekki óþægilegt, heldur gott.“ Kata tekur undir það. „Já, veistu, mér finnst nærvera þeirra góð. Mér finnst gott að vera inni í herberginu þar sem stúlkurnar létust. Þetta voru góðar stúlkur sem veiktust. En ég hef upplifað ótta í húsinu. Ég var langþreytt og Bjarni stakk upp á því að ég færi þangað til að hvíla mig. Í nokkra daga. Fyrstu nóttina var ég ennþá andvaka klukkan fjögur. Það heyrist svona ýmislegt í húsinu, úti blæs vindur og það gnauðar. Ég beit á jaxlinn og sagði við mig: Nú gengur þú um húsið, skoðar hvern einasta krók og kima. Þá veistu að þetta er allt í lagi. Þetta gerði ég og sofnaði loksins. Eftir þetta hef ég aldrei fundið til ótta þrátt fyrir alls kyns skrýtin hljóð. Þetta er gamalt hús og saga í hverju herbergi,“ segir Katrín.Fuglar flögrandi í húsinu „Það er líka gömul matarlyfta inni í veggnum,“ segir Bjarni. „Það var eldhús niðri og maturinn fór upp í lyftu. Mig hafði dreymt einhvern tímann að stúlkan sem lést hefði verið inni í þessari matarlyftu. Sagt Kötu að þetta hefði verið herbergið hennar og það hjálpaði ekki. Og í kjallaranum, þar eru krossarnir úr kirkjugarðinum, af leiði þeirra bræðra,“ segir hann. „Þetta var einkennilegur vetur og við vorum undir miklu álagi bæði tvö,“ segir Katrín. Oft þegar við komum heim voru fuglar komnir inn í húsið og flögruðu um. Stundum fundum við þá dauða á gólfinu. Líklega flugu þeir niður skorsteininn. Þetta var svo kaldur vetur og mikið frost,“ segir hún.Alvarlegar hótanir „Svo voru löggubílar sífellt að keyra fram hjá húsinu og voru viðloðandi. Katrín var iðnaðarráðherra á þessum tíma og henni bárust alvarlegar hótanir. Við vorum með öryggishnapp bæði á náttborðinu og í eldhúsinu,“ segir Bjarni frá. „Mér var oft hótað. Nema að í þetta skipti, þá var það talið alvarlegt. Af því að viðkomandi hafði sýnt áður að hann væri líklegur til að láta verða af hótunum sínum. Þannig að allt í einu voru lögreglubílar keyrandi í sífellu um þennan annars rólega litla bæ, Eyrarbakka.“ „Og þegar gesti bar að garði, þá opnaði ég brúnaþungur. Ég var áhyggjufullur og ég býst við að ég hafi verið tortrygginn,“ segir Bjarni og brosir.Bjarni og Katrín við gamla læknishúsiðFréttablaðið/Ernir„Ég var miklu rólegri yfir þessu en hann. Ég var náttúrulega kasólétt svo ég skil alveg hvað hann Bjarni tók þessu alvarlega.“Sterk nærvera í húsinu Hafa alltaf loðað við húsið sögur af draugagangi? „Ég hef unnið svo oft í þessu húsi sem annars stendur bara autt. Einhvern tímann var ég að ganga í nágrenninu og geng fram á krakkaskara sem spyr mig hvar ég búi. Þegar ég sagði þeim að ég væri í Læknishúsinu sögðu þau: Já, draugahúsinu. Ég var orðinn skrýtni maðurinn, hálfur úr öðrum heimi, eins og Pétur frændi var oft álitinn vera. Mín fyrrverandi, barnsmóðir mín, þegar hún var þarna, þá þorði hún ekki að fara ein á klósettið á nóttunni. Svo þegar við sátum úti í garði, þá horfði hún aldrei upp á gluggana því henni fannst ung stúlka horfa á sig. Ég myndi miklu frekar vilja lýsa því þannig að það sé sterk nærvera í húsinu. Mikil og nánast áþreifanleg saga. Það eru margir gamlir hlutir og minjar sem við höldum upp á. Til dæmis hundrað ára gamall sólstóll og maður sér á gömlum myndum að Vigdís og Valgerður, feigar, sátu í honum á sólardögum. Fallegar og heilbrigðar stúlkur úti í garði. Svo veit maður örlög þeirra og þá fer maður að hugsa um hver saga þeirra var.“Dularfullir bræðurEn frændur þínir? Finnur þú fyrir þeim? „Þeir voru auðvitað mjög dularfullir bræður. Siggi hafði gaman af því að skrifa þótt hann kysi að tala ekki. En Pétur hafði mikla þörf fyrir að miðla því sem hann var að hugsa. Sér í lagi um dulspeki. Þannig að Pétur talaði og Siggi skrifaði niður. Ég hef lesið sumar af færslunum. Pétur hefur greinilega haft gott minni. Textinn flæðir eins og lífgeislarnir sem hann talaði um, milli pláneta, engir punktar, engar kommur. Í einni færslunni sést að Siggi hefur, eftir margra mánaða þögn, lagt eitthvað til málanna. Það stendur ekki skrifað, hann skráir ekki sín eigin orð. En svar Péturs er skýrt: Nei, það er alls ekki rétt hjá þér, Siggi!“ segir Bjarni og hlær. „Loksins þegar hann sagði eitthvað, þá sló bróðir hans það út af borðinu, kannski af því það tengdi draumana við Eyrarbakka, fremur en aðrar plánetur,“ segir hann hugsi. Sat í smók í ólæstum húsum „Svo fannst mér sæt sagan af Sigga sem ég heyrði á þorrablóti í bænum. Honum fannst gott að reykja og vissi hverjir reyktu í bænum. Á meðan fólk var í vinnunni, og skildi eftir ólæst eins og þá var venja, átti hann það til að skreppa aðeins inn til fólks og fá sér sígarettu. Svo komu menn heim og þá sat Siggi og reykti í eldhúsinu í mestu makindum. Það þótti ekki tiltökumál. Þessi tími er svolítið týndur. Þetta innilega traust og væntumþykja gagnvart þeim sem voru öðruvísi. Þeir gegndu hlutverki í bæjarlífinu, þótt þeir væru sér á parti,“ segir Katrín. Trúið þið á drauga? Kata hristir höfuðið. En dregur svo úr. „Ég segi alltaf nei. En stundum kemur eitthvað sem er óútskýranlegt, tilfinning, lykt eða hljóð, og ég viðurkenni að þá get ég ekki svarað þessari spurningu. En maður á bara að hafa gaman af þessu. Það er notalegt að tengja sig við hið liðna. Við tengjumst öll í gegnum minningar okkar og fortíð, sjálfsmynd okkar byggir á fortíð okkar. Maður á að leyfa þeim liðnu að lifa með okkur. En á notalegan hátt. Þetta eru ekki skelfilegar draugasögur. Það er ekkert að óttast,“ segir Katrín. Bjarni tekur undir. „Einmitt, fortíðin er draugur, sem stundum talar eigin röddu í gegnum mann.“Læknishúsið – brot: Magdalena hrökk upp úr þungum draumförum við ítrekuð krafshljóð og undraðist hvort það væru komnir krummar á þakið aftur. Klærnar á þeim áttu til að dragast eftir bárujárninu með skerandi ískri. Þegar hún sá á glugganum að enn var nótt hugsaði hún með sér að hrafnar væru vart á ferðinni á þessum tíma, hún hlaut að hafa vaknað upp við eitthvað annað. Henni virtist sem hún heyrði brakið í hurðinni í stigaganginum frammi og sem einhver gengi niður stigann. Kallaði: „Steinar, geturðu ekki sofið!“ Ekkert svar. Hún kallaði hærra. Árangurslaust. Henni flaug í hug að hann væri með þráðlausu heyrnartólin á eyrunum og heyrði því ekki í henni. Hún velti sér á hina hliðina og breiddi yfir sig, en fann ekki róna þótt hún gæti vart haldið augunum opnum. Atburðir kvöldsins þvældust inn í draumkenndar hugsanir, hún varð áhyggjufull og saknaði stúlknanna. Kannski var það vegna þeirra sem hann gat ekki sofið? Hún ákvað að fara framúr og gá að honum, en byrjaði á að loka glugganum því blaktandi gluggatjöldin höfðu velt um kaktusi og glasi á náttborðinu. Hún fór í náttsloppinn og eftir viðkomu á klósettinu þar sem hún dottaði þar til hún rak ennið í vaskinn rölti hún niður stigann. Í ganginum og eldhúsinu var slökkt svo hún gáði inn í stofu. Tunglsljósið féll inn um garðgluggann, á sófann þar sem hún sá ekki betur en að ung kona lægi sofandi. Magdalena starði á mjúkar línur þessarar ungu, hrokkinhærðu konu andartak og rifjaði upp kvöldið. Þegar þau brunuðu burt í sjúkrabílnum hafði barnapían enn verið í húsinu. Er þau Steinar komu heim aftur höfðu þau ekki farið inn í stofu, heldur rakleitt upp í svefnherbergi. Veslings barnapían hafði legið hér allan tímann. Stúlkan velti sér að henni, horfði til hennar með svefnhöfgi draumaheima í augunum. „Það hefur alveg gleymst að koma þér heim í öllum flýtinum, blessuninni. Er ekki einhver farinn að hafa áhyggjur af þér vina mín?“ „Nei.“ „Jú, það er ég alveg viss um. Komdu á fætur, Steinar keyrir þig heim.“ „Hann fór að vitja um þá sem hann elskar.“ „Hverja?“ „Petrínu.“ „Er hann ekki bara uppi í vinnuherbergi?“ Magdalena opnaði vængjadyrnar að ytri stofunni, gekk í gegnum þær og leit út um vesturgluggann. Bíllinn var ekki á planinu. „Jú, það er rétt hjá þér.“Í hverju herbergi er saga og nærvera liðinna sterk. Fréttablaðið/ErnirStúlkan hóstaði og ræskti sig að baki hennar. Magdalena lokaði glugga: „Það hefur slegið að þér í dragsúgnum. Sestu upp hérna við borðstofuborðið. Ég laga te og brauðsneið handa þér, og læt svo sækja þig. Ég get ekki verið þekkt fyrir að sleppa þér út um miðja nótt án góðgerða.“ Stúlkan var sest upp þegar Magdalena kom aftur inn í stofuna með rjúkandi teið á bakka, horfði þungbrýnd til hennar. Magdalena lagði á borð fyrir þær og settist gegnt henni. Stúlkan sleppti ekki af henni kyrrum augunum: „Steinar er sérstakur.“ Magdalena kímdi með blik í augum: „Hann getur verið svo utanvið sig að hann ætti að hafa einhvern til að líta eftir sér öllum stundum. Hann hefur oftar en einu sinni gengið á hurðina í vinnustofunni.“ Magdalena brosti við tilhugsunina og ætlaði að halda sögunni áfram, en stúlkan varð fyrri til: „Það er sérstök ást sem megnar að lífga hina dánu. Þið verðið að gæta hennar Petrínu.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Þegar Bjarni F. Bjarnason rithöfundur var tíu ára gamall bjó hann í gamla læknishúsinu á Eyrarbakka með öldruðum frændum sínum, öðrum blindum og hinum mállausum. Þá kynntist hann sögu hússins vel. Það brann en var endurbyggt árið 1916 af afa Bjarna. Í húsinu kom líklega upp taugaveiki og þar urðu óvænt dauðsföll. Bjarni hefur í gegnum árin nýtt Læknishúsið til skrifta og hvíldar með fjölskyldunni og árið 2011 bjó hann í húsinu um skeið með eiginkonu sinni, Katrínu Júlíusdóttur. Þá var hún iðnaðarráðherra og kasólétt að tvíburum. Í nýrri skáldsögu sinni, Læknishúsið, er líf þeirra hjóna á þessum tíma, saga hússins og æskuminningar Bjarna grunnur.Þurftu að stækka við sig „Ég nota sögu hússins og okkar sem sögusvið, byggi á minningum mínum og skálda atburði ofan á þær. Árið 2011, sama ár og ég og Kata giftum okkur og hún var barnshafandi að strákunum okkar, ákváðum við að búa í Læknishúsinu um tíma af því að við vorum á milli húsnæða,“ segir Bjarni frá. „Við þurftum að stækka við okkur. Við bjuggum í 70 fermetra íbúð í Kópavogi og með tvo unglinga á heimilinu, mér fannst bráðsniðugt að flytja á Eyrarbakka á meðan við værum að finna út úr húsnæðismálunum,“ segir Katrín. „Þetta var um vetur og fram til næsta vors. Eða þar til drengirnir okkar voru um tíu daga gamlir. Ég var reyndar stundum hér í bænum því þetta var snjóþungur vetur og öryggisins vegna þurfti ég að vera nærri sjúkrahúsinu,“ segir Katrín og segir Bjarna hafa þótt skelfileg tilhugsun að hún væri að keyra í og úr vinnu yfir heiðina. Bjarni dæsir við tilhugsunina. „Hún vann mjög lengi þessa meðgöngu miðað við það að hún gekk með tvíbura. Eiginlega þangað til hún var kasólétt. Ég gat ekki hugsað til þess að hún myndi kannski festa sig á heiðinni,“ segir hann. Katrín brosir og rifjar upp að hann hafi stundum tekið á móti henni þegar hún kom heim eftir langan vinnudag með ströngum svip. „Stundum þegar ég kom heim var Bjarni á svipinn eins ég væri fimmtán ára og hefði verið úti fjórum tímum fram yfir útivistartímann. Þá beið hann í glugganum strangur til augnanna,“ segir Katrín og hlær. „Hann var svo hræddur um mig og tvíburana,“ segir hún. „Svo voru eldri strákarnir okkar, Júlíus og Snorri, líka hjá okkur. Þeir eru þá ellefu og tólf ára gamlir og það var sérstakt fyrir þá því við vorum ekki með sjónvarp og það var lélegt internet. Þarna var mikið spilað,“ segir Bjarni. „Snorri kunni vel við sig. Hann hefur verið mikið þarna í gegnum tíðina. Hann hefur verið á sama aldri og ég var þegar ég bjó þarna. Eins og fram kemur í sögunni fara að rifjast upp fyrir söguhetjunni minningar úr æsku og það kallast á við mitt líf og mínar minningar,“ segir Bjarni frá.Annar mállaus og hinn blindur „Þetta voru ömmubræður mínir og ég var stundum einn með þeim. Pétur sem var blindur sá um bókasafnið sem var í húsinu. Ég las fyrir hann. Hann sá líka um veðurathuganir og ég veit eiginlega ekki alveg hvernig hann fór að því. Bróðir hans, Siggi, talaði aldrei. Hann gat það alveg en gerði það ekki. Stundum var eins og þeir hefðu yfirskilvitlega tengingu á milli sín. Hvor um sig hefði ekki komist af einn, en saman voru þeir sjálfstæðir. Ég hugsa oft um hver Siggi var, hvað hann var að hugsa. Pétur var Nýalssinni og hneigðist að kenningum Helga Pjeturssonar sem sneri að því að maðurinn lifði á öðrum plánetum eftir dauða sinn. Draumar okkar á jörðinni væru sýn í líf á öðrum plánetum. Þegar ég var hjá honum spurði hann mig oft hvað mig hefði dreymt. Það var mjög algeng spurning, þá vissi ég ekki af hverju. En seinna meir fór ég að skrá drauma og skrifaði draumadagbók. Þegar maður hugsar til baka þá er líklegt að áhuginn hafi byrjað þarna. Í því að ræða drauma mína við Pétur,“ segir Bjarni.„Þetta var einkennilegur vetur og við vorum undir miklu álagi,“ segir Katrín.Lá fyrir í herbergi stúlknanna Tvær stúlkur, Vigdís og Valgerður, dóu í húsinu. „Líklega úr taugaveiki. Þær hafa verið 12 og 21 árs gamlar. Ég fann mikið fyrir nærveru þeirra. Kata þurfti að vera rúmliggjandi mikið og lá um tíma í herberginu sem þær dóu í. Henni fannst það ekki óþægilegt, heldur gott.“ Kata tekur undir það. „Já, veistu, mér finnst nærvera þeirra góð. Mér finnst gott að vera inni í herberginu þar sem stúlkurnar létust. Þetta voru góðar stúlkur sem veiktust. En ég hef upplifað ótta í húsinu. Ég var langþreytt og Bjarni stakk upp á því að ég færi þangað til að hvíla mig. Í nokkra daga. Fyrstu nóttina var ég ennþá andvaka klukkan fjögur. Það heyrist svona ýmislegt í húsinu, úti blæs vindur og það gnauðar. Ég beit á jaxlinn og sagði við mig: Nú gengur þú um húsið, skoðar hvern einasta krók og kima. Þá veistu að þetta er allt í lagi. Þetta gerði ég og sofnaði loksins. Eftir þetta hef ég aldrei fundið til ótta þrátt fyrir alls kyns skrýtin hljóð. Þetta er gamalt hús og saga í hverju herbergi,“ segir Katrín.Fuglar flögrandi í húsinu „Það er líka gömul matarlyfta inni í veggnum,“ segir Bjarni. „Það var eldhús niðri og maturinn fór upp í lyftu. Mig hafði dreymt einhvern tímann að stúlkan sem lést hefði verið inni í þessari matarlyftu. Sagt Kötu að þetta hefði verið herbergið hennar og það hjálpaði ekki. Og í kjallaranum, þar eru krossarnir úr kirkjugarðinum, af leiði þeirra bræðra,“ segir hann. „Þetta var einkennilegur vetur og við vorum undir miklu álagi bæði tvö,“ segir Katrín. Oft þegar við komum heim voru fuglar komnir inn í húsið og flögruðu um. Stundum fundum við þá dauða á gólfinu. Líklega flugu þeir niður skorsteininn. Þetta var svo kaldur vetur og mikið frost,“ segir hún.Alvarlegar hótanir „Svo voru löggubílar sífellt að keyra fram hjá húsinu og voru viðloðandi. Katrín var iðnaðarráðherra á þessum tíma og henni bárust alvarlegar hótanir. Við vorum með öryggishnapp bæði á náttborðinu og í eldhúsinu,“ segir Bjarni frá. „Mér var oft hótað. Nema að í þetta skipti, þá var það talið alvarlegt. Af því að viðkomandi hafði sýnt áður að hann væri líklegur til að láta verða af hótunum sínum. Þannig að allt í einu voru lögreglubílar keyrandi í sífellu um þennan annars rólega litla bæ, Eyrarbakka.“ „Og þegar gesti bar að garði, þá opnaði ég brúnaþungur. Ég var áhyggjufullur og ég býst við að ég hafi verið tortrygginn,“ segir Bjarni og brosir.Bjarni og Katrín við gamla læknishúsiðFréttablaðið/Ernir„Ég var miklu rólegri yfir þessu en hann. Ég var náttúrulega kasólétt svo ég skil alveg hvað hann Bjarni tók þessu alvarlega.“Sterk nærvera í húsinu Hafa alltaf loðað við húsið sögur af draugagangi? „Ég hef unnið svo oft í þessu húsi sem annars stendur bara autt. Einhvern tímann var ég að ganga í nágrenninu og geng fram á krakkaskara sem spyr mig hvar ég búi. Þegar ég sagði þeim að ég væri í Læknishúsinu sögðu þau: Já, draugahúsinu. Ég var orðinn skrýtni maðurinn, hálfur úr öðrum heimi, eins og Pétur frændi var oft álitinn vera. Mín fyrrverandi, barnsmóðir mín, þegar hún var þarna, þá þorði hún ekki að fara ein á klósettið á nóttunni. Svo þegar við sátum úti í garði, þá horfði hún aldrei upp á gluggana því henni fannst ung stúlka horfa á sig. Ég myndi miklu frekar vilja lýsa því þannig að það sé sterk nærvera í húsinu. Mikil og nánast áþreifanleg saga. Það eru margir gamlir hlutir og minjar sem við höldum upp á. Til dæmis hundrað ára gamall sólstóll og maður sér á gömlum myndum að Vigdís og Valgerður, feigar, sátu í honum á sólardögum. Fallegar og heilbrigðar stúlkur úti í garði. Svo veit maður örlög þeirra og þá fer maður að hugsa um hver saga þeirra var.“Dularfullir bræðurEn frændur þínir? Finnur þú fyrir þeim? „Þeir voru auðvitað mjög dularfullir bræður. Siggi hafði gaman af því að skrifa þótt hann kysi að tala ekki. En Pétur hafði mikla þörf fyrir að miðla því sem hann var að hugsa. Sér í lagi um dulspeki. Þannig að Pétur talaði og Siggi skrifaði niður. Ég hef lesið sumar af færslunum. Pétur hefur greinilega haft gott minni. Textinn flæðir eins og lífgeislarnir sem hann talaði um, milli pláneta, engir punktar, engar kommur. Í einni færslunni sést að Siggi hefur, eftir margra mánaða þögn, lagt eitthvað til málanna. Það stendur ekki skrifað, hann skráir ekki sín eigin orð. En svar Péturs er skýrt: Nei, það er alls ekki rétt hjá þér, Siggi!“ segir Bjarni og hlær. „Loksins þegar hann sagði eitthvað, þá sló bróðir hans það út af borðinu, kannski af því það tengdi draumana við Eyrarbakka, fremur en aðrar plánetur,“ segir hann hugsi. Sat í smók í ólæstum húsum „Svo fannst mér sæt sagan af Sigga sem ég heyrði á þorrablóti í bænum. Honum fannst gott að reykja og vissi hverjir reyktu í bænum. Á meðan fólk var í vinnunni, og skildi eftir ólæst eins og þá var venja, átti hann það til að skreppa aðeins inn til fólks og fá sér sígarettu. Svo komu menn heim og þá sat Siggi og reykti í eldhúsinu í mestu makindum. Það þótti ekki tiltökumál. Þessi tími er svolítið týndur. Þetta innilega traust og væntumþykja gagnvart þeim sem voru öðruvísi. Þeir gegndu hlutverki í bæjarlífinu, þótt þeir væru sér á parti,“ segir Katrín. Trúið þið á drauga? Kata hristir höfuðið. En dregur svo úr. „Ég segi alltaf nei. En stundum kemur eitthvað sem er óútskýranlegt, tilfinning, lykt eða hljóð, og ég viðurkenni að þá get ég ekki svarað þessari spurningu. En maður á bara að hafa gaman af þessu. Það er notalegt að tengja sig við hið liðna. Við tengjumst öll í gegnum minningar okkar og fortíð, sjálfsmynd okkar byggir á fortíð okkar. Maður á að leyfa þeim liðnu að lifa með okkur. En á notalegan hátt. Þetta eru ekki skelfilegar draugasögur. Það er ekkert að óttast,“ segir Katrín. Bjarni tekur undir. „Einmitt, fortíðin er draugur, sem stundum talar eigin röddu í gegnum mann.“Læknishúsið – brot: Magdalena hrökk upp úr þungum draumförum við ítrekuð krafshljóð og undraðist hvort það væru komnir krummar á þakið aftur. Klærnar á þeim áttu til að dragast eftir bárujárninu með skerandi ískri. Þegar hún sá á glugganum að enn var nótt hugsaði hún með sér að hrafnar væru vart á ferðinni á þessum tíma, hún hlaut að hafa vaknað upp við eitthvað annað. Henni virtist sem hún heyrði brakið í hurðinni í stigaganginum frammi og sem einhver gengi niður stigann. Kallaði: „Steinar, geturðu ekki sofið!“ Ekkert svar. Hún kallaði hærra. Árangurslaust. Henni flaug í hug að hann væri með þráðlausu heyrnartólin á eyrunum og heyrði því ekki í henni. Hún velti sér á hina hliðina og breiddi yfir sig, en fann ekki róna þótt hún gæti vart haldið augunum opnum. Atburðir kvöldsins þvældust inn í draumkenndar hugsanir, hún varð áhyggjufull og saknaði stúlknanna. Kannski var það vegna þeirra sem hann gat ekki sofið? Hún ákvað að fara framúr og gá að honum, en byrjaði á að loka glugganum því blaktandi gluggatjöldin höfðu velt um kaktusi og glasi á náttborðinu. Hún fór í náttsloppinn og eftir viðkomu á klósettinu þar sem hún dottaði þar til hún rak ennið í vaskinn rölti hún niður stigann. Í ganginum og eldhúsinu var slökkt svo hún gáði inn í stofu. Tunglsljósið féll inn um garðgluggann, á sófann þar sem hún sá ekki betur en að ung kona lægi sofandi. Magdalena starði á mjúkar línur þessarar ungu, hrokkinhærðu konu andartak og rifjaði upp kvöldið. Þegar þau brunuðu burt í sjúkrabílnum hafði barnapían enn verið í húsinu. Er þau Steinar komu heim aftur höfðu þau ekki farið inn í stofu, heldur rakleitt upp í svefnherbergi. Veslings barnapían hafði legið hér allan tímann. Stúlkan velti sér að henni, horfði til hennar með svefnhöfgi draumaheima í augunum. „Það hefur alveg gleymst að koma þér heim í öllum flýtinum, blessuninni. Er ekki einhver farinn að hafa áhyggjur af þér vina mín?“ „Nei.“ „Jú, það er ég alveg viss um. Komdu á fætur, Steinar keyrir þig heim.“ „Hann fór að vitja um þá sem hann elskar.“ „Hverja?“ „Petrínu.“ „Er hann ekki bara uppi í vinnuherbergi?“ Magdalena opnaði vængjadyrnar að ytri stofunni, gekk í gegnum þær og leit út um vesturgluggann. Bíllinn var ekki á planinu. „Jú, það er rétt hjá þér.“Í hverju herbergi er saga og nærvera liðinna sterk. Fréttablaðið/ErnirStúlkan hóstaði og ræskti sig að baki hennar. Magdalena lokaði glugga: „Það hefur slegið að þér í dragsúgnum. Sestu upp hérna við borðstofuborðið. Ég laga te og brauðsneið handa þér, og læt svo sækja þig. Ég get ekki verið þekkt fyrir að sleppa þér út um miðja nótt án góðgerða.“ Stúlkan var sest upp þegar Magdalena kom aftur inn í stofuna með rjúkandi teið á bakka, horfði þungbrýnd til hennar. Magdalena lagði á borð fyrir þær og settist gegnt henni. Stúlkan sleppti ekki af henni kyrrum augunum: „Steinar er sérstakur.“ Magdalena kímdi með blik í augum: „Hann getur verið svo utanvið sig að hann ætti að hafa einhvern til að líta eftir sér öllum stundum. Hann hefur oftar en einu sinni gengið á hurðina í vinnustofunni.“ Magdalena brosti við tilhugsunina og ætlaði að halda sögunni áfram, en stúlkan varð fyrri til: „Það er sérstök ást sem megnar að lífga hina dánu. Þið verðið að gæta hennar Petrínu.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira