Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. desember 2018 14:43 Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air. Vísir/samsett mynd Bandarískja fjárfestingafélagið Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. Fjárfesting Indigo gæti numið allt að 75 milljónum bandaríkjadala, næstum 9,3 milljörðum króna. Frá þessu er greint á tilkynningasíðu WOW air. Í yfirlýsingu sem WOW sendi fréttastofu nú fyrir skömmu vill flugfélagið þó ítreka að enn eigi eftir að uppfylla ýmis skilyrði svo að fjárfestingin gangi í gegn. Í fyrrnefndri tilkynningu er tekið fram að þegar niðurstöður áreiðanleikakönnunar liggja fyrir verði unnið að því að ganga sem fyrst frá fyrrnefndri fjárfestingu. Indigo mun samkvæmt samkomulagi kaupa hlutabréf í WOW en ekki er tekið fram um hversu stóran hlut Indigo mun eignast í flugfélaginu. Stofnað verður eignarhaldsfélag utan um umrædda fjárfestingu sem lúta mun stjórn Indigo Partners og annarra hluthafa WOW Air, þ.e. Skúla Mogensen. Þá segist Indigo einnig vera að kanna möguleikann á því að gefa út breytanlegt skuldabréf til WOW, svo að styðja megi við uppbyggingu flugfélagsins. Þó er tekið fram í tilkynningunni að fjárfestingin sé háð því að jákvæð niðurstaða fáist úr viðræðum við skuldabréfaeigendur WOW, sem keyptu í útboði flugfélagsins í september síðastliðnum. Þeir þurfa að samþykkja skilmálabreytingar á þeim bréfum sem þeir hafa keypt, auk þess sem þeir verða að falla frá gjaldfellingarákvæðum. Þá þurfa þeir einnig að gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air. Það ferli er hafið sem vonir standa til að verði búið að ljúka þann 17. janúar næstkomandi. Eftirgjöf skuldabréfaeigendanna er háð því að kaup Indigo Partners á hlut í WOW air verði frágengin í síðasta lagi 28. febrúar 2019. Verði ekki búið að ganga frá kaupunum fyrir þann tíma falla vilyrði þeirra um eftirgjöf hagsmuna sinna niður. WOW air greindi í gær frá hagræðingaraðgerðum sem fela í sér uppsagnir á 111 fastráðnum starfsmönnum. Að sama skapi munu samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir að svo stöddu og flugvélum fækkar sömuleiðis úr 20 í 11. Skúli Mogensen sagði í Fréttablaðinu í dag að verið væri að laga reksturinn að rekstrarlíkani flugfélaga í eigu Indigo Partners sem rekin eru sem ofurlággjaldaflugfélög. „Okkar upprunalega stefna er hins vegar sama stefna og hjá Indigo en því miður gerðum við þau mistök að fara út fyrir þá stefnu,“ sagði Skúli og bætti við að skipulagsbreytingar gærdagsins væru til marks um að viðræðurnar við Indigo gengu vel. WOW Air Tengdar fréttir WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30 Ferðamönnum fækki og verðið hækki Talið er að WOW air muni ferja um 30 prósent ferðamanna til landsins í ár. Hátt í helmingsminnkun flugflotans mun að öllum líkindum leiða til færri ferðamanna á næsta ári. Nema önnur flugfélög grípi boltann. 14. desember 2018 06:00 Telur Skúla hafa skamman tíma til að bjarga WOW air Sveinn Þórarinsson, hlutabréfasérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að uppsagnir WOW air í morgun hafi ekki komið á óvart. 13. desember 2018 16:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Bandarískja fjárfestingafélagið Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. Fjárfesting Indigo gæti numið allt að 75 milljónum bandaríkjadala, næstum 9,3 milljörðum króna. Frá þessu er greint á tilkynningasíðu WOW air. Í yfirlýsingu sem WOW sendi fréttastofu nú fyrir skömmu vill flugfélagið þó ítreka að enn eigi eftir að uppfylla ýmis skilyrði svo að fjárfestingin gangi í gegn. Í fyrrnefndri tilkynningu er tekið fram að þegar niðurstöður áreiðanleikakönnunar liggja fyrir verði unnið að því að ganga sem fyrst frá fyrrnefndri fjárfestingu. Indigo mun samkvæmt samkomulagi kaupa hlutabréf í WOW en ekki er tekið fram um hversu stóran hlut Indigo mun eignast í flugfélaginu. Stofnað verður eignarhaldsfélag utan um umrædda fjárfestingu sem lúta mun stjórn Indigo Partners og annarra hluthafa WOW Air, þ.e. Skúla Mogensen. Þá segist Indigo einnig vera að kanna möguleikann á því að gefa út breytanlegt skuldabréf til WOW, svo að styðja megi við uppbyggingu flugfélagsins. Þó er tekið fram í tilkynningunni að fjárfestingin sé háð því að jákvæð niðurstaða fáist úr viðræðum við skuldabréfaeigendur WOW, sem keyptu í útboði flugfélagsins í september síðastliðnum. Þeir þurfa að samþykkja skilmálabreytingar á þeim bréfum sem þeir hafa keypt, auk þess sem þeir verða að falla frá gjaldfellingarákvæðum. Þá þurfa þeir einnig að gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air. Það ferli er hafið sem vonir standa til að verði búið að ljúka þann 17. janúar næstkomandi. Eftirgjöf skuldabréfaeigendanna er háð því að kaup Indigo Partners á hlut í WOW air verði frágengin í síðasta lagi 28. febrúar 2019. Verði ekki búið að ganga frá kaupunum fyrir þann tíma falla vilyrði þeirra um eftirgjöf hagsmuna sinna niður. WOW air greindi í gær frá hagræðingaraðgerðum sem fela í sér uppsagnir á 111 fastráðnum starfsmönnum. Að sama skapi munu samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir að svo stöddu og flugvélum fækkar sömuleiðis úr 20 í 11. Skúli Mogensen sagði í Fréttablaðinu í dag að verið væri að laga reksturinn að rekstrarlíkani flugfélaga í eigu Indigo Partners sem rekin eru sem ofurlággjaldaflugfélög. „Okkar upprunalega stefna er hins vegar sama stefna og hjá Indigo en því miður gerðum við þau mistök að fara út fyrir þá stefnu,“ sagði Skúli og bætti við að skipulagsbreytingar gærdagsins væru til marks um að viðræðurnar við Indigo gengu vel.
WOW Air Tengdar fréttir WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30 Ferðamönnum fækki og verðið hækki Talið er að WOW air muni ferja um 30 prósent ferðamanna til landsins í ár. Hátt í helmingsminnkun flugflotans mun að öllum líkindum leiða til færri ferðamanna á næsta ári. Nema önnur flugfélög grípi boltann. 14. desember 2018 06:00 Telur Skúla hafa skamman tíma til að bjarga WOW air Sveinn Þórarinsson, hlutabréfasérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að uppsagnir WOW air í morgun hafi ekki komið á óvart. 13. desember 2018 16:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30
Ferðamönnum fækki og verðið hækki Talið er að WOW air muni ferja um 30 prósent ferðamanna til landsins í ár. Hátt í helmingsminnkun flugflotans mun að öllum líkindum leiða til færri ferðamanna á næsta ári. Nema önnur flugfélög grípi boltann. 14. desember 2018 06:00
Telur Skúla hafa skamman tíma til að bjarga WOW air Sveinn Þórarinsson, hlutabréfasérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að uppsagnir WOW air í morgun hafi ekki komið á óvart. 13. desember 2018 16:00