Tíu ára bræðir gömul hjörtu í stórum stíl Stefán Árni Pálsson skrifar 13. desember 2018 14:30 Bjarni Gabríel fer á kostum á elliheimilum borgarinnar. Bjarni Gabríel Bjarnason byrjaði að syngja áður en hann fór að tala en hjólin fóru fyrst að snúast þegar hann upp á sínar eigin spýtur tók þátt í Jólastjörnunni á Stöð 2 í fyrra en eftir það var hann ráðinn út um allt að syngja. Í dag þræðir þessi tíu ára drengur elliheimili borgarinnar og syngur jólasöngva fyrir áhorfendur. Lífið ræddi við Bjarna sem á framtíðina fyrir sér í bransanum. „Ég veit ekki alveg hvað er það allra skemmtilegasta við að syngja en mér finnst mest gaman að gleðja fólk og svo finnst mér bara sjálfum svo gaman að syngja og mér líður best þegar ég syng beint frá hjartanu,“ segir Bjarni Gabríel. Hann segist heldur betur ætla starfa við söng í framtíðinni. „Já, ég ætla að flytja til Los Angeles og fara í skóla þar og æfa fótbolta og syngja með. Og síðan ætla ég að vinna sem söngvari framtíðinni. Ég ætla samt að leyfa mömmu og pabba að búa í gestahúsi í garðinum hjá mér í LA.“Hér að neðan má sjá Bjarna syngja aðeins 11 mánaða. Giggin á elliheimilunum eru skemmtileg. „Það var mjög gaman því maður syngur nálægt fólkinu og það er mjög gaman að gleðja fólk sem er svona gamalt, sumir brostu en sumir fóru samt að gráta og knúsuðu mig. Sumir voru mög veikir og gátu kannski ekki brosað en þau brostu samt inn í sér. Ég ætla að syngja fyrir gamla fólkið á elliheimilunum í Reykjavík og líka úti á landi. Svo er ég í Kringlunni um helgina og er svo í leikarahópnum hjá Jólagestum Björgvins rétt fyrir jólin. Ætli ég syngi ekki líka í nokkrum jólaboðum og jólaböllum eins og í fyrra.“ Bjarni æfir oftast stíft en hann þarf ekki að sækja hæfileikana langt. Amma hans er Edda Björgvinsdóttir og frændi hans er Björgvin Franz Gíslason leikari.Hér að neðan má sjá myndband frá þátttöku Bjarna í Jólastjörnunni.„Ég nenni nú ekki alltaf að æfa mig mikið því ég elska að spila fótbolta og svo er ég líka í ballett en það er best að æfa sig og stundum fæ ég Björgvin Franz frænda minn til að hjálpa mér. Mér finnst best að syngja fyrir framan tölvuna eða í stofunnu og oft held ég á Nínu hundinum mínum meðan ég syng en hún vill helst ekki að ég sé að dansa mikið með sig í fanginu. Annars syng ég bara út um allt líka í bílnum með mömmu minni.“ Bjarna finnst skemmtilegast að vera með vinum sínum, spila Playstation og fara í fótbolta, fara á skíði og hafa kósýkvöld.Hvað ætlar þú að gera við peninginn sem þú syngur þér inn fyrir?„Ég er að safna mér fyrir tölvu en eg ætla líka að kaupa jólagjafir handa fátækum börnum á Íslandi og setja undir jólatréð í Kringlunni.“Hér má fylgja Barna á Facebook. Jól Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Bjarni Gabríel Bjarnason byrjaði að syngja áður en hann fór að tala en hjólin fóru fyrst að snúast þegar hann upp á sínar eigin spýtur tók þátt í Jólastjörnunni á Stöð 2 í fyrra en eftir það var hann ráðinn út um allt að syngja. Í dag þræðir þessi tíu ára drengur elliheimili borgarinnar og syngur jólasöngva fyrir áhorfendur. Lífið ræddi við Bjarna sem á framtíðina fyrir sér í bransanum. „Ég veit ekki alveg hvað er það allra skemmtilegasta við að syngja en mér finnst mest gaman að gleðja fólk og svo finnst mér bara sjálfum svo gaman að syngja og mér líður best þegar ég syng beint frá hjartanu,“ segir Bjarni Gabríel. Hann segist heldur betur ætla starfa við söng í framtíðinni. „Já, ég ætla að flytja til Los Angeles og fara í skóla þar og æfa fótbolta og syngja með. Og síðan ætla ég að vinna sem söngvari framtíðinni. Ég ætla samt að leyfa mömmu og pabba að búa í gestahúsi í garðinum hjá mér í LA.“Hér að neðan má sjá Bjarna syngja aðeins 11 mánaða. Giggin á elliheimilunum eru skemmtileg. „Það var mjög gaman því maður syngur nálægt fólkinu og það er mjög gaman að gleðja fólk sem er svona gamalt, sumir brostu en sumir fóru samt að gráta og knúsuðu mig. Sumir voru mög veikir og gátu kannski ekki brosað en þau brostu samt inn í sér. Ég ætla að syngja fyrir gamla fólkið á elliheimilunum í Reykjavík og líka úti á landi. Svo er ég í Kringlunni um helgina og er svo í leikarahópnum hjá Jólagestum Björgvins rétt fyrir jólin. Ætli ég syngi ekki líka í nokkrum jólaboðum og jólaböllum eins og í fyrra.“ Bjarni æfir oftast stíft en hann þarf ekki að sækja hæfileikana langt. Amma hans er Edda Björgvinsdóttir og frændi hans er Björgvin Franz Gíslason leikari.Hér að neðan má sjá myndband frá þátttöku Bjarna í Jólastjörnunni.„Ég nenni nú ekki alltaf að æfa mig mikið því ég elska að spila fótbolta og svo er ég líka í ballett en það er best að æfa sig og stundum fæ ég Björgvin Franz frænda minn til að hjálpa mér. Mér finnst best að syngja fyrir framan tölvuna eða í stofunnu og oft held ég á Nínu hundinum mínum meðan ég syng en hún vill helst ekki að ég sé að dansa mikið með sig í fanginu. Annars syng ég bara út um allt líka í bílnum með mömmu minni.“ Bjarna finnst skemmtilegast að vera með vinum sínum, spila Playstation og fara í fótbolta, fara á skíði og hafa kósýkvöld.Hvað ætlar þú að gera við peninginn sem þú syngur þér inn fyrir?„Ég er að safna mér fyrir tölvu en eg ætla líka að kaupa jólagjafir handa fátækum börnum á Íslandi og setja undir jólatréð í Kringlunni.“Hér má fylgja Barna á Facebook.
Jól Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira