Björgvin Karl upp í annað sætið eftir eyðimerkurhlaupið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2018 11:54 Brendan Wills vann grein þrjú. Mynd/Instagram/dxbfitnesschamp Björgvin Karl Guðmundsson hækkaði sig um eitt sæti á öðrum keppnisdeginum á Crossfit mótinu í Dúbaí en mótið heitir Dubai CrossFit Championship. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er áfram í sjötta sæti og Oddrún Eik Gylfadóttir er níunda. Björgvin Karl er nú kominn upp í annað sætið þegar búnar eru þrjár greinar á mótinu. Hann er með 243 stig og er aðeins tveimur stigum á eftir efsta manni sem Willy Georges. Björgvin Karl varð sjöundi í einu grein dagsins sem var átta kílómetra hlaup í eyðimörkinni. Helming leiðarinnar þurfti íþróttafólkið að hlaupa með þyngingarvesti. Björgvin Karl kom í mark á 36 mínútum og 13 sekúndum en fyrstur í mark var Brendan Willis á 34 mínútum og 19 sekúndum. Björgvin fékk 73 stig fyrir grein dagsins en hafði náð fjórða sætinu í fyrstu tveimur greinunum. Næstur á eftir Björgvini er áfram margfaldi Crossfit meistarinn Mathew Frasier en Frasier er þremur stigum á eftir Íslendingnum. Frederik Ægidius, unnusti Anníe Mist Þórisdóttur, er í 20. sæti eftir þessa tvo fyrstu keppnisdaga.@saeedhareb@dxbfitnesschamp بطولة دبي للكروس فت محمية المرمومhttps://t.co/ibRJXb1CvB التغطية الحية@crossfitgamespic.twitter.com/BnaEwuJs8p — The CrossFit Games (@CrossFitGames) December 13, 2018Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð níunda í eyðimerkurhlaupinu en hélt sjötta sætinu. Sara vann fyrstu grein en datt niður í sjötta sætið eftir grein tvö. Sara er kominn með 224 stig eftir þrjár greinar en hún er aðeins fjórum stigum frá fimmta sætinu. Efst er Samantha Briggs með 285 stig eða tuttugu stigum meira en Jamie Greene sem er önnur. Sara er 61 stigi á eftir efstu konu. Oddrún Eik Gylfadóttir er í níunda sæti með 199 stig en hún endaði einu sæti oig 24 sekúndum á undan Söru í eyðimerkurhlaupinu. Sara kom í mark á 41 mínútu og 47 sekúndum en Eik á 41 mínútu og 23 sekúndum. CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson hækkaði sig um eitt sæti á öðrum keppnisdeginum á Crossfit mótinu í Dúbaí en mótið heitir Dubai CrossFit Championship. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er áfram í sjötta sæti og Oddrún Eik Gylfadóttir er níunda. Björgvin Karl er nú kominn upp í annað sætið þegar búnar eru þrjár greinar á mótinu. Hann er með 243 stig og er aðeins tveimur stigum á eftir efsta manni sem Willy Georges. Björgvin Karl varð sjöundi í einu grein dagsins sem var átta kílómetra hlaup í eyðimörkinni. Helming leiðarinnar þurfti íþróttafólkið að hlaupa með þyngingarvesti. Björgvin Karl kom í mark á 36 mínútum og 13 sekúndum en fyrstur í mark var Brendan Willis á 34 mínútum og 19 sekúndum. Björgvin fékk 73 stig fyrir grein dagsins en hafði náð fjórða sætinu í fyrstu tveimur greinunum. Næstur á eftir Björgvini er áfram margfaldi Crossfit meistarinn Mathew Frasier en Frasier er þremur stigum á eftir Íslendingnum. Frederik Ægidius, unnusti Anníe Mist Þórisdóttur, er í 20. sæti eftir þessa tvo fyrstu keppnisdaga.@saeedhareb@dxbfitnesschamp بطولة دبي للكروس فت محمية المرمومhttps://t.co/ibRJXb1CvB التغطية الحية@crossfitgamespic.twitter.com/BnaEwuJs8p — The CrossFit Games (@CrossFitGames) December 13, 2018Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð níunda í eyðimerkurhlaupinu en hélt sjötta sætinu. Sara vann fyrstu grein en datt niður í sjötta sætið eftir grein tvö. Sara er kominn með 224 stig eftir þrjár greinar en hún er aðeins fjórum stigum frá fimmta sætinu. Efst er Samantha Briggs með 285 stig eða tuttugu stigum meira en Jamie Greene sem er önnur. Sara er 61 stigi á eftir efstu konu. Oddrún Eik Gylfadóttir er í níunda sæti með 199 stig en hún endaði einu sæti oig 24 sekúndum á undan Söru í eyðimerkurhlaupinu. Sara kom í mark á 41 mínútu og 47 sekúndum en Eik á 41 mínútu og 23 sekúndum.
CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Sjá meira