Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. desember 2018 18:35 Pundið hríðféll í dag eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti um að fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um Brexit sáttmálann yrði frestað. Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina í óreiðu og höndli hún ekki að koma sáttmálanum í höfn þurfi forsætisráðherrann að víkja. Stefán Rafn. Gengi pundsins hefur ekki verið lægra í 20 mánuði en það hríðféll í dag vegna óvissu í tengslum við útgönguferli Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra hefur verið staðráðin í því að keyra útgöngusáttmálann í gegn um þingið þar til í dag þegar hún tilkynnti óvænt um að hún hygðist fresta atkvæðagreiðslunni. „Eftir að hafa hlýtt af athygli á sjónarmið hér í þinginu og utan þings af hálfu þingmanna allra flokka er ljóst að það er breið samstaða um marga lykilþætti samkomulagsins. Við höfum t.d. miklar áhyggjur af norðurírska bakhjarlinum. Það þýðir að ef við gengjum til atkvæðagreiðslu á morgun myndi sáttmálanum verða hafnað með miklum meirihluta. Við frestum því atkvæðagreiðslunni sem fyrirhuguð var á morgun í því skyni að valda ekki klofningi í þinginu núna,“ sagði May. Stjórnarandstaðan hefur brugðist harkalega við þessari þróun en ríkisstjórnin er sökuð um að geta ekki stjórnað landinu. „Staða okkar er afar alvarleg og fordæmalaus. Ríkisstjórnin hefur misst tökin á ástandinu og algjör ringulreið ríkir. Það hefur verið ljóst svo vikum skiptir að sáttmáli forsætisráðherra naut ekki trausts hér í þinginu. og margítrekaði að ekki væri völ á öðrum samningi.“ Áhyggjur gagnrýnenda sáttmálans snúa fyrst og fremst að landamærunum á Norður-Írlandi. May kveðst ætla að óska eftir fundi með leiðtogum Evrópusambandsins til að ná fram breytingum eða fyrirheitum sem slái á þær áhyggjur. Talsmenn Evrópusambandsins hafa þó sagt í dag að ekki stæði til boða að breyta innihaldi sáttmálans. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Pundið hríðféll í dag eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti um að fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um Brexit sáttmálann yrði frestað. Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina í óreiðu og höndli hún ekki að koma sáttmálanum í höfn þurfi forsætisráðherrann að víkja. Stefán Rafn. Gengi pundsins hefur ekki verið lægra í 20 mánuði en það hríðféll í dag vegna óvissu í tengslum við útgönguferli Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra hefur verið staðráðin í því að keyra útgöngusáttmálann í gegn um þingið þar til í dag þegar hún tilkynnti óvænt um að hún hygðist fresta atkvæðagreiðslunni. „Eftir að hafa hlýtt af athygli á sjónarmið hér í þinginu og utan þings af hálfu þingmanna allra flokka er ljóst að það er breið samstaða um marga lykilþætti samkomulagsins. Við höfum t.d. miklar áhyggjur af norðurírska bakhjarlinum. Það þýðir að ef við gengjum til atkvæðagreiðslu á morgun myndi sáttmálanum verða hafnað með miklum meirihluta. Við frestum því atkvæðagreiðslunni sem fyrirhuguð var á morgun í því skyni að valda ekki klofningi í þinginu núna,“ sagði May. Stjórnarandstaðan hefur brugðist harkalega við þessari þróun en ríkisstjórnin er sökuð um að geta ekki stjórnað landinu. „Staða okkar er afar alvarleg og fordæmalaus. Ríkisstjórnin hefur misst tökin á ástandinu og algjör ringulreið ríkir. Það hefur verið ljóst svo vikum skiptir að sáttmáli forsætisráðherra naut ekki trausts hér í þinginu. og margítrekaði að ekki væri völ á öðrum samningi.“ Áhyggjur gagnrýnenda sáttmálans snúa fyrst og fremst að landamærunum á Norður-Írlandi. May kveðst ætla að óska eftir fundi með leiðtogum Evrópusambandsins til að ná fram breytingum eða fyrirheitum sem slái á þær áhyggjur. Talsmenn Evrópusambandsins hafa þó sagt í dag að ekki stæði til boða að breyta innihaldi sáttmálans.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira