Ein af nýju þotum Icelandair fauk til og skemmdist Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. desember 2018 07:45 Þotan er ein af nýjustu vélum Icelandair og ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Það kom svolítið á óvart að það hafi verið nógu hált til þess að það hafi getað gerst,“ segir Jens Þórðarson, yfirmaður flugrekstrarsviðs Icelandair, um aðdraganda þess að ein af þotum félagsins skemmdist að kvöldi jóladags. Þotan sem um ræðir er af gerðinni Boeing 737 Max 1, framleidd á þessu ári. Hún er ein af nýjustu vélum Icelandair og ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg. „Hún stóð við rana og snerist til í vindinum,“ segir Jens sem kveður hvassviðrið ekki síður en hálkuna á jóladagskvöld hafa komið mönnum dálítið í opna skjöldu. „En svona gerist alveg og við höfum lent í þessu áður. Hún rakst utan í ranann utan við flugstöðina,“ segir Jens sem kveður framenda á væng hafa rekist utan í landganginn. „Það urðu einhverjar skemmdir, ekki óskaplega miklar en það þarf að gera við þær og koma vélinni í gagnið aftur.“ Þotan var dregin inn í flugskýli eftir óhappið og er þar enn. „Það þarf að hanna svona viðgerðir og svo eru líka jól og þá tekur þetta lengri tíma,“ segir Jens um það hvenær áætlað er að þotan verði flughæf á ný. Látrabjarg kom til landsins frá París á aðfangadag klukkan hálf fjögur. Óhappið varð hins vegar á jóladagskvöld og þá stóð þotan mannlaus við einn landganga Leifsstöðvar enda engin flug hjá Icelandair á þeim tíma. Aðspurður kveðst Jens ekki vita hversu mikið fjárhagslegt tjón Icelandair beri vegna skemmdanna. „Það fer allt í gegn um tryggingafélag en er ekkert eitthvað svakalegt,“ segir hann. Samkvæmt loftfaraskrá er TF-ICY í eigu Lagoon Leasing Co., Ltd. í Japan. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Það kom svolítið á óvart að það hafi verið nógu hált til þess að það hafi getað gerst,“ segir Jens Þórðarson, yfirmaður flugrekstrarsviðs Icelandair, um aðdraganda þess að ein af þotum félagsins skemmdist að kvöldi jóladags. Þotan sem um ræðir er af gerðinni Boeing 737 Max 1, framleidd á þessu ári. Hún er ein af nýjustu vélum Icelandair og ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg. „Hún stóð við rana og snerist til í vindinum,“ segir Jens sem kveður hvassviðrið ekki síður en hálkuna á jóladagskvöld hafa komið mönnum dálítið í opna skjöldu. „En svona gerist alveg og við höfum lent í þessu áður. Hún rakst utan í ranann utan við flugstöðina,“ segir Jens sem kveður framenda á væng hafa rekist utan í landganginn. „Það urðu einhverjar skemmdir, ekki óskaplega miklar en það þarf að gera við þær og koma vélinni í gagnið aftur.“ Þotan var dregin inn í flugskýli eftir óhappið og er þar enn. „Það þarf að hanna svona viðgerðir og svo eru líka jól og þá tekur þetta lengri tíma,“ segir Jens um það hvenær áætlað er að þotan verði flughæf á ný. Látrabjarg kom til landsins frá París á aðfangadag klukkan hálf fjögur. Óhappið varð hins vegar á jóladagskvöld og þá stóð þotan mannlaus við einn landganga Leifsstöðvar enda engin flug hjá Icelandair á þeim tíma. Aðspurður kveðst Jens ekki vita hversu mikið fjárhagslegt tjón Icelandair beri vegna skemmdanna. „Það fer allt í gegn um tryggingafélag en er ekkert eitthvað svakalegt,“ segir hann. Samkvæmt loftfaraskrá er TF-ICY í eigu Lagoon Leasing Co., Ltd. í Japan.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira