Setti smákökur í gluggann fyrir jólasveininn eftir símtalið við Trump Sylvía Hall skrifar 26. desember 2018 08:58 Símtalið sem komst í heimsfréttirnar. Vísir/Getty Collman Lloyd, sjö ára stúlka sem hringdi í Hvíta húsið á aðfangadag, komst í heimsfréttirnar á dögunum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti spurði hana hvort hún tryði enn á jólasveininn. Í fyrstu var talið að Collman litla væri drengur að nafninu Coleman en nú hefur fjölskylda stúlkunnar birt myndband af símtalinu frá sinni hlið á YouTube þar sem má sjá stúlkuna og forsetann ræða saman. Sjá einnig: Trump við sjö ára dreng: „Trúir þú enn á jólasveininn?“ Atvikið átti sér stað þegar forsetahjónin tóku við símtölum frá börnum sem reyndu að hringja inn til Loftvarnaeftirlits Bandaríkjanna (Norad) sem fylgist með ferðum jólasveinsins á hverju ári. Stofnunin er enn starfandi þrátt fyrir að alríkisstjórn Bandaríkjanna liggi nú að hluta til niðri vegna kröfu Trump forseta um fjárveitingu fyrir landamæramúr á suðurlandamærunum. Í símtalinu við Collman spurði Trump stúlkuna hversu gömul hún væri og hvernig gengi í skólanum áður en hann spurði hana hvort hún tryði enn á jólasveininn. Þegar hún svaraði játandi sagði hann það vera á „mörkunum“ við þennan aldur. Að sögn Collman hafði hún aldrei heyrt orðið „marginal“ sem forsetinn notaði, sem mætti þýða sem „á mörkunum“. Hún lét símtalið þó ekki á sig fá og skildi eftir smákökur og súkkulaðimjólk út í glugga fyrir jólasveininn ásamt systkinum sínum. Morguninn eftir var maturinn farinn og gjafir komnar undir tréð og því ólíklegt að orð forsetans hafi dregið úr jólasveinatrú litlu stúlkunnar þessi jólin. Bandaríkin Donald Trump Jól Tengdar fréttir Trump við sjö ára dreng: „Trúir þú enn á jólasveininn?“ "Vegna þess að við sjö ára aldur er það á mörkunum, er það ekki?“ spurði leiðtogi hins frjáls heims sjö ára gamlan dreng sem vildi vita um ferðir jólasveinsins. 25. desember 2018 08:58 Trump stendur ekki við jólakosningaloforð sitt Donald Trump sagði í kosningabaráttu sinni að yrði hann forseti yrði hægt að segja Gleðileg jól með stolti. Nú er hann í embættinu en fyrirtæki hans óska enn gleðilegrar hátíðar. 23. desember 2018 13:53 Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Collman Lloyd, sjö ára stúlka sem hringdi í Hvíta húsið á aðfangadag, komst í heimsfréttirnar á dögunum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti spurði hana hvort hún tryði enn á jólasveininn. Í fyrstu var talið að Collman litla væri drengur að nafninu Coleman en nú hefur fjölskylda stúlkunnar birt myndband af símtalinu frá sinni hlið á YouTube þar sem má sjá stúlkuna og forsetann ræða saman. Sjá einnig: Trump við sjö ára dreng: „Trúir þú enn á jólasveininn?“ Atvikið átti sér stað þegar forsetahjónin tóku við símtölum frá börnum sem reyndu að hringja inn til Loftvarnaeftirlits Bandaríkjanna (Norad) sem fylgist með ferðum jólasveinsins á hverju ári. Stofnunin er enn starfandi þrátt fyrir að alríkisstjórn Bandaríkjanna liggi nú að hluta til niðri vegna kröfu Trump forseta um fjárveitingu fyrir landamæramúr á suðurlandamærunum. Í símtalinu við Collman spurði Trump stúlkuna hversu gömul hún væri og hvernig gengi í skólanum áður en hann spurði hana hvort hún tryði enn á jólasveininn. Þegar hún svaraði játandi sagði hann það vera á „mörkunum“ við þennan aldur. Að sögn Collman hafði hún aldrei heyrt orðið „marginal“ sem forsetinn notaði, sem mætti þýða sem „á mörkunum“. Hún lét símtalið þó ekki á sig fá og skildi eftir smákökur og súkkulaðimjólk út í glugga fyrir jólasveininn ásamt systkinum sínum. Morguninn eftir var maturinn farinn og gjafir komnar undir tréð og því ólíklegt að orð forsetans hafi dregið úr jólasveinatrú litlu stúlkunnar þessi jólin.
Bandaríkin Donald Trump Jól Tengdar fréttir Trump við sjö ára dreng: „Trúir þú enn á jólasveininn?“ "Vegna þess að við sjö ára aldur er það á mörkunum, er það ekki?“ spurði leiðtogi hins frjáls heims sjö ára gamlan dreng sem vildi vita um ferðir jólasveinsins. 25. desember 2018 08:58 Trump stendur ekki við jólakosningaloforð sitt Donald Trump sagði í kosningabaráttu sinni að yrði hann forseti yrði hægt að segja Gleðileg jól með stolti. Nú er hann í embættinu en fyrirtæki hans óska enn gleðilegrar hátíðar. 23. desember 2018 13:53 Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Trump við sjö ára dreng: „Trúir þú enn á jólasveininn?“ "Vegna þess að við sjö ára aldur er það á mörkunum, er það ekki?“ spurði leiðtogi hins frjáls heims sjö ára gamlan dreng sem vildi vita um ferðir jólasveinsins. 25. desember 2018 08:58
Trump stendur ekki við jólakosningaloforð sitt Donald Trump sagði í kosningabaráttu sinni að yrði hann forseti yrði hægt að segja Gleðileg jól með stolti. Nú er hann í embættinu en fyrirtæki hans óska enn gleðilegrar hátíðar. 23. desember 2018 13:53
Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00