Heimdallur segir braggaskýrsluna vera áfellisdóm yfir borgarstjóra Sylvía Hall skrifar 23. desember 2018 21:03 Nýkjörin stjórn Heimdallar. Facebook/Heimdallur Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, birtu í kvöld yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem þau fordæma vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík í ljósi nýrrar skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið. Þau segja borgarstjóra hafa alvarlega vanrækt skyldur sínar og segja skýrsluna vera áfellisdóm yfir vinnubrögð hans. „Borgarstjóri hefur alvarlega vanrækt skyldur sínar en unnið er að fjórum skýrslum til viðbótar á málum þar sem farið hefur verið gríðarlega fram úr fjárhagsáætlunum. Innri endurskoðun skilaði úttekt á skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar árið 2015, henni fylgdu 30 ábendingar og tillögur að úrbótum en flestum þeirra var ekki sinnt,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir jafnframt í yfirlýsingunni að tortryggilegt sé að tölvupóstum Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar, hafi verið eytt við starfslok hans og það gefi sterklega til kynna að reynt hafi verið að „sópa málinu undir teppið“ og slík vinnubrögð eiga ekki að líðast í íslensku samfélagi. Styðja ákvörðun Hildar Heimdallur lýsir einnig fullum stuðningi við ákvörðun Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa að víkja úr starfshópi um niðurstöður skýrslunnar geri borgarstjóri það ekki sjálfur en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Hildur það vera óeðlilegt að hann fari sjálfur yfir málið. „Borgarstjóri ber ábyrgð á þessu máli, hann er einn þeirra. Þannig að mér finnst óeðlilegt að hann sitji í nefnd sem fer yfir niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar,“ sagði Hildur. Að lokum hvetur Heimdallur aðrar grasrótir og stjórnir í öðrum flokkum til þess að taka afstöðu í málinu burtséð frá því hvort flokkurinn sé í meiri- eða minnihluta. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór segir borgarstjóra rúinn trausti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir Dag B. Eggertsson, borgarstjóra vera rúinn trausti í færslu á Facebook síðu sinni í dag. 23. desember 2018 12:41 Von á nýrri úttekt Innri endurskoðunar vegna fjögurra verkefna Skýrslan fjallar um úttektir á Sundhöll Reykjavíkur, Mathöllinni á Hlemmi, Vesturbæjarskóla og hjólastígunum á Grensásvegi. 21. desember 2018 20:31 Stjórn Varðar krefst afsagnar borgarstjóra vegna Braggamálsins Stjórn Varðar segir vinnubrögð borgarinnar í tengslum við Braggamálið vera forkastanleg. 22. desember 2018 23:40 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira
Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, birtu í kvöld yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem þau fordæma vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík í ljósi nýrrar skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið. Þau segja borgarstjóra hafa alvarlega vanrækt skyldur sínar og segja skýrsluna vera áfellisdóm yfir vinnubrögð hans. „Borgarstjóri hefur alvarlega vanrækt skyldur sínar en unnið er að fjórum skýrslum til viðbótar á málum þar sem farið hefur verið gríðarlega fram úr fjárhagsáætlunum. Innri endurskoðun skilaði úttekt á skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar árið 2015, henni fylgdu 30 ábendingar og tillögur að úrbótum en flestum þeirra var ekki sinnt,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir jafnframt í yfirlýsingunni að tortryggilegt sé að tölvupóstum Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar, hafi verið eytt við starfslok hans og það gefi sterklega til kynna að reynt hafi verið að „sópa málinu undir teppið“ og slík vinnubrögð eiga ekki að líðast í íslensku samfélagi. Styðja ákvörðun Hildar Heimdallur lýsir einnig fullum stuðningi við ákvörðun Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa að víkja úr starfshópi um niðurstöður skýrslunnar geri borgarstjóri það ekki sjálfur en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Hildur það vera óeðlilegt að hann fari sjálfur yfir málið. „Borgarstjóri ber ábyrgð á þessu máli, hann er einn þeirra. Þannig að mér finnst óeðlilegt að hann sitji í nefnd sem fer yfir niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar,“ sagði Hildur. Að lokum hvetur Heimdallur aðrar grasrótir og stjórnir í öðrum flokkum til þess að taka afstöðu í málinu burtséð frá því hvort flokkurinn sé í meiri- eða minnihluta.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór segir borgarstjóra rúinn trausti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir Dag B. Eggertsson, borgarstjóra vera rúinn trausti í færslu á Facebook síðu sinni í dag. 23. desember 2018 12:41 Von á nýrri úttekt Innri endurskoðunar vegna fjögurra verkefna Skýrslan fjallar um úttektir á Sundhöll Reykjavíkur, Mathöllinni á Hlemmi, Vesturbæjarskóla og hjólastígunum á Grensásvegi. 21. desember 2018 20:31 Stjórn Varðar krefst afsagnar borgarstjóra vegna Braggamálsins Stjórn Varðar segir vinnubrögð borgarinnar í tengslum við Braggamálið vera forkastanleg. 22. desember 2018 23:40 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira
Eyþór segir borgarstjóra rúinn trausti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir Dag B. Eggertsson, borgarstjóra vera rúinn trausti í færslu á Facebook síðu sinni í dag. 23. desember 2018 12:41
Von á nýrri úttekt Innri endurskoðunar vegna fjögurra verkefna Skýrslan fjallar um úttektir á Sundhöll Reykjavíkur, Mathöllinni á Hlemmi, Vesturbæjarskóla og hjólastígunum á Grensásvegi. 21. desember 2018 20:31
Stjórn Varðar krefst afsagnar borgarstjóra vegna Braggamálsins Stjórn Varðar segir vinnubrögð borgarinnar í tengslum við Braggamálið vera forkastanleg. 22. desember 2018 23:40