Kolsvört skýrsla um Braggann Jóhann Óli Eiðsson og Sigurður Mikael Jónsson og Daníel Freyr Birkisson skrifa 21. desember 2018 08:45 Framúrkeyrsla Braggans hefur verið mikið rædd á árinu en raunkostnaður við byggingu hans nam 425 milljónum króna. Upphafleg kostnaðaráætlun var 158 milljónir króna. vísir/vilhelm Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. Flest sem farið gat úrskeiðis fór úrskeiðis en í skýrslunni kemur fram að farið hafi verið á svig við lög og innkaupareglur auk þess sem eftirliti, verkferlum og ábyrgð hafi verið ábótavant. Framúrkeyrsla Braggans hefur verið mikið rædd á árinu en raunkostnaður við byggingu hans nam 425 milljónum króna. Upphafleg kostnaðaráætlun var 158 milljónir króna. Borgarráð samþykkti 11. október að fela IER að vinna skýrslu um málið. Áður, árið 2015, hafði IER unnið úttekt á starfsemi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar (SEA), sem hafði yfirumsjón með framkvæmdinni, og skilað tugum tillagna um almennar úrbætur. Þeim hafði hins vegar ekki verið sinnt sem skyldi. „Skipulag SEA hefur frá upphafi verið býsna laust í reipum, skrifstofunni var ætlað að vinna hratt að því að afla borginni tekjutækifæra og það hefur komið niður á skipulagi og innra eftirliti,“ segir í inngangi skýrslunnar. Þá er þess getið í skýrslunni að samskipti skrifstofustjóra SEA og borgarstjóra hafi alla tíð verið mikil en þrátt fyrir það hafi borgarstjóra ekki verið kunnugt um framvindu þessarar tilteknu framkvæmdar. Úttekt IER leiddi í ljós að engir skriflegir samningar voru gerðir varðandi verkið að undanskildum leigusamningi við Háskólann í Reykjavík. Sá kveður á um 670 þúsund króna leigu á mánuði og að meðgjöf borgarinnar nemi 41 milljón á fjörutíu ára leigutíma. Sökum framúrkeyrslunnar mun meðgjöf borgarinnar verða rúmar 250 millj ónir og þyrfti leigan að vera tæplega þrefalt hærri til að núvirði verksins yrði jákvætt. Þá var farið fram úr samþykktum fjárheimildum en slíkt er í andstöðu við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Sem fyrr segir nemur kostnaður 425 milljónum sem er umfram þær 352 milljónir sem heimilaðar hafa verið. Hvergi var fylgst með því að verkið væri innan fjárheimilda. Þá voru engin skjöl um verkefnið í skjalavörslukerfi borgarinnar sem brýtur bæði gegn lögum um opinber skjalasöfn og skjalastefnu borgarinnar. Til viðbótar má nefna að innkaupareglum borgarinnar var ekki fylgt og upplýsingagjöf frá SEA til borgarráðs og innkauparáðs var villandi og í sumum tilfellum hreinlega röng. Þá var einn arkitekta breytinganna ráðinn verkefnisstjóri á byggingarstað og hafði hann það hlutverk að hafa eftirlit með verktökum og staðfesta reikninga. Slíkt þykir afar óheppilegt með tilliti til hagsmunaárekstra. Þá er vert að taka fram að upptalningin er fjarri því að vera tæmandi en í skýrslunni er að finna fjölda aðfinnslna til viðbótar.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Vísir/VilhelmBorgarstjóri ber ábyrgð „Skýrslan er bæði ítarleg og fer yfir málið í heild sinni. Mér finnst niður stöður hennar vera afgerandi og býsna skýrar. Það er mjög víða sem við þurfum að huga að nauð synlegum um bótum,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og telur skýrsluna góðan grunn að byggja á til að koma í veg fyrir að mál eins og braggamálið endurtaki sig. Spurður út í hans pólitísku ábyrgð kveðst hann vita skuld bera slíka sem æðsti yfir maður stjórnsýslunnar í borginni. „Það er hins vegar hluti af þessu verk efni að upp lýsingum var ekki miðlað, hvorki til mín né borgar ráðs, og það er auð vitað ekki í lagi.“Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.VísirAlvarlegar niðurstöður „Við sjáum að það er bent á nokkra einstaklinga sem bera þarna sína ábyrgð,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfsstæðisflokksins, og á þar við Hrólf Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, Stefán Eiríksson borgarritara og Dag B. Eggertsson borgarstjóra sem næsta yfirmann þeirra. Hildur segir niðurstöðu skýrslunnar virkilega alvarlega þar sem verkferlar, innkaup og annað slíkt er annars vegar. „Þarna kemur bara mjög skýrt fram að borgarráði hafi verið gefnar rangar og villandi upplýsingar og maður bara spyr sig í rauninni hvers vegna það hafi verið.“ Fljótt á litið virðist þó ekkert í skýrslunni kalla á að einhver axli pólitíska ábyrgð með afsögn. „Ég kalla bara eftir því að fólk viðurkenni mistök sín og axli á þeim ábyrgð með því að reyna að læra af þeim og laga þær brotalamir í kerfinu sem þarna koma í ljós.“Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins.Vísir/vilhelmBorgarstjóri segi af sér „Seinni helmingur í braggamálinu er hafinn,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sem öðrum fremur hefur haldið áfram að tosa í lausa þræði braggamálsins og knúið það áfram innan borgarinnar með gagnrýni sinni og eftirgrennslan. „Borgarstjóri verður að segja af sér, hann á enga undankomuleið. Borgarstjóri er framkvæmdastjóri Reykjavíkur og ber ábyrgð á öllum rekstri borgarinnar,“ segir Vigdís og segir það lítilmannlegt að skella skuldinni á Hrólf Jónsson, brottfarinn embættismann, þegar vitað sé að hann og Dagur áttu náið vinnusamband. Vigdís kallar eftir tafarlausri óháðri rannsókn á málinu. Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira
Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. Flest sem farið gat úrskeiðis fór úrskeiðis en í skýrslunni kemur fram að farið hafi verið á svig við lög og innkaupareglur auk þess sem eftirliti, verkferlum og ábyrgð hafi verið ábótavant. Framúrkeyrsla Braggans hefur verið mikið rædd á árinu en raunkostnaður við byggingu hans nam 425 milljónum króna. Upphafleg kostnaðaráætlun var 158 milljónir króna. Borgarráð samþykkti 11. október að fela IER að vinna skýrslu um málið. Áður, árið 2015, hafði IER unnið úttekt á starfsemi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar (SEA), sem hafði yfirumsjón með framkvæmdinni, og skilað tugum tillagna um almennar úrbætur. Þeim hafði hins vegar ekki verið sinnt sem skyldi. „Skipulag SEA hefur frá upphafi verið býsna laust í reipum, skrifstofunni var ætlað að vinna hratt að því að afla borginni tekjutækifæra og það hefur komið niður á skipulagi og innra eftirliti,“ segir í inngangi skýrslunnar. Þá er þess getið í skýrslunni að samskipti skrifstofustjóra SEA og borgarstjóra hafi alla tíð verið mikil en þrátt fyrir það hafi borgarstjóra ekki verið kunnugt um framvindu þessarar tilteknu framkvæmdar. Úttekt IER leiddi í ljós að engir skriflegir samningar voru gerðir varðandi verkið að undanskildum leigusamningi við Háskólann í Reykjavík. Sá kveður á um 670 þúsund króna leigu á mánuði og að meðgjöf borgarinnar nemi 41 milljón á fjörutíu ára leigutíma. Sökum framúrkeyrslunnar mun meðgjöf borgarinnar verða rúmar 250 millj ónir og þyrfti leigan að vera tæplega þrefalt hærri til að núvirði verksins yrði jákvætt. Þá var farið fram úr samþykktum fjárheimildum en slíkt er í andstöðu við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Sem fyrr segir nemur kostnaður 425 milljónum sem er umfram þær 352 milljónir sem heimilaðar hafa verið. Hvergi var fylgst með því að verkið væri innan fjárheimilda. Þá voru engin skjöl um verkefnið í skjalavörslukerfi borgarinnar sem brýtur bæði gegn lögum um opinber skjalasöfn og skjalastefnu borgarinnar. Til viðbótar má nefna að innkaupareglum borgarinnar var ekki fylgt og upplýsingagjöf frá SEA til borgarráðs og innkauparáðs var villandi og í sumum tilfellum hreinlega röng. Þá var einn arkitekta breytinganna ráðinn verkefnisstjóri á byggingarstað og hafði hann það hlutverk að hafa eftirlit með verktökum og staðfesta reikninga. Slíkt þykir afar óheppilegt með tilliti til hagsmunaárekstra. Þá er vert að taka fram að upptalningin er fjarri því að vera tæmandi en í skýrslunni er að finna fjölda aðfinnslna til viðbótar.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Vísir/VilhelmBorgarstjóri ber ábyrgð „Skýrslan er bæði ítarleg og fer yfir málið í heild sinni. Mér finnst niður stöður hennar vera afgerandi og býsna skýrar. Það er mjög víða sem við þurfum að huga að nauð synlegum um bótum,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og telur skýrsluna góðan grunn að byggja á til að koma í veg fyrir að mál eins og braggamálið endurtaki sig. Spurður út í hans pólitísku ábyrgð kveðst hann vita skuld bera slíka sem æðsti yfir maður stjórnsýslunnar í borginni. „Það er hins vegar hluti af þessu verk efni að upp lýsingum var ekki miðlað, hvorki til mín né borgar ráðs, og það er auð vitað ekki í lagi.“Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.VísirAlvarlegar niðurstöður „Við sjáum að það er bent á nokkra einstaklinga sem bera þarna sína ábyrgð,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfsstæðisflokksins, og á þar við Hrólf Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, Stefán Eiríksson borgarritara og Dag B. Eggertsson borgarstjóra sem næsta yfirmann þeirra. Hildur segir niðurstöðu skýrslunnar virkilega alvarlega þar sem verkferlar, innkaup og annað slíkt er annars vegar. „Þarna kemur bara mjög skýrt fram að borgarráði hafi verið gefnar rangar og villandi upplýsingar og maður bara spyr sig í rauninni hvers vegna það hafi verið.“ Fljótt á litið virðist þó ekkert í skýrslunni kalla á að einhver axli pólitíska ábyrgð með afsögn. „Ég kalla bara eftir því að fólk viðurkenni mistök sín og axli á þeim ábyrgð með því að reyna að læra af þeim og laga þær brotalamir í kerfinu sem þarna koma í ljós.“Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins.Vísir/vilhelmBorgarstjóri segi af sér „Seinni helmingur í braggamálinu er hafinn,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sem öðrum fremur hefur haldið áfram að tosa í lausa þræði braggamálsins og knúið það áfram innan borgarinnar með gagnrýni sinni og eftirgrennslan. „Borgarstjóri verður að segja af sér, hann á enga undankomuleið. Borgarstjóri er framkvæmdastjóri Reykjavíkur og ber ábyrgð á öllum rekstri borgarinnar,“ segir Vigdís og segir það lítilmannlegt að skella skuldinni á Hrólf Jónsson, brottfarinn embættismann, þegar vitað sé að hann og Dagur áttu náið vinnusamband. Vigdís kallar eftir tafarlausri óháðri rannsókn á málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira
Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58
Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30
Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33