Jólavertíðin enn mjög mikilvæg verslunum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. desember 2018 08:45 Undanfarin ár hafa breytingar orðið á verslun á Laugavegi þar sem meira er nú stílað inn á ferðamenn. Fréttablaðið/Eyþór Það má segja almennt að í gegnum tíðina hefur jólavertíðin, fyrir mjög stóran hluta af versluninni, verið eins og vertíðin hjá sjávarútvegi. Hún hefur skipt öllu máli,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, um mikilvægi jólaverslunar í nóvember og desember fyrir fyrirtæki og verslanir hér á landi. Kortaveltan þessa tvo mánuði segi allt sem segja þarf og sé besti mælikvarðinn á hvernig neyslan dreifist yfir árið. „Ótrúlega stór hluti af ársveltunni hefur verið í nóvember/desember.“ Þeir sérfræðingar sem Fréttablaðið hefur talað við benda á að í gegnum tíðina hafi gjarnan verið talað um að fyrirtæki sé jafnvel rekið með tapi allt árið þar til jólavertíðin gengur í garð og bjargar því. Andrés segir breytingar hafa orðið á þessu fyrir um fjórum til fimm árum. „Þegar ferðamennirnir komu svona sterkir inn í hagkerfið og breyttu miklu fyrir íslenska verslun. Ekki síst í miðborg Reykjavíkur þar sem hún hefur tekið algjörum stakkaskiptum. Þú þarft ekki að ganga lengi um miðbæinn til að sjá þær breytingar sem orðið hafa á viðskiptamynstrinu.“ Miklu hafi munað þegar ferðamenn fóru úr hálfri milljón í tvær og hálfa á ári. „Fyrir átta árum stólaði verslunin að stórum hluta á jólavertíðina. Veltan í nóvember og desember réð mjög miklu um afkomu ársins hjá fyrirtækjum og í mörgum tilfellum á það við enn í dag. Mynstrið hefur breyst með ferðamönnunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Það má segja almennt að í gegnum tíðina hefur jólavertíðin, fyrir mjög stóran hluta af versluninni, verið eins og vertíðin hjá sjávarútvegi. Hún hefur skipt öllu máli,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, um mikilvægi jólaverslunar í nóvember og desember fyrir fyrirtæki og verslanir hér á landi. Kortaveltan þessa tvo mánuði segi allt sem segja þarf og sé besti mælikvarðinn á hvernig neyslan dreifist yfir árið. „Ótrúlega stór hluti af ársveltunni hefur verið í nóvember/desember.“ Þeir sérfræðingar sem Fréttablaðið hefur talað við benda á að í gegnum tíðina hafi gjarnan verið talað um að fyrirtæki sé jafnvel rekið með tapi allt árið þar til jólavertíðin gengur í garð og bjargar því. Andrés segir breytingar hafa orðið á þessu fyrir um fjórum til fimm árum. „Þegar ferðamennirnir komu svona sterkir inn í hagkerfið og breyttu miklu fyrir íslenska verslun. Ekki síst í miðborg Reykjavíkur þar sem hún hefur tekið algjörum stakkaskiptum. Þú þarft ekki að ganga lengi um miðbæinn til að sjá þær breytingar sem orðið hafa á viðskiptamynstrinu.“ Miklu hafi munað þegar ferðamenn fóru úr hálfri milljón í tvær og hálfa á ári. „Fyrir átta árum stólaði verslunin að stórum hluta á jólavertíðina. Veltan í nóvember og desember réð mjög miklu um afkomu ársins hjá fyrirtækjum og í mörgum tilfellum á það við enn í dag. Mynstrið hefur breyst með ferðamönnunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira