Með augun á leikskólum á Suðurnesjum vegna beltaleysis Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 16:03 Sigvaldi Arnar Lárusson varðstjóri með uglu sem hann bjargaði um árið. Lögreglan á Suðurnesjum Fjöldi ökumanna sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í vikunni sem voru á leið með börn sín í leikskólann í Reykjanesbæ var með öryggisbúnað í ólagi. Í sumum tilfellum voru börnin laus í bílnum. Varðstjóri á svæðinu segir þetta mikið áhyggjuefni. Síðustu daga hefur lögreglan á Suðurnesjum haft afskipti af rúmlega áttatíu ökumönnum á leið með börn sín í leikskólann til að kanna notkun þeirra á bílstólum og bílbeltum. Í ljós kom að of margir voru með þau mál í ólagi. Fyrsta daginn voru tæplega þrjátíu ökumenn stöðvaðir og var um helmingur þeirra sem ekki notaði tiltekinn öryggisbúnað. Sigvaldi Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir þetta hafa komið sér gríðarlega á óvart og brýnt að fólk hugi að öryggi barnanna sinna sama hversu stutt vegalengdin er. „Í gær var þetta meira en helmingur sem var með öryggismál í ólagi. Í morgun var þetta talsvert betra en alls ekki nógu gott,“ segir Sigvaldi. Vegna þessarar sláandi niðurstöðu mun lögreglan herða eftirlit við leik- og grunnskóla bæjarins. Sigvaldi segir vandan snúast um að foreldrarnir séu ekki í beltum, gleyma að setja börnin í belti, eru ekki með þau í bílstólum og þá eru þau bara sum laus í bílnum. „Flestir eru að bera því við að þetta eru bara stuttar vegalengdir. Ég á heima bara þarna og er að skjótast bara hingað. En slys þurfa engar vegalengdir,“ segir Sigvaldi. Foreldrar verði að festa börnin í bílnum. Hann segir börnin dýrmætasta farm sem hver og einn ekur um með. „Þú hlýtur að vilja passa þennan dýrmæta farm,“ segir Sigvaldi Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lögreglumál Reykjanesbær Samgöngur Tengdar fréttir Alltof mörg leikskólabörn í Reykjanesbæ ekki í bílbelti Allt of mörg börn í ónefndum leikskóla í Reykjanesbæ voru ekki í bílbeltum eða öðrum viðurkenndum búnaði þegar forráðamenn þeirra óku þeim í skólann í morgun. 8. janúar 2019 15:05 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Fjöldi ökumanna sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í vikunni sem voru á leið með börn sín í leikskólann í Reykjanesbæ var með öryggisbúnað í ólagi. Í sumum tilfellum voru börnin laus í bílnum. Varðstjóri á svæðinu segir þetta mikið áhyggjuefni. Síðustu daga hefur lögreglan á Suðurnesjum haft afskipti af rúmlega áttatíu ökumönnum á leið með börn sín í leikskólann til að kanna notkun þeirra á bílstólum og bílbeltum. Í ljós kom að of margir voru með þau mál í ólagi. Fyrsta daginn voru tæplega þrjátíu ökumenn stöðvaðir og var um helmingur þeirra sem ekki notaði tiltekinn öryggisbúnað. Sigvaldi Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir þetta hafa komið sér gríðarlega á óvart og brýnt að fólk hugi að öryggi barnanna sinna sama hversu stutt vegalengdin er. „Í gær var þetta meira en helmingur sem var með öryggismál í ólagi. Í morgun var þetta talsvert betra en alls ekki nógu gott,“ segir Sigvaldi. Vegna þessarar sláandi niðurstöðu mun lögreglan herða eftirlit við leik- og grunnskóla bæjarins. Sigvaldi segir vandan snúast um að foreldrarnir séu ekki í beltum, gleyma að setja börnin í belti, eru ekki með þau í bílstólum og þá eru þau bara sum laus í bílnum. „Flestir eru að bera því við að þetta eru bara stuttar vegalengdir. Ég á heima bara þarna og er að skjótast bara hingað. En slys þurfa engar vegalengdir,“ segir Sigvaldi. Foreldrar verði að festa börnin í bílnum. Hann segir börnin dýrmætasta farm sem hver og einn ekur um með. „Þú hlýtur að vilja passa þennan dýrmæta farm,“ segir Sigvaldi Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Lögreglumál Reykjanesbær Samgöngur Tengdar fréttir Alltof mörg leikskólabörn í Reykjanesbæ ekki í bílbelti Allt of mörg börn í ónefndum leikskóla í Reykjanesbæ voru ekki í bílbeltum eða öðrum viðurkenndum búnaði þegar forráðamenn þeirra óku þeim í skólann í morgun. 8. janúar 2019 15:05 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Alltof mörg leikskólabörn í Reykjanesbæ ekki í bílbelti Allt of mörg börn í ónefndum leikskóla í Reykjanesbæ voru ekki í bílbeltum eða öðrum viðurkenndum búnaði þegar forráðamenn þeirra óku þeim í skólann í morgun. 8. janúar 2019 15:05