Óvænt ævintýri í Kína Starri Freyr Jónsson skrifar 7. janúar 2019 20:00 Félagarnir í We Made God við styttu af Qin Shi Huang, fyrsta keisara Kína. Íslenskt tónlistarfólk er á faraldsfæti allt árið um kring og kemur fram á fjölda tónleika, tónlistarhátíða og annarra viðburða víða um heim. Ein þeirra sveita sem ferðuðust um langan veg á síðasta ári var rokksveitin We Made God en meðlimum hennar bauðst óvænt tækifæri í lok síðasta árs til að koma fram á þrettán tónleikum á jafnmörgum dögum í Kína. Magnús Bjarni Gröndal, söngvari og gítarleikari sveitarinnar, segir kínverskan tónleikahaldara hafa haft samband við þá félaga og boðið þeim þennan túr. View this post on InstagramKína er tekið með trompi! Þrettán borgir um allt austurlandið. #wemadegod A post shared by Magnús Gröndal (@magnusgrondal) on Dec 10, 2018 at 10:23pm PST„Þetta var mikil keyrsla, þrettán tónleikar á þrettán dögum sem urðu um leið partur af tónleikaferðalagi til að kynna plötu sem við gáfum út á síðasta ári. Það kom okkur verulega á óvart hvað kínversku tónleikastaðirnir voru flottir. Salirnir voru stórir og með öllum nýjustu græjunum. Kínverskir áhorfendur minna að vissu leyti á íslenska áhorfendur, þeir eru mjög hlédrægir meðan á tónleikum stendur, og eru ekki mikið fyrir að hreyfa sig mikið með tónlistinni. Viðbrögðin voru samt æðisleg, til dæmis tíðkast það í Kína að hljómsveitir sitji við borð eftir tónleikana og áriti boli og geisladiska. Þá fyrst sá maður áhuga áhorfenda sem voru gjörsamlega í skýjunum með að fá að hitta okkur og taka myndir af sér með okkur.“We Made God á tónleikum í 191 space í Guangzhou, þriðju stærstu borg Kína.Frumburðurinn fékk athygli Hljómsveitin We Made God var stofnuð fyrir um fimmtán árum og segir Magnús þá félaga hafa spilað í hverju einasta skúmaskoti á Íslandi og það örugglega oftar en tvisvar. „Við tókum þátt í Músíktilraunum árið 2006 og lentum í þriðja sæti. Tveimur árum síðar gáfum við út okkar fyrstu plötu, As We Sleep, og þá fór þetta á flug.“ Frumburðurinn fékk mikla athygli frá erlendu tónlistarpressunni, sérstaklega þeirri bresku, en platan fékk mjög góða dóma hjá tónlistartímaritunum Q og Kerrang!. „Í kjölfarið fórum við í fyrsta tónleikaferðalagið okkar til Bretlands og í dag höfum við gefið út þrjár breiðskífur og eina stuttskífu. Við spilum það sem kallast post-metal, þó megi alveg rökræða tónlistarstefnur fram og til baka.“ Aðrir meðlimir sveitarinnar eru Birkir Freyr Helgason, Steingrímur Sigurðarson og Rúnar Sveinsson.Liðsmenn We Made God í skoðunarferð við búdda musterið Yellow crane tower í Wuhan.Fagmenn á ferð Það sem einkenndi tónleikaferð þeirra í Kína að sögn Magnúsar var fyrst og fremst hvað allt var fagmannlegt. „Hljóðmenn og sviðsmenn gerðu allt alveg eftir bókinni sem tíðkast ekki hér eða annars staðar í Evrópu. Einnig má nefna gífurlega nákvæmni í hljóðprufum, kannski aðeins of mikla miðað við hvað við erum vanir. Einnig var gaman að sjá hvað tónleikastaðirnir voru flottir og við fundum fyrir því að það er stór neðanjarðarmenning fyrir alls kyns rokktónlist í Kína.“ Á árinu ætla sveitarmeðlimir að einbeita sér að nýju efni. „Eftir að hafa gefið út plötuna Beyond the Pale snemma ársins 2018 ætlum við að einbeita okkur að því að semja nýtt efni og vonandi ná að gefa eitthvað út síðar á árinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Íslenskt tónlistarfólk er á faraldsfæti allt árið um kring og kemur fram á fjölda tónleika, tónlistarhátíða og annarra viðburða víða um heim. Ein þeirra sveita sem ferðuðust um langan veg á síðasta ári var rokksveitin We Made God en meðlimum hennar bauðst óvænt tækifæri í lok síðasta árs til að koma fram á þrettán tónleikum á jafnmörgum dögum í Kína. Magnús Bjarni Gröndal, söngvari og gítarleikari sveitarinnar, segir kínverskan tónleikahaldara hafa haft samband við þá félaga og boðið þeim þennan túr. View this post on InstagramKína er tekið með trompi! Þrettán borgir um allt austurlandið. #wemadegod A post shared by Magnús Gröndal (@magnusgrondal) on Dec 10, 2018 at 10:23pm PST„Þetta var mikil keyrsla, þrettán tónleikar á þrettán dögum sem urðu um leið partur af tónleikaferðalagi til að kynna plötu sem við gáfum út á síðasta ári. Það kom okkur verulega á óvart hvað kínversku tónleikastaðirnir voru flottir. Salirnir voru stórir og með öllum nýjustu græjunum. Kínverskir áhorfendur minna að vissu leyti á íslenska áhorfendur, þeir eru mjög hlédrægir meðan á tónleikum stendur, og eru ekki mikið fyrir að hreyfa sig mikið með tónlistinni. Viðbrögðin voru samt æðisleg, til dæmis tíðkast það í Kína að hljómsveitir sitji við borð eftir tónleikana og áriti boli og geisladiska. Þá fyrst sá maður áhuga áhorfenda sem voru gjörsamlega í skýjunum með að fá að hitta okkur og taka myndir af sér með okkur.“We Made God á tónleikum í 191 space í Guangzhou, þriðju stærstu borg Kína.Frumburðurinn fékk athygli Hljómsveitin We Made God var stofnuð fyrir um fimmtán árum og segir Magnús þá félaga hafa spilað í hverju einasta skúmaskoti á Íslandi og það örugglega oftar en tvisvar. „Við tókum þátt í Músíktilraunum árið 2006 og lentum í þriðja sæti. Tveimur árum síðar gáfum við út okkar fyrstu plötu, As We Sleep, og þá fór þetta á flug.“ Frumburðurinn fékk mikla athygli frá erlendu tónlistarpressunni, sérstaklega þeirri bresku, en platan fékk mjög góða dóma hjá tónlistartímaritunum Q og Kerrang!. „Í kjölfarið fórum við í fyrsta tónleikaferðalagið okkar til Bretlands og í dag höfum við gefið út þrjár breiðskífur og eina stuttskífu. Við spilum það sem kallast post-metal, þó megi alveg rökræða tónlistarstefnur fram og til baka.“ Aðrir meðlimir sveitarinnar eru Birkir Freyr Helgason, Steingrímur Sigurðarson og Rúnar Sveinsson.Liðsmenn We Made God í skoðunarferð við búdda musterið Yellow crane tower í Wuhan.Fagmenn á ferð Það sem einkenndi tónleikaferð þeirra í Kína að sögn Magnúsar var fyrst og fremst hvað allt var fagmannlegt. „Hljóðmenn og sviðsmenn gerðu allt alveg eftir bókinni sem tíðkast ekki hér eða annars staðar í Evrópu. Einnig má nefna gífurlega nákvæmni í hljóðprufum, kannski aðeins of mikla miðað við hvað við erum vanir. Einnig var gaman að sjá hvað tónleikastaðirnir voru flottir og við fundum fyrir því að það er stór neðanjarðarmenning fyrir alls kyns rokktónlist í Kína.“ Á árinu ætla sveitarmeðlimir að einbeita sér að nýju efni. „Eftir að hafa gefið út plötuna Beyond the Pale snemma ársins 2018 ætlum við að einbeita okkur að því að semja nýtt efni og vonandi ná að gefa eitthvað út síðar á árinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira