Um ábyrgð borgarstjóra við endurgerð bragga við Nauthólsveg Margrét S. Björnsdóttir skrifar 5. janúar 2019 13:57 Fulltrúar í minnihluta borgarastjórnar Reykjavíkur hafa sl. mánuði farið hamförum og m.a. krafist tafarlausar afsagnar borgarstjóra vegna framúrkeyrslu kostnaðar við endurgerð bragga við Nauthólsveg. Ekki er ljóst á hvaða grundvelli afsagnarkrafan er lögð fram, pólitískum eða lagalegum? Ef krafan byggir á því að um lögbrot hafi verið að ræða er eðlilegt að slíkt sé tilkynnt til viðeigandi yfirvalda, frekar en að henni sé beint að borgarstjóranum sjálfum. Ef krafan byggir á því að borgarstjóri hafi með gáleysislegri framgöngu stefnt trausti eða trúverðuleika sínum í voða er eðlilegt að fram komi með hvaða hætti hann, persónulega, hafi átt hlut að málinu. Hvorugt sýnist greinarhöfundi vera til staðar miðað við skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um endurgerð bygginga við Nautshólsveg 100, sem út kom 17. desember sl. Henni var, af borgarráði og borgarstjórn, falin í byrjun október sl. heildarúttekt á verkefninu:..og að „enginn angi málsins skal undaskilinn og allt skal upplýst í þessu máli frá uppafi til enda“.Lykilmálsatvik varðandi ábyrgð borgarstjóra Skýrslan er ítarleg, skýr og afhjúpandi. Fyrir þá sem ekki hafa lesið hana eru tekin hér saman nokkur lykilatriði: Samkvæmt skýrslunni virðist Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar SEA, sem heyrir undir borgarstjóra og borgarritara, hafa við endurgerð braggans, farið á svig við margar reglur borgarinnar um framkvæmdir: Ma. um tímanlega fyrirlögn og samþykkt fjárheimilda, samninga, kostnaðareftirlit, reglur um innkaup og upplýsingamiðlun. Ekki hafi þó verið um „misferli“ að ræða en vissulega „misferlisáhættu“ þar sem ekki var farið að settum reglum. Lykilatriði hér er, að upplýsingamiðlun um framkvæmdina til borgarráðs og borgarstjóra eftir að fyrsta frumkostnaðaráætlun er samþykkt í júlí 2015, er ýmist ónóg, villandi eða kemur of seint fram. Borgarstjóri hafði ekki forsendur til að grípa inní fyrr en ágúst 2018. Þá fyrst fær hann einsog borgarráð upplýsingar um ósamþykktu framúrkeyrsluna. Strax í kjölfarið, eða í byrjun október 2018, er Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar falið að gera rækilega úttekt á verkefninu og framkvæmdir stöðvaðar. Lokakostnaðartölur komu svo ekki fram fyrr en í skýrslunni í desember 2018. Eftirfarandi staðreyndir skipta máli varðandi ábyrgð borgarstjóra: 1. Borgarráð fær og samþykkir fyrrgreinda frumkostnaðaráætlun í júlí 2015. Hún hljóðar uppá 146-158 mkr., sem yrðu að verulegu leyti greiddar niður með framtíðar leigutekjum. Fram kemur að hönnun framkvæmdarinnar sé ekki lokið. Þetta var eina kostnaðaráætlunin sem fór fyrir borgarráð. Aðeins voru lagðar fram á verkfundum framkvæmdarinnar kostnaðaráætlanir frá ráðgjafa í verkefninu, og það til hausts 2017. Þær áætlanir rötuðu þó aldrei lengra. Í fjárhagsáætlunum Reykjavíkurborgar 2016 og 2017 eru á grunni frumkostnaðaráætlunarinnar samþykktar samtals 152mkr. 2. Næsta tillaga um útgjöld fyrir verkefnið er lögð fram um mitt ár 2017 í svo nefndum viðauka með fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár. Þar koma 50 mkr. til viðbótar við frumáætlunina frá 2015. Eru þær sagðar vera til „að ljúka megi“ verkinu, og að leigutakinn Háskólinn í Reykjavík taki skv. leigusamningi á sig þriðjung þeirrar upphæðar. Leigutekjur kæmu á móti sem fyrr. Þetta er samþykkt í september 2017 og virðist ekki hafa vakið tortryggni, hvorki meirihluta né minnihluta, enda vel þekkt að umtalsverð óvissa sé við endurgerð gamalla mannvirkja. 3. Í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2018 kemur ekkert fram um frekari kostnað við framkvæmdina, en samkvæmt skýrslunni gefur skrifstofustjóri Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar SEA eftirá þá skýringu að það hafi gleymst. 4. Það er því ekki fyrr en í ágúst 2018 að fram kemur, í viðauka við fjárfestingaáætlun sama árs, viðbótar upphæðin 180mkr. til endurgerðarinnar. Hún er skýrð ma. með aukakostnaði vegna friðunarákvæða um mannvirkin og ófyrirséðs kostnaðar vegna ónýts grunns mannvirkjanna. Þegar hér er komið sögu er uppgefinn heildarkostnaður við framkvæmdina skyndilega kominn í 352 mkr. Í kjölfarið samþykktu borgarráð og borgarstjórn (2. og 11. október 2018) að fram skyldi fara heildarúttekt á verkefninu. Var Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar falið verkefnið og um leið ákveðið að stöðva framkvæmdir. Skýrsla Innri endurskoðunar var síðan birt 17. desember sl. eins og áður sagði. Í henni kemur fram að enn hafi kostnaður við framkvæmdina hækkað og að í desember 2018 sé hann orðinn 425 mkr. eða 73mkr. umfram það sem SEA hafði gefið upp í ágúst 2018. 5. Fram kemur í skýrslunni að borgarstjóri og borgarráð hafi engar upplýsingar haft um fyrrgreindan umframkostnað fyrr en í ágúst 2018 og þá hafi strax verið brugðist við. Þeim hafi heldur ekki verið kunnugt um loka-viðbótarkostnaðinn sem skýrslan greinir frá í desember 2018. 6. Skýringartilgáta Innri endurskoðunar um ástæður alls þess sem hér hefur verið rakið er „að verkefnið hafi einhvern veginn gleymst og týnst meðal stærri og meira áberandi verkefna“ skrifstofu Eigna og atvinnuþróunar SEA. „Fallið milli skips og bryggju“ eins og það er orðað. Ekki sé um „misferli“ að ræða eins og áður sagði, en vissulega „misferlisáhættu“ vegna gagnrýndra vinnubragða SEA. Til umhugsunar er að í skýrslunni kemur fram að Innri endurskoðun hafi á árinu 2015, áður en þessi ferill hefst gert all nokkrar athugasemdir við verklag Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar SEA. Ekki hafi þó enn verið „gerðar fullnægjandi úrbætur“ og Innri endurskoðun telur að þær hefðu getað forðað þeim mistökum sem síðar voru gerð á skrifstofu SEA.Bar borgarstjóri ábyrgð? Greinarhöfundur er ekki með nokkru móti að reyna að réttlæta kostnaðinn við endurgerð braggans, aðeins að skoða hvort í ljósi fyrrgreindra málsatvika sé með sanngirni hægt að ætlast til þess að borgarstjóri, borgarráð eða borgarstjórn brygðust fyrr við, eða með öðrum orðum að þau beri ábyrgð á kostnaði sem þau hvorki vissu af né höfðu samþykkt? En samkvæmt samþykktum um stjórn borgarinnar bera tveir þeir síðarnefndu endanlega ábyrgð á innra eftirliti með starfsemi borgarinnar. Samkvæmt skýrslu Innri endurskoðunar vissu þau ekki hvað var að gerast og máttu vera í góðri trú um að kostnaðartölur frá árinu 2017 væru lokatölur eins og fullyrt var og að HR tæki á sig þriðjung viðbótarkostnaðarins, sem þá var 50mkr. og átti að duga til að „ljúka“ verkefninu. Heildarkostnaður Reykjavíkurborgar væri um 192 mkr., mínus framlag HR og leigutekjur myndu greiða þann kostnað upp að töluverðu leyti á leigutímanum. Sú röksemd að borgarstjóri, sem æðsti yfirmaður stjórnsýslu Reykjavíkurborgar skuli bera ábyrgð á og taka afleiðingum af öllu því sem í stjórnsýslunni gerist, stenst ekki að mati höfundar þessarar greinar. Borgarstjóri verður amk. að hafa vitað um, komið að og/eða samþykkt það sem um ræðir. Vitað er að í sumum löndum hafa stjórnmálamenn sagt af sér vegna mistaka embættismanna sem undir þá heyra, hvort sem þeir vissu af, áttu beina aðild að mistökunum eða ekki. Greinarhöfundur hefur aldrei verið sammála þeirri kröfu. Því er meirihlutinn í borgarstjórn hvattur til að standa þétt að baki borgarstjóra og hefja umbætur á verklagi við framkvæmdir borgarinnar, verklagi sem geti í framtíðinni forðað mistökum af þessu tagi. Eðlilegt er að minnihlutinn taki þátt í þeirri vinnu einnig. Höfundur er félagi í Samfylkingunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Braggamálið Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fulltrúar í minnihluta borgarastjórnar Reykjavíkur hafa sl. mánuði farið hamförum og m.a. krafist tafarlausar afsagnar borgarstjóra vegna framúrkeyrslu kostnaðar við endurgerð bragga við Nauthólsveg. Ekki er ljóst á hvaða grundvelli afsagnarkrafan er lögð fram, pólitískum eða lagalegum? Ef krafan byggir á því að um lögbrot hafi verið að ræða er eðlilegt að slíkt sé tilkynnt til viðeigandi yfirvalda, frekar en að henni sé beint að borgarstjóranum sjálfum. Ef krafan byggir á því að borgarstjóri hafi með gáleysislegri framgöngu stefnt trausti eða trúverðuleika sínum í voða er eðlilegt að fram komi með hvaða hætti hann, persónulega, hafi átt hlut að málinu. Hvorugt sýnist greinarhöfundi vera til staðar miðað við skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um endurgerð bygginga við Nautshólsveg 100, sem út kom 17. desember sl. Henni var, af borgarráði og borgarstjórn, falin í byrjun október sl. heildarúttekt á verkefninu:..og að „enginn angi málsins skal undaskilinn og allt skal upplýst í þessu máli frá uppafi til enda“.Lykilmálsatvik varðandi ábyrgð borgarstjóra Skýrslan er ítarleg, skýr og afhjúpandi. Fyrir þá sem ekki hafa lesið hana eru tekin hér saman nokkur lykilatriði: Samkvæmt skýrslunni virðist Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar SEA, sem heyrir undir borgarstjóra og borgarritara, hafa við endurgerð braggans, farið á svig við margar reglur borgarinnar um framkvæmdir: Ma. um tímanlega fyrirlögn og samþykkt fjárheimilda, samninga, kostnaðareftirlit, reglur um innkaup og upplýsingamiðlun. Ekki hafi þó verið um „misferli“ að ræða en vissulega „misferlisáhættu“ þar sem ekki var farið að settum reglum. Lykilatriði hér er, að upplýsingamiðlun um framkvæmdina til borgarráðs og borgarstjóra eftir að fyrsta frumkostnaðaráætlun er samþykkt í júlí 2015, er ýmist ónóg, villandi eða kemur of seint fram. Borgarstjóri hafði ekki forsendur til að grípa inní fyrr en ágúst 2018. Þá fyrst fær hann einsog borgarráð upplýsingar um ósamþykktu framúrkeyrsluna. Strax í kjölfarið, eða í byrjun október 2018, er Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar falið að gera rækilega úttekt á verkefninu og framkvæmdir stöðvaðar. Lokakostnaðartölur komu svo ekki fram fyrr en í skýrslunni í desember 2018. Eftirfarandi staðreyndir skipta máli varðandi ábyrgð borgarstjóra: 1. Borgarráð fær og samþykkir fyrrgreinda frumkostnaðaráætlun í júlí 2015. Hún hljóðar uppá 146-158 mkr., sem yrðu að verulegu leyti greiddar niður með framtíðar leigutekjum. Fram kemur að hönnun framkvæmdarinnar sé ekki lokið. Þetta var eina kostnaðaráætlunin sem fór fyrir borgarráð. Aðeins voru lagðar fram á verkfundum framkvæmdarinnar kostnaðaráætlanir frá ráðgjafa í verkefninu, og það til hausts 2017. Þær áætlanir rötuðu þó aldrei lengra. Í fjárhagsáætlunum Reykjavíkurborgar 2016 og 2017 eru á grunni frumkostnaðaráætlunarinnar samþykktar samtals 152mkr. 2. Næsta tillaga um útgjöld fyrir verkefnið er lögð fram um mitt ár 2017 í svo nefndum viðauka með fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár. Þar koma 50 mkr. til viðbótar við frumáætlunina frá 2015. Eru þær sagðar vera til „að ljúka megi“ verkinu, og að leigutakinn Háskólinn í Reykjavík taki skv. leigusamningi á sig þriðjung þeirrar upphæðar. Leigutekjur kæmu á móti sem fyrr. Þetta er samþykkt í september 2017 og virðist ekki hafa vakið tortryggni, hvorki meirihluta né minnihluta, enda vel þekkt að umtalsverð óvissa sé við endurgerð gamalla mannvirkja. 3. Í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2018 kemur ekkert fram um frekari kostnað við framkvæmdina, en samkvæmt skýrslunni gefur skrifstofustjóri Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar SEA eftirá þá skýringu að það hafi gleymst. 4. Það er því ekki fyrr en í ágúst 2018 að fram kemur, í viðauka við fjárfestingaáætlun sama árs, viðbótar upphæðin 180mkr. til endurgerðarinnar. Hún er skýrð ma. með aukakostnaði vegna friðunarákvæða um mannvirkin og ófyrirséðs kostnaðar vegna ónýts grunns mannvirkjanna. Þegar hér er komið sögu er uppgefinn heildarkostnaður við framkvæmdina skyndilega kominn í 352 mkr. Í kjölfarið samþykktu borgarráð og borgarstjórn (2. og 11. október 2018) að fram skyldi fara heildarúttekt á verkefninu. Var Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar falið verkefnið og um leið ákveðið að stöðva framkvæmdir. Skýrsla Innri endurskoðunar var síðan birt 17. desember sl. eins og áður sagði. Í henni kemur fram að enn hafi kostnaður við framkvæmdina hækkað og að í desember 2018 sé hann orðinn 425 mkr. eða 73mkr. umfram það sem SEA hafði gefið upp í ágúst 2018. 5. Fram kemur í skýrslunni að borgarstjóri og borgarráð hafi engar upplýsingar haft um fyrrgreindan umframkostnað fyrr en í ágúst 2018 og þá hafi strax verið brugðist við. Þeim hafi heldur ekki verið kunnugt um loka-viðbótarkostnaðinn sem skýrslan greinir frá í desember 2018. 6. Skýringartilgáta Innri endurskoðunar um ástæður alls þess sem hér hefur verið rakið er „að verkefnið hafi einhvern veginn gleymst og týnst meðal stærri og meira áberandi verkefna“ skrifstofu Eigna og atvinnuþróunar SEA. „Fallið milli skips og bryggju“ eins og það er orðað. Ekki sé um „misferli“ að ræða eins og áður sagði, en vissulega „misferlisáhættu“ vegna gagnrýndra vinnubragða SEA. Til umhugsunar er að í skýrslunni kemur fram að Innri endurskoðun hafi á árinu 2015, áður en þessi ferill hefst gert all nokkrar athugasemdir við verklag Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar SEA. Ekki hafi þó enn verið „gerðar fullnægjandi úrbætur“ og Innri endurskoðun telur að þær hefðu getað forðað þeim mistökum sem síðar voru gerð á skrifstofu SEA.Bar borgarstjóri ábyrgð? Greinarhöfundur er ekki með nokkru móti að reyna að réttlæta kostnaðinn við endurgerð braggans, aðeins að skoða hvort í ljósi fyrrgreindra málsatvika sé með sanngirni hægt að ætlast til þess að borgarstjóri, borgarráð eða borgarstjórn brygðust fyrr við, eða með öðrum orðum að þau beri ábyrgð á kostnaði sem þau hvorki vissu af né höfðu samþykkt? En samkvæmt samþykktum um stjórn borgarinnar bera tveir þeir síðarnefndu endanlega ábyrgð á innra eftirliti með starfsemi borgarinnar. Samkvæmt skýrslu Innri endurskoðunar vissu þau ekki hvað var að gerast og máttu vera í góðri trú um að kostnaðartölur frá árinu 2017 væru lokatölur eins og fullyrt var og að HR tæki á sig þriðjung viðbótarkostnaðarins, sem þá var 50mkr. og átti að duga til að „ljúka“ verkefninu. Heildarkostnaður Reykjavíkurborgar væri um 192 mkr., mínus framlag HR og leigutekjur myndu greiða þann kostnað upp að töluverðu leyti á leigutímanum. Sú röksemd að borgarstjóri, sem æðsti yfirmaður stjórnsýslu Reykjavíkurborgar skuli bera ábyrgð á og taka afleiðingum af öllu því sem í stjórnsýslunni gerist, stenst ekki að mati höfundar þessarar greinar. Borgarstjóri verður amk. að hafa vitað um, komið að og/eða samþykkt það sem um ræðir. Vitað er að í sumum löndum hafa stjórnmálamenn sagt af sér vegna mistaka embættismanna sem undir þá heyra, hvort sem þeir vissu af, áttu beina aðild að mistökunum eða ekki. Greinarhöfundur hefur aldrei verið sammála þeirri kröfu. Því er meirihlutinn í borgarstjórn hvattur til að standa þétt að baki borgarstjóra og hefja umbætur á verklagi við framkvæmdir borgarinnar, verklagi sem geti í framtíðinni forðað mistökum af þessu tagi. Eðlilegt er að minnihlutinn taki þátt í þeirri vinnu einnig. Höfundur er félagi í Samfylkingunni
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun