Bresk bílaframleiðsla féll um 8,2% í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2019 08:15 Úr samsetningarverksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi. Fréttablaðið Bílaframleiðsla í Bretlandi á nýliðnu ári dróst mikið saman frá fyrra ári, eða um 8,2% á fyrstu 11 mánuðum ársins, en endanleg tala fyrir síðasta mánuð ársins liggur ekki enn fyrir. Samdrátturinn í nóvember var gríðarmikill, eða 19,6% og voru framleiddir 31.551 færri bílar í landinu en í sama mánuði árið 2017. Helsti áhrifaþátturinn í þessari bröttu minnkun liggur í áhrifum af Brexit, þ.e. brotthvarfi Bretlands úr Evrópusambandinu og þeirri staðreynd að Bretland er ekki enn komið með neinn útgöngusamning við Evrópusambandið. Fyrstu 11 mánuði ársins í fyrra var framleiðsla bíla í Bretlandi komin í 1.441.334 og var ríflega 120.000 bílum minni en árið áður og munar um minna.Minnkunin aðallega í útflutningi Framleiðsla bíla í Bretlandi fyrir innanlandsmarkað minnkaði aðeins um 1,9% í nóvember en útflutningur bíla til annarra landa dróst saman um 22,8%. Útflutningurinn nam samt sem áður 81,5% svo segja má að Bretland sé mikið bílaframleiðsluland. Minna en 100 dagar eru til þess dags sem Bretland fer úr Evrópusambandinu og bílaframleiðendur í Bretlandi kalla með hárri röddu á ráðamenn um að klára brottfararsamninginn við Evrópusambandið og erfitt getur þeim reynst að plana framhaldið um framleiðsluna og mannaflaþörf. Þessi minnkun á bílaframleiðslu í Bretlandi í fyrra kemur í kjölfar 3% minnkunar árið 2017 frá árinu 2016, sem var reyndar metár í framleiðslu bíla í Bretlandi.Enn meiri vélaframleiðsla Þó svo bílaframleiðsla í Bretlandi sé mikil er framleiðsla á vélum enn meiri og voru 2,72 milljónir véla framleiddar árið 2017, þó þær hafi verið færri í fyrra. Í Bretlandi vinna um 8.000 starfsmenn eingöngu við vélaframleiðslu og 3.550 þeirra vinna við framleiðslu á dísilvélum sem eiga undir högg að sækja á flestum bílamörkuðum. Þar eru því miklar blikur á lofti og hætt við miklum samdrætti á næstu árum. Fjárfesting í bílaframleiðslu almennt í Bretlandi minnkaði talsvert á síðasta ári, eða úr 1,66 milljörðum punda árið 2017 í 1,1 milljarð punda í fyrra, en hún nam 2,5 milljörðum punda árið 2016. Í þeirri óvissu sem ríkir í bílaframleiðslu í Bretlandi má eðlilegt teljast að framleiðendur haldi að sér höndum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent
Bílaframleiðsla í Bretlandi á nýliðnu ári dróst mikið saman frá fyrra ári, eða um 8,2% á fyrstu 11 mánuðum ársins, en endanleg tala fyrir síðasta mánuð ársins liggur ekki enn fyrir. Samdrátturinn í nóvember var gríðarmikill, eða 19,6% og voru framleiddir 31.551 færri bílar í landinu en í sama mánuði árið 2017. Helsti áhrifaþátturinn í þessari bröttu minnkun liggur í áhrifum af Brexit, þ.e. brotthvarfi Bretlands úr Evrópusambandinu og þeirri staðreynd að Bretland er ekki enn komið með neinn útgöngusamning við Evrópusambandið. Fyrstu 11 mánuði ársins í fyrra var framleiðsla bíla í Bretlandi komin í 1.441.334 og var ríflega 120.000 bílum minni en árið áður og munar um minna.Minnkunin aðallega í útflutningi Framleiðsla bíla í Bretlandi fyrir innanlandsmarkað minnkaði aðeins um 1,9% í nóvember en útflutningur bíla til annarra landa dróst saman um 22,8%. Útflutningurinn nam samt sem áður 81,5% svo segja má að Bretland sé mikið bílaframleiðsluland. Minna en 100 dagar eru til þess dags sem Bretland fer úr Evrópusambandinu og bílaframleiðendur í Bretlandi kalla með hárri röddu á ráðamenn um að klára brottfararsamninginn við Evrópusambandið og erfitt getur þeim reynst að plana framhaldið um framleiðsluna og mannaflaþörf. Þessi minnkun á bílaframleiðslu í Bretlandi í fyrra kemur í kjölfar 3% minnkunar árið 2017 frá árinu 2016, sem var reyndar metár í framleiðslu bíla í Bretlandi.Enn meiri vélaframleiðsla Þó svo bílaframleiðsla í Bretlandi sé mikil er framleiðsla á vélum enn meiri og voru 2,72 milljónir véla framleiddar árið 2017, þó þær hafi verið færri í fyrra. Í Bretlandi vinna um 8.000 starfsmenn eingöngu við vélaframleiðslu og 3.550 þeirra vinna við framleiðslu á dísilvélum sem eiga undir högg að sækja á flestum bílamörkuðum. Þar eru því miklar blikur á lofti og hætt við miklum samdrætti á næstu árum. Fjárfesting í bílaframleiðslu almennt í Bretlandi minnkaði talsvert á síðasta ári, eða úr 1,66 milljörðum punda árið 2017 í 1,1 milljarð punda í fyrra, en hún nam 2,5 milljörðum punda árið 2016. Í þeirri óvissu sem ríkir í bílaframleiðslu í Bretlandi má eðlilegt teljast að framleiðendur haldi að sér höndum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent