Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2019 21:45 Paul Whelan með Klakkeyjar og Hrappsey í baksýn. Hann var handtekinn í Moskvu á föstudag, sakaður um njósnir. Vísir/EPA Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara, sem nú er í haldi Rússa, sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi, og það með tvær sögufrægar eyjar í bakgrunni. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Myndin hér að ofan birtist á CNN í gærkvöldi af Bandaríkjamanninum Paul Whelan, sem handtekinn var í Moskvu milli jóla og nýárs, en Rússar saka hann um njósnir. Ljósmyndin af Whelan sem þannig fór í dreifingu um alla heimspressuna virkaði þó eitthvað kunnugleg fyrir marga hér á landi, og sér í lagi fyrir íbúa Stykkishólms, sem töldu sig þekkja sama útsýnið og þeir hafa út um gluggana heima hjá sér. Horft út um glugga í Stykkishólmi. Klakkeyjar sjást fjær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hólmarar eru raunar ekkert í vafa um að hinn meinti bandaríski njósnari sé með Breiðafjörð í bakgrunni, enda eru Klakkeyjar eða Dímonarklakkar, hæstu eyjar Breiðafjarðar, auðþekkjanlegar á myndinni, með sínum tveimur klökkum, Stóraklakki og Litlaklakki. Einnig sést Hrappsey á myndinni. Eyjarnar eru rétt utan við mynni Hvammsfjarðar norðaustur af Stykkishólmi. Klakkeyjar eru í landnámssögunni frægar fyrir það að þar leyndi Eiríkur rauði skipi sínu áður en hann sigldi til Grænlands. Hrappsey er frægust fyrir prentsmiðjuna sem þar var stofnuð fyrir um 250 árum og gaf út fyrsta tímarit á Íslandi og eyjan er líka einstök í íslenskri jarðsögu með eitt sjaldgæfasta berg á jörðinni sem kallast anortósít og finnst helst á tunglinu.Séð yfir Stykkishólmshöfn. Klakkeyjar og Hrappsey sjást úti á Breiðafirði undan Súgandisey. Fjær sjást fjöllin á Fellsströnd.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mattías Arnar Þorgrímsson, skipstjóri hjá Sæferðum í Stykkishólmi, telur að myndin sé tekin um borð í háu skipi rétt norðan við Stykkishólm og telur mjög líklegt að hinn meinti bandaríski njósnari hafi verið í eyjasiglingu um borð í Særúnu, skipi Sæferða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Stykkishólmur Tengdar fréttir Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Landnám Eiríks rauða á heimsminjaskrá Eystribyggð á Grænlandi þriðju menningarminjar Íslendingasagna sem komast á heimslista UNESCO 10. júlí 2017 22:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara, sem nú er í haldi Rússa, sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi, og það með tvær sögufrægar eyjar í bakgrunni. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Myndin hér að ofan birtist á CNN í gærkvöldi af Bandaríkjamanninum Paul Whelan, sem handtekinn var í Moskvu milli jóla og nýárs, en Rússar saka hann um njósnir. Ljósmyndin af Whelan sem þannig fór í dreifingu um alla heimspressuna virkaði þó eitthvað kunnugleg fyrir marga hér á landi, og sér í lagi fyrir íbúa Stykkishólms, sem töldu sig þekkja sama útsýnið og þeir hafa út um gluggana heima hjá sér. Horft út um glugga í Stykkishólmi. Klakkeyjar sjást fjær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hólmarar eru raunar ekkert í vafa um að hinn meinti bandaríski njósnari sé með Breiðafjörð í bakgrunni, enda eru Klakkeyjar eða Dímonarklakkar, hæstu eyjar Breiðafjarðar, auðþekkjanlegar á myndinni, með sínum tveimur klökkum, Stóraklakki og Litlaklakki. Einnig sést Hrappsey á myndinni. Eyjarnar eru rétt utan við mynni Hvammsfjarðar norðaustur af Stykkishólmi. Klakkeyjar eru í landnámssögunni frægar fyrir það að þar leyndi Eiríkur rauði skipi sínu áður en hann sigldi til Grænlands. Hrappsey er frægust fyrir prentsmiðjuna sem þar var stofnuð fyrir um 250 árum og gaf út fyrsta tímarit á Íslandi og eyjan er líka einstök í íslenskri jarðsögu með eitt sjaldgæfasta berg á jörðinni sem kallast anortósít og finnst helst á tunglinu.Séð yfir Stykkishólmshöfn. Klakkeyjar og Hrappsey sjást úti á Breiðafirði undan Súgandisey. Fjær sjást fjöllin á Fellsströnd.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mattías Arnar Þorgrímsson, skipstjóri hjá Sæferðum í Stykkishólmi, telur að myndin sé tekin um borð í háu skipi rétt norðan við Stykkishólm og telur mjög líklegt að hinn meinti bandaríski njósnari hafi verið í eyjasiglingu um borð í Særúnu, skipi Sæferða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Stykkishólmur Tengdar fréttir Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Landnám Eiríks rauða á heimsminjaskrá Eystribyggð á Grænlandi þriðju menningarminjar Íslendingasagna sem komast á heimslista UNESCO 10. júlí 2017 22:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45
Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30
Landnám Eiríks rauða á heimsminjaskrá Eystribyggð á Grænlandi þriðju menningarminjar Íslendingasagna sem komast á heimslista UNESCO 10. júlí 2017 22:15
Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00