Vilja margfeldiskosningu í Högum í júní Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. janúar 2019 09:00 Finnur Árnason, forstjóri Haga. 365 hf. og aðrir smærri hluthafar í Högum hyggjast setja fram tillögu fyrir aðalfund félagsins um að kosningar til stjórnar fari fram með margfeldiskosningu ef fleiri eru í framboði en koma til með að skipa stjórnina. Stjórnarkjör fór fram í Högum í gær. Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og stofnandi Bónuss, var meðal frambjóðenda en náði ekki kjöri. Aðalfundur Haga fer fram í júní, og verður þá gengið til stjórnarkjörs á ný. Margfeldiskosning er þegar kosið er beint milli einstaklinga, og er sú aðferð almennt talin minnka bilið milli stórra og smárra hluthafa, þannig að meiri líkur séu á að fulltrúar þeirra sem minna eiga komist að. Komið hefur fram í fjölmiðlum að 365 hafi verið meðal þeirra hluthafa sem kröfðust margfeldiskosningar fyrir stjórnarkjörið í gær. Kröfunni var vísað frá þar sem einungis 9,95% hluthafa hefðu sent inn gilda kröfu, en 10% þarf til að knýja fram slíka kosningu. „Með tilkomu tilnefningarnefnda er alveg ljóst að þeir sem ekki hljóta náð fyrir þeirra augum eiga á brattann að sækja. Stofnanafjárfestar eru gjarnir á að kjósa í samræmi við tillögur nefndanna, og reynslan sýnir að þær byggja mat sitt að stærstu leyti á samráði við allra stærstu hluthafana. Ég tel því algerlega nauðsynlegt að vernda minni hluthafa, og margfeldiskosning er lýðræðislegasta kosningakerfið sem hlutafélagalögin bjóða upp á,“ segir Jón Ásgeir. Aðspurður hvort minni hluthafar í Högum hyggist freista þess að boða til annars hluthafafundar sagði Jón Ásgeir að slíkt sé ekki á dagskrá hjá honum, að minnsta kosti. „Það er stutt í næsta fund í júní. Við bíðum þangað til, enda tel ég farsælast að stjórnendur og stjórn hafi frið þangað til til þess að sinna rekstrinum. Ég óska þeim alls hins besta í sínum störfum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jón Ásgeir ekki kjörinn í stjórn Haga Frambjóðendurnir sem tilnefninganefnd Haga mælti með í aðdraganda hluthafafundarins í dag náðu allir kjöri. 18. janúar 2019 11:38 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
365 hf. og aðrir smærri hluthafar í Högum hyggjast setja fram tillögu fyrir aðalfund félagsins um að kosningar til stjórnar fari fram með margfeldiskosningu ef fleiri eru í framboði en koma til með að skipa stjórnina. Stjórnarkjör fór fram í Högum í gær. Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og stofnandi Bónuss, var meðal frambjóðenda en náði ekki kjöri. Aðalfundur Haga fer fram í júní, og verður þá gengið til stjórnarkjörs á ný. Margfeldiskosning er þegar kosið er beint milli einstaklinga, og er sú aðferð almennt talin minnka bilið milli stórra og smárra hluthafa, þannig að meiri líkur séu á að fulltrúar þeirra sem minna eiga komist að. Komið hefur fram í fjölmiðlum að 365 hafi verið meðal þeirra hluthafa sem kröfðust margfeldiskosningar fyrir stjórnarkjörið í gær. Kröfunni var vísað frá þar sem einungis 9,95% hluthafa hefðu sent inn gilda kröfu, en 10% þarf til að knýja fram slíka kosningu. „Með tilkomu tilnefningarnefnda er alveg ljóst að þeir sem ekki hljóta náð fyrir þeirra augum eiga á brattann að sækja. Stofnanafjárfestar eru gjarnir á að kjósa í samræmi við tillögur nefndanna, og reynslan sýnir að þær byggja mat sitt að stærstu leyti á samráði við allra stærstu hluthafana. Ég tel því algerlega nauðsynlegt að vernda minni hluthafa, og margfeldiskosning er lýðræðislegasta kosningakerfið sem hlutafélagalögin bjóða upp á,“ segir Jón Ásgeir. Aðspurður hvort minni hluthafar í Högum hyggist freista þess að boða til annars hluthafafundar sagði Jón Ásgeir að slíkt sé ekki á dagskrá hjá honum, að minnsta kosti. „Það er stutt í næsta fund í júní. Við bíðum þangað til, enda tel ég farsælast að stjórnendur og stjórn hafi frið þangað til til þess að sinna rekstrinum. Ég óska þeim alls hins besta í sínum störfum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jón Ásgeir ekki kjörinn í stjórn Haga Frambjóðendurnir sem tilnefninganefnd Haga mælti með í aðdraganda hluthafafundarins í dag náðu allir kjöri. 18. janúar 2019 11:38 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Jón Ásgeir ekki kjörinn í stjórn Haga Frambjóðendurnir sem tilnefninganefnd Haga mælti með í aðdraganda hluthafafundarins í dag náðu allir kjöri. 18. janúar 2019 11:38