Einar leitar að öðrum verkefnum Andri Eysteinsson skrifar 11. janúar 2019 21:53 Einn þekktasti rithöfundur Íslands, Einar Kárason, fékk ekki úthlutað listamannalaunum í ár. Vísir/GVA Listamannalaunum var úthlutað í dag og líkt og áður hlaut mikill fjöldi listamanna úthlutað. Úr launasjóði rithöfunda var úthlutað 555 mánaðarlaunum en alls bárust 253 umsóknir um 2745 mánuði í launasjóðinn. Því var ljóst að meirihluti umsækjenda mun ekki fá úthlutað úr sjóðnum. Einn þeirra sem ekki fengu úthlutað í dag er verðlaunarithöfundurinn Einar Kárason. Einar segir í samtali við Vísi að líklega þyki verk einhverra annarra rithöfunda merkilegri en sú sem hann skrifar. Hann hafi undanfarin ár fengið minna úr sjóðnum en hann hefur óskað eftir. Einar sem hefur í fjóra áratugi unnið það að aðalstarfi að skrifa fékk úthlutað sex mánaðarlaunum í fyrra og níu árið áður. Einar, sem hefur skrifað hátt í þrjátíu bækur, hefur undanfarin ár hlotið listamannalaun og eru verk hans Íslendingum góðkunnug. Bækur hans hafa hlotið góða dóma og hefur hann verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í fjögur skipti, auk þess að hafa unnið til ýmissa verðlauna, til dæmis Íslensku Bókmenntaverðlaunin árið 2008, fyrir bókina Ofsa.Feðginin gáfu út fjórar bækur á árinu Einar segir að nú þurfi hann að finna sér eitthvað annað að gera fyrst hann hafi ekki fengið úthlutun í ár. Frá því að Einar hætti að fá greiðslur úr sjóðnum í fyrra hafi hann ekkert skrifað en þess í stað unnið margvísleg önnur verkefni. Staðan í ár verði sú sama, það stoðar lítt að skrifa á meðan listamannalaunin eru engin. Einar sagðist þó ekki vera hættur að skrifa til frambúðar en á meðan staðan er svona er ekkert verk væntanlegt. Tvær dætur Einars, þær Kamilla og Júlía Margrét, gáfu báðar út bækur á liðnu ári en voru líkt og faðir þeirra ekki á lista yfir þá sem hlutu listamannalaun. Kamilla gaf út bókina Kópavogskrónika og Júlía Margrét gaf út bækurnar: Drottningin á Júpíter- Absúrdleikhús Lilla Löve og Jarðarberjatungl. Bækur systranna hlutu góða dóma en eins og áður sagði hlutu þær ekki náð í augum úthlutunarnefndar. Einar segir að líkt og hann kvarti þær systur ekki yfir því en óvíst er hvort þær gefi eitthvað út á árinu. Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Listamannalaunum var úthlutað í dag og líkt og áður hlaut mikill fjöldi listamanna úthlutað. Úr launasjóði rithöfunda var úthlutað 555 mánaðarlaunum en alls bárust 253 umsóknir um 2745 mánuði í launasjóðinn. Því var ljóst að meirihluti umsækjenda mun ekki fá úthlutað úr sjóðnum. Einn þeirra sem ekki fengu úthlutað í dag er verðlaunarithöfundurinn Einar Kárason. Einar segir í samtali við Vísi að líklega þyki verk einhverra annarra rithöfunda merkilegri en sú sem hann skrifar. Hann hafi undanfarin ár fengið minna úr sjóðnum en hann hefur óskað eftir. Einar sem hefur í fjóra áratugi unnið það að aðalstarfi að skrifa fékk úthlutað sex mánaðarlaunum í fyrra og níu árið áður. Einar, sem hefur skrifað hátt í þrjátíu bækur, hefur undanfarin ár hlotið listamannalaun og eru verk hans Íslendingum góðkunnug. Bækur hans hafa hlotið góða dóma og hefur hann verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í fjögur skipti, auk þess að hafa unnið til ýmissa verðlauna, til dæmis Íslensku Bókmenntaverðlaunin árið 2008, fyrir bókina Ofsa.Feðginin gáfu út fjórar bækur á árinu Einar segir að nú þurfi hann að finna sér eitthvað annað að gera fyrst hann hafi ekki fengið úthlutun í ár. Frá því að Einar hætti að fá greiðslur úr sjóðnum í fyrra hafi hann ekkert skrifað en þess í stað unnið margvísleg önnur verkefni. Staðan í ár verði sú sama, það stoðar lítt að skrifa á meðan listamannalaunin eru engin. Einar sagðist þó ekki vera hættur að skrifa til frambúðar en á meðan staðan er svona er ekkert verk væntanlegt. Tvær dætur Einars, þær Kamilla og Júlía Margrét, gáfu báðar út bækur á liðnu ári en voru líkt og faðir þeirra ekki á lista yfir þá sem hlutu listamannalaun. Kamilla gaf út bókina Kópavogskrónika og Júlía Margrét gaf út bækurnar: Drottningin á Júpíter- Absúrdleikhús Lilla Löve og Jarðarberjatungl. Bækur systranna hlutu góða dóma en eins og áður sagði hlutu þær ekki náð í augum úthlutunarnefndar. Einar segir að líkt og hann kvarti þær systur ekki yfir því en óvíst er hvort þær gefi eitthvað út á árinu.
Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30