Brjálað að gera Lára G. Sigurðardóttir skrifar 28. janúar 2019 07:00 „Við sjáumst svo á skurðstofunni í fyrramálið. Ef þú ætlar að læra þarftu að mæta alla aðgerðardaga – líka eftir sólahringsvakt,“ sagði fyrrverandi yfirmaður minn ákveðinn. Það hefur lengi loðað við læknastéttina að menn lifi til að vinna frekar en vinni til að lifa. Þeir læknar sem ég þekki hafa allir haft mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Það kom því á óvart þegar nýleg könnun sýndi að annar hver læknir er við það að gefast upp á starfinu. Kulnun er fyrirbæri sem teygir anga sína í öll störf og stéttir samfélagsins. Henni var fyrst lýst árið 1974 af sálfræðingnum Herbert Freudenberger. Herbert lýsti kulnun sem andlegri og líkamlegri örmögnun sem á rót að rekja til vinnuaðstæðna. Kulnun hefur verið talsvert rannsökuð og ljóst hvaða þættir ýta undir hana þó enn eigi eftir að kortleggja betur fyrirbærið. Sérfræðingar eru þó sammála um að í grunninn er það kerfið sem bregst – ekki einstaklingurinn. Fyrir ári síðan var fjallað um íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem stytti vinnudaginn úr átta í sex tíma án þess að skerða laun. Starfsfólk fékk fleiri gæðastundir með fjölskyldunni og tíma fyrir sjálft sig. Hamingja þess jókst, veikindadögum fækkaði og afköst á vinnutíma urðu meiri. Vinnustundum fækkaði en tekjur fyrirtækisins jukust. Þetta er bara eitt dæmi en sýnir að það er hægt að snúa þessari þróun við. Stjórnendur vinnustaða ganga á undan með góðu eða slæmu fordæmi. Sem starfsmenn getum við gert ýmislegt til að þola betur vinnuálag en viðhorf okkar til vinnu ræður líka miklu. Er til dæmis alltaf „brjálað að gera“ eða áttu líka tíma til að rækta sjálfan þig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
„Við sjáumst svo á skurðstofunni í fyrramálið. Ef þú ætlar að læra þarftu að mæta alla aðgerðardaga – líka eftir sólahringsvakt,“ sagði fyrrverandi yfirmaður minn ákveðinn. Það hefur lengi loðað við læknastéttina að menn lifi til að vinna frekar en vinni til að lifa. Þeir læknar sem ég þekki hafa allir haft mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Það kom því á óvart þegar nýleg könnun sýndi að annar hver læknir er við það að gefast upp á starfinu. Kulnun er fyrirbæri sem teygir anga sína í öll störf og stéttir samfélagsins. Henni var fyrst lýst árið 1974 af sálfræðingnum Herbert Freudenberger. Herbert lýsti kulnun sem andlegri og líkamlegri örmögnun sem á rót að rekja til vinnuaðstæðna. Kulnun hefur verið talsvert rannsökuð og ljóst hvaða þættir ýta undir hana þó enn eigi eftir að kortleggja betur fyrirbærið. Sérfræðingar eru þó sammála um að í grunninn er það kerfið sem bregst – ekki einstaklingurinn. Fyrir ári síðan var fjallað um íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem stytti vinnudaginn úr átta í sex tíma án þess að skerða laun. Starfsfólk fékk fleiri gæðastundir með fjölskyldunni og tíma fyrir sjálft sig. Hamingja þess jókst, veikindadögum fækkaði og afköst á vinnutíma urðu meiri. Vinnustundum fækkaði en tekjur fyrirtækisins jukust. Þetta er bara eitt dæmi en sýnir að það er hægt að snúa þessari þróun við. Stjórnendur vinnustaða ganga á undan með góðu eða slæmu fordæmi. Sem starfsmenn getum við gert ýmislegt til að þola betur vinnuálag en viðhorf okkar til vinnu ræður líka miklu. Er til dæmis alltaf „brjálað að gera“ eða áttu líka tíma til að rækta sjálfan þig?
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun