Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Jakob Bjarnar skrifar 21. janúar 2019 13:45 Erling er ómyrkur í máli og segir að ef menn ætla að nálgast Listasöguna með þessum gleraugum sé óhjákvæmilegt að allt mun breytast í klám. Bandalag íslenskra listamanna hefur sent Seðlabankanum erindi þar sem það er harmað að þar hafi verið gripið til þess ráðs að taka niður málverk eftir Gunnlaug Blöndal og því komið fyrir bak við luktar dyr, í geymslu. „Já, við sendum Seðlabankanum erindi þar sem við lýsum furðu okkar á því að bankinn skuli einhvern veginn undirgangast tepruskap og púrítanisma með því að að taka niður list á þeim forsendum að nektinn trufli einhverjar sómakærar sálir,“ segir Erling Jóhannesson forseti Bandalagsins.Verk eftir Blöndal. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða verk það er eftir Blöndal sem er nú í geymslu þar sem það nær ekki að trufla viðkvæmar sálir.Fréttir af því að bankinn hafi orðið við þeirri kröfu að taka niður listaverk sem prýtt hafa veggi bankans hafa vakið mikla athygli og jafnvel reiði. Hafa margir orðið til að fordæma þetta ráðslag.Kvörtun í kjölfar metoo-byltingarinnar Fréttablaðið greindi frá þessu í sumar fyrst að þetta mál væri á borði stjórnenda bankans. Starfsmaður bankans hafði þá gert alvarlega athugasemd við nektarmyndirnar á vinnustaðnum, taldi þær ósæmilegar og fór fram á að þær yrðu fjarlægðar. „Kvörtunin, sem kom í kjölfar #metoo-byltingarinnar og þeirrar miklu umræðu sem skapaðist í kringum hana, var tekin alvarlega og endaði inni á borði stjórnenda þar sem ákveðið var að setja málið í ákveðið ferli,“ segir meðal annars í frétt frá í sumar.Erling fordæmir þessa einsýni og segir að ef afgreiða á alla Listasöguna bókstaflega sé óhjákvæmilegt að þá breytist allt í klám. Því þá miðast allt við lægsta samnefnarann.visir/gvaNú liggur það fyrir að verk Gunnlaugs hefur verið tekið niður en ekki er vitað hvort um fleiri verk er að ræða sem sært hafa augu þeirra sem kvartað hefur verið. Vísir hefur sent bankanum fyrirspurn sem snýr að því, meðal annars.Allt breytist í klám Erling segir þetta algera hringavitleysu vilji menn eltast við slíkt og spyr hvort það sé virkilega meining manna að fara á hundavaði yfir listasöguna og líma yfir allar geirvörtur sem þar kunna að sjást?Módel, um 1950-55, olía, 70 x 90 cm. Þetta er ein þriggja mynda í eigu Seðlabankans sem sýnd var á yfirlitssýningu á verkum Gunnlaugs Blöndal í LÍ árið 2006 og sú eina sem sýnir nekt. Því má leiða að því líkur að þetta sé verkið sem fór svo fyrir brjóstið á starfsmönnum SÍ. pic.twitter.com/KxwY18cn0B — Grétar Þór (@gretarsigurds) January 20, 2019„Líkaminn er þetta form sem menn hafa notað til að tjá og túlka hugmyndaheim tímans hverju sinni. Þarna blandast fagurfræði, lýðræði, ljóðræna, pólitík; sögnin er sjaldnast líkaminn heldur formið og ef þú hefur ekki dómgreind til að kíkja dýpra, þá breytist allt í klám.Við viljum fá bæði víðari og dýpri sýn á hugmyndasögu okkar en með þessum gleraugum, í guðanna bænum.“ Erling segir að þegar valtað hefur verið yfir hið margræða og allt verður bókstaflegt þá verði allt klám því með þessari aðferðarfræði byggi á því að leita ávallt að lægsta samnefnaranum. Og gera hann algildan.Hroðvirknisleg umgengni um listasöguna Ekki liggur nákvæmlega fyrir hver listaverkeign Seðlabankans er en vitað er að bankinn á veglegt safn og er þar um að ræða verk eftir marga af okkar helstu myndlistarmönnum. Um listaverkeignina er ekki getið sérstaklega í ársreikningum.Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri hjá Seðlabankanum. Fyrir liggur að listaverkasafn bankans er mikið vöxtum og afar dýrmætt.visir/Valli„Svo þessi undarlega staða uppi í Seðlabankans að stór hluti listaverkasögunnar er einhvern veginn í einhverju munaðarleysi,“ segir Erling.Listaverk án hirðis? „Já. Þarna er engin fagleg nálgun, engin skráning, að því er virðist; veit enginn hvað er þarna? Við tæpum á þessu bréfi til þeirra; við viljum fá að vita hvað er þarna. Þetta er hirðuleysi og sóðaskapur um menningarsögu okkar.“Bréf Bandalags listamanna til SeðlabankansBandalag íslenskra listamanna lýsir yfir furðu sinni á þeirri ákvörðun Seðlabanka Íslands að fjarlægja verk Gunnlaugs Blöndal úr almenningsrými og koma því fyrir í geymslum bankans.Þessi ákvörðun vekur margar spurningar, bæði hvað varðar safneign, umgengni og vörslu listaverka stofnunarinnar og ekki síður þá undarlegu tímaskjekkju puritanisma að ritskoða list með þessum hætti.Skilningur okkar á hugmyndaheimi hvers tíma byggir að stórum hluta á verkum listamanna, skáldskap, tónlist og myndlist. Frá upphafi menningarsögu okkar hefur nakið og berskjaldað form mannslíkamans verið eitt af helstu viðfangsefnum listamanna, hefur tjáð trúarlega, pólitíska eða tilvistarlega afstöðu. Um þetta vitna mörg stærstu og mikilvægustu verk listasögunnar. Þetta verk Gunnlaugs Blöndal stendur sterkt í þessari hefð listarinnar, nærgöngul en um leið ljóðræn, djúp og falleg mynd. Mikið er það undarlegt að vera stödd á þessum stað í umræðunni í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Að vanvirða svo þetta fallega verk með tepruskap og puritanískum viðbrögðum.Það er svo sem ekkert nýtt að listin takist á við valdið um hvað sé viðeigandi og hvað ekki. Oftast hafa þessi átök speglast í baráttu listarinnar við kirkjuna og trúarlegar hugmyndir, en kannski segir það eitthvað um samtímann að þessi tiltekna ritskoðun skuli upp sprottin í Seðlabanka Íslands, sem afleiðing af nafnlausum athugasemdum.Einnig hljóta að vakna spurningar um hvernig á því standi að í geymslur Seðlabanka Íslands skuli safnast myndlist engum aðgengileg án faglegrar umsjónar. Ef það er skilningur Seðlabankans að hann eigi að sinna menningarlegu hlutverki verður það hlutverk að byggjast á faglegum grunni. Ef bankinn er að safna þjóðargersemum í hirslur sínar ætti það að gerast með formlegri stofnun listasafns, ráðningu fagfólks, skráningu og aðgengi almennings. Geti bankinn ekki sinnt þeirri menningarlegu skyldu sinni hlýtur Bandalag íslenskra listamanna að gera þá kröfu að hann komi verkunum í vörslu og umsjá Listasafns íslands.Að því sögðu fer Bandalag íslenskra listamanna fram á upplýsingar um fjölda verka í safni bankans, hverjir eru höfundar þeirra verka og hvenær þau komu í eigu bankans?VirðingarfyllstErling Jóhannesson Forseti Bandalags íslenskra listamanna Menning Myndlist Seðlabankinn Tengdar fréttir Nektarlist veldur usla innan Seðlabankans Málverk Gunnlaugs Blöndal sem prýða veggi Seðlabanka Íslands fóru fyrir brjóstið á starfsmanni sem kvartaði. Kvörtunin er nú til skoðunar hjá stjórnendum og óvíst hvort verkin fái að vera uppi eða úr augsýn. Sérfræðingur hissa. 6. júní 2018 06:00 Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Eftir skoðun innan Seðlabankans varð niðurstaða stjórnenda sú að málverk sem innihalda nekt eftir Gunnlaug Blöndal skuli fjarlægð úr almennum vinnusvæðum og skrifstofum yfirmanna. 19. janúar 2019 08:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Sjá meira
Bandalag íslenskra listamanna hefur sent Seðlabankanum erindi þar sem það er harmað að þar hafi verið gripið til þess ráðs að taka niður málverk eftir Gunnlaug Blöndal og því komið fyrir bak við luktar dyr, í geymslu. „Já, við sendum Seðlabankanum erindi þar sem við lýsum furðu okkar á því að bankinn skuli einhvern veginn undirgangast tepruskap og púrítanisma með því að að taka niður list á þeim forsendum að nektinn trufli einhverjar sómakærar sálir,“ segir Erling Jóhannesson forseti Bandalagsins.Verk eftir Blöndal. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða verk það er eftir Blöndal sem er nú í geymslu þar sem það nær ekki að trufla viðkvæmar sálir.Fréttir af því að bankinn hafi orðið við þeirri kröfu að taka niður listaverk sem prýtt hafa veggi bankans hafa vakið mikla athygli og jafnvel reiði. Hafa margir orðið til að fordæma þetta ráðslag.Kvörtun í kjölfar metoo-byltingarinnar Fréttablaðið greindi frá þessu í sumar fyrst að þetta mál væri á borði stjórnenda bankans. Starfsmaður bankans hafði þá gert alvarlega athugasemd við nektarmyndirnar á vinnustaðnum, taldi þær ósæmilegar og fór fram á að þær yrðu fjarlægðar. „Kvörtunin, sem kom í kjölfar #metoo-byltingarinnar og þeirrar miklu umræðu sem skapaðist í kringum hana, var tekin alvarlega og endaði inni á borði stjórnenda þar sem ákveðið var að setja málið í ákveðið ferli,“ segir meðal annars í frétt frá í sumar.Erling fordæmir þessa einsýni og segir að ef afgreiða á alla Listasöguna bókstaflega sé óhjákvæmilegt að þá breytist allt í klám. Því þá miðast allt við lægsta samnefnarann.visir/gvaNú liggur það fyrir að verk Gunnlaugs hefur verið tekið niður en ekki er vitað hvort um fleiri verk er að ræða sem sært hafa augu þeirra sem kvartað hefur verið. Vísir hefur sent bankanum fyrirspurn sem snýr að því, meðal annars.Allt breytist í klám Erling segir þetta algera hringavitleysu vilji menn eltast við slíkt og spyr hvort það sé virkilega meining manna að fara á hundavaði yfir listasöguna og líma yfir allar geirvörtur sem þar kunna að sjást?Módel, um 1950-55, olía, 70 x 90 cm. Þetta er ein þriggja mynda í eigu Seðlabankans sem sýnd var á yfirlitssýningu á verkum Gunnlaugs Blöndal í LÍ árið 2006 og sú eina sem sýnir nekt. Því má leiða að því líkur að þetta sé verkið sem fór svo fyrir brjóstið á starfsmönnum SÍ. pic.twitter.com/KxwY18cn0B — Grétar Þór (@gretarsigurds) January 20, 2019„Líkaminn er þetta form sem menn hafa notað til að tjá og túlka hugmyndaheim tímans hverju sinni. Þarna blandast fagurfræði, lýðræði, ljóðræna, pólitík; sögnin er sjaldnast líkaminn heldur formið og ef þú hefur ekki dómgreind til að kíkja dýpra, þá breytist allt í klám.Við viljum fá bæði víðari og dýpri sýn á hugmyndasögu okkar en með þessum gleraugum, í guðanna bænum.“ Erling segir að þegar valtað hefur verið yfir hið margræða og allt verður bókstaflegt þá verði allt klám því með þessari aðferðarfræði byggi á því að leita ávallt að lægsta samnefnaranum. Og gera hann algildan.Hroðvirknisleg umgengni um listasöguna Ekki liggur nákvæmlega fyrir hver listaverkeign Seðlabankans er en vitað er að bankinn á veglegt safn og er þar um að ræða verk eftir marga af okkar helstu myndlistarmönnum. Um listaverkeignina er ekki getið sérstaklega í ársreikningum.Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri hjá Seðlabankanum. Fyrir liggur að listaverkasafn bankans er mikið vöxtum og afar dýrmætt.visir/Valli„Svo þessi undarlega staða uppi í Seðlabankans að stór hluti listaverkasögunnar er einhvern veginn í einhverju munaðarleysi,“ segir Erling.Listaverk án hirðis? „Já. Þarna er engin fagleg nálgun, engin skráning, að því er virðist; veit enginn hvað er þarna? Við tæpum á þessu bréfi til þeirra; við viljum fá að vita hvað er þarna. Þetta er hirðuleysi og sóðaskapur um menningarsögu okkar.“Bréf Bandalags listamanna til SeðlabankansBandalag íslenskra listamanna lýsir yfir furðu sinni á þeirri ákvörðun Seðlabanka Íslands að fjarlægja verk Gunnlaugs Blöndal úr almenningsrými og koma því fyrir í geymslum bankans.Þessi ákvörðun vekur margar spurningar, bæði hvað varðar safneign, umgengni og vörslu listaverka stofnunarinnar og ekki síður þá undarlegu tímaskjekkju puritanisma að ritskoða list með þessum hætti.Skilningur okkar á hugmyndaheimi hvers tíma byggir að stórum hluta á verkum listamanna, skáldskap, tónlist og myndlist. Frá upphafi menningarsögu okkar hefur nakið og berskjaldað form mannslíkamans verið eitt af helstu viðfangsefnum listamanna, hefur tjáð trúarlega, pólitíska eða tilvistarlega afstöðu. Um þetta vitna mörg stærstu og mikilvægustu verk listasögunnar. Þetta verk Gunnlaugs Blöndal stendur sterkt í þessari hefð listarinnar, nærgöngul en um leið ljóðræn, djúp og falleg mynd. Mikið er það undarlegt að vera stödd á þessum stað í umræðunni í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Að vanvirða svo þetta fallega verk með tepruskap og puritanískum viðbrögðum.Það er svo sem ekkert nýtt að listin takist á við valdið um hvað sé viðeigandi og hvað ekki. Oftast hafa þessi átök speglast í baráttu listarinnar við kirkjuna og trúarlegar hugmyndir, en kannski segir það eitthvað um samtímann að þessi tiltekna ritskoðun skuli upp sprottin í Seðlabanka Íslands, sem afleiðing af nafnlausum athugasemdum.Einnig hljóta að vakna spurningar um hvernig á því standi að í geymslur Seðlabanka Íslands skuli safnast myndlist engum aðgengileg án faglegrar umsjónar. Ef það er skilningur Seðlabankans að hann eigi að sinna menningarlegu hlutverki verður það hlutverk að byggjast á faglegum grunni. Ef bankinn er að safna þjóðargersemum í hirslur sínar ætti það að gerast með formlegri stofnun listasafns, ráðningu fagfólks, skráningu og aðgengi almennings. Geti bankinn ekki sinnt þeirri menningarlegu skyldu sinni hlýtur Bandalag íslenskra listamanna að gera þá kröfu að hann komi verkunum í vörslu og umsjá Listasafns íslands.Að því sögðu fer Bandalag íslenskra listamanna fram á upplýsingar um fjölda verka í safni bankans, hverjir eru höfundar þeirra verka og hvenær þau komu í eigu bankans?VirðingarfyllstErling Jóhannesson Forseti Bandalags íslenskra listamanna
Menning Myndlist Seðlabankinn Tengdar fréttir Nektarlist veldur usla innan Seðlabankans Málverk Gunnlaugs Blöndal sem prýða veggi Seðlabanka Íslands fóru fyrir brjóstið á starfsmanni sem kvartaði. Kvörtunin er nú til skoðunar hjá stjórnendum og óvíst hvort verkin fái að vera uppi eða úr augsýn. Sérfræðingur hissa. 6. júní 2018 06:00 Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Eftir skoðun innan Seðlabankans varð niðurstaða stjórnenda sú að málverk sem innihalda nekt eftir Gunnlaug Blöndal skuli fjarlægð úr almennum vinnusvæðum og skrifstofum yfirmanna. 19. janúar 2019 08:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Sjá meira
Nektarlist veldur usla innan Seðlabankans Málverk Gunnlaugs Blöndal sem prýða veggi Seðlabanka Íslands fóru fyrir brjóstið á starfsmanni sem kvartaði. Kvörtunin er nú til skoðunar hjá stjórnendum og óvíst hvort verkin fái að vera uppi eða úr augsýn. Sérfræðingur hissa. 6. júní 2018 06:00
Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Eftir skoðun innan Seðlabankans varð niðurstaða stjórnenda sú að málverk sem innihalda nekt eftir Gunnlaug Blöndal skuli fjarlægð úr almennum vinnusvæðum og skrifstofum yfirmanna. 19. janúar 2019 08:30