„Blóðrauður ofurmáni“ líklega illsjáanlegur í kvöld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2019 17:49 Máninn mun taka á sig rauðan blæ í myrkvanum í nótt. Nicoló Campo/Getty Í nótt verður tunglmyrkvi, svokallaður almyrkvi á tungli. Hann er sá fyrsti sem mögulegt væri að sjá frá Íslandi síðan í september 2015. Ólíklegt er að hægt verði að sjá til myrkvans þar sem veðurskilyrði verð að öllum líkindum ekki góð. Samkvæmt Stjörnufræðivefnum mun myrkvinn hefjast klukkan 02:37 í nótt. Þá mun tunglið vera almyrkvað og rauðleitt að lit milli 04:41 og 05:43. Á vefnum kemur einnig fram að myrkvinn eigi sér stað á næst nálægasta fulla tungli ársins. Því miður fyrir myrkvasólgna stjörnufræðiáhugamenn verður erfitt að sjá til himins í nótt. Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður skýjað nánast alls staðar á landinu þegar myrkvinn mun eiga sér stað. Þó verður skýjahulan sem fer yfir landið gengin yfir á vestanverðu landinu en henni mun fylgja éljagangur sem mun gera þeim sem sjá vilja myrkvann erfitt fyrir. Myrkvi sem þessi er stundum nefndur „blóðrauður ofurmáni,“ en samkvæmt stjörnufræðivefnum er það vegna þess að „þegar tunglið er inni í alskugga Jarðar fær það á sig blóðrauðan blæ. Þennan lit má rekja til allra sólarlaga og sólarupprása sem umlykja jörðina á þessu augnabliki. Sólarljósið berst í gegnum lofthjúp jarðar sem tvístrar rauða litnum síðar en hinum litunum. Ljósið berst til tunglsins og gefur því rauðan lit. […] Fullt tungl í jarðnánd er stundum kallað „ofurmáni.““ Líklegt er að stjörnufræðiáhugafólk verði að bíða ögn lengur eftir næsta almyrkva sem sést héðan frá Íslandi, en sá næsti verður 16. maí 2022.Á Stjörnufræðivefnum má lesa meira um tunglmyrkvann. Geimurinn Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Í nótt verður tunglmyrkvi, svokallaður almyrkvi á tungli. Hann er sá fyrsti sem mögulegt væri að sjá frá Íslandi síðan í september 2015. Ólíklegt er að hægt verði að sjá til myrkvans þar sem veðurskilyrði verð að öllum líkindum ekki góð. Samkvæmt Stjörnufræðivefnum mun myrkvinn hefjast klukkan 02:37 í nótt. Þá mun tunglið vera almyrkvað og rauðleitt að lit milli 04:41 og 05:43. Á vefnum kemur einnig fram að myrkvinn eigi sér stað á næst nálægasta fulla tungli ársins. Því miður fyrir myrkvasólgna stjörnufræðiáhugamenn verður erfitt að sjá til himins í nótt. Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður skýjað nánast alls staðar á landinu þegar myrkvinn mun eiga sér stað. Þó verður skýjahulan sem fer yfir landið gengin yfir á vestanverðu landinu en henni mun fylgja éljagangur sem mun gera þeim sem sjá vilja myrkvann erfitt fyrir. Myrkvi sem þessi er stundum nefndur „blóðrauður ofurmáni,“ en samkvæmt stjörnufræðivefnum er það vegna þess að „þegar tunglið er inni í alskugga Jarðar fær það á sig blóðrauðan blæ. Þennan lit má rekja til allra sólarlaga og sólarupprása sem umlykja jörðina á þessu augnabliki. Sólarljósið berst í gegnum lofthjúp jarðar sem tvístrar rauða litnum síðar en hinum litunum. Ljósið berst til tunglsins og gefur því rauðan lit. […] Fullt tungl í jarðnánd er stundum kallað „ofurmáni.““ Líklegt er að stjörnufræðiáhugafólk verði að bíða ögn lengur eftir næsta almyrkva sem sést héðan frá Íslandi, en sá næsti verður 16. maí 2022.Á Stjörnufræðivefnum má lesa meira um tunglmyrkvann.
Geimurinn Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira