Prúðustu goðsagnir knattspyrnusögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2019 23:00 Sir Alex Ferguson og Ryan Giggs fagna saman einum af titlunum 34 sem þeir unnu saman. Getty/John Peters Fjórir leikmenn með magnaðan knattspyrnuferil eiga líka eitt mjög merkilegt sameiginlegt. Hinn velski Ryan Giggs, þeir spænsku Raúl og Andrés Iniesta sem og hinn þýski Philipp Lahm geta með réttu kallað sig prúðustu goðsagnir knattspyrnusögunnar. Tölfræðin yfir spjöld styður það heldur betur. Allir spiluðu þeir í mjög langan tíma í stærsta sviðinu án þess að fá einhvern tímann gult spjald. Ekkert brot, ekkert tuð og enginn leikaraskapur hjá þeim kallaði einhvern tímann á gult spjald. Þeir létu allir verkin tala inn á vellinum og unnu marga glæsilega sigra á sínum ferli. Fésbókarsíðan Give Me Sport benti á þessa skemmtilega staðreynd, kannski í tilefni af því að Real Madrid maðurinn Sergio Ramos fékk í gær sitt 210. gula spjald á ferlinum. Ryan Giggs er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir Manchester United eða 963 en hann vann alls 34 titla með United þar af ensku deildina þrettán sinnum. Spænski framherjinn Raúl spilaði lengst af sínum ferli með Real Madrid en endaði feril sinn á því að spila með liðum Schalke 04, Al Sadd og New York Cosmos. Raúl vann sextán titla með Real Madrid þarf af Meistaradeildina þrisvar sinnum og spænsku deildina sex sinnum. Andrés Iniesta lék með Barcelona frá því að hann var átján ára (2002) þar til að hann var 34 ára (2018). Hann vann alls 33 titla með Barcelona þar af tvær þrennur (2009 og 2015) en alls vann hann Meistaradeildina fjórum sinnum og spænsku deildina níu sinnum. Þjóðverjinn Philipp Lahm spilaði nær allan ferill sinn með Bayern München og ólíkt hinum þremur þá spilaði hann í vörninni. Philipp Lahm kom inn í aðallið Bayern 2006 og hélt sæti sínu til ársins 2017. Hann vann 21 titil með Bayern þar af þýsku deildina átta sinnum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Hefur fengið 210 gul og 24 rauð spjöld á ferlinum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, bætti enn einu gula spjaldinu við á ferilskrá sína í El Clásico í gærkvöldi þegar Real Madrid mætti Barcelona í spænska Konungsbikarnum á Nývangi. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Fjórir leikmenn með magnaðan knattspyrnuferil eiga líka eitt mjög merkilegt sameiginlegt. Hinn velski Ryan Giggs, þeir spænsku Raúl og Andrés Iniesta sem og hinn þýski Philipp Lahm geta með réttu kallað sig prúðustu goðsagnir knattspyrnusögunnar. Tölfræðin yfir spjöld styður það heldur betur. Allir spiluðu þeir í mjög langan tíma í stærsta sviðinu án þess að fá einhvern tímann gult spjald. Ekkert brot, ekkert tuð og enginn leikaraskapur hjá þeim kallaði einhvern tímann á gult spjald. Þeir létu allir verkin tala inn á vellinum og unnu marga glæsilega sigra á sínum ferli. Fésbókarsíðan Give Me Sport benti á þessa skemmtilega staðreynd, kannski í tilefni af því að Real Madrid maðurinn Sergio Ramos fékk í gær sitt 210. gula spjald á ferlinum. Ryan Giggs er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir Manchester United eða 963 en hann vann alls 34 titla með United þar af ensku deildina þrettán sinnum. Spænski framherjinn Raúl spilaði lengst af sínum ferli með Real Madrid en endaði feril sinn á því að spila með liðum Schalke 04, Al Sadd og New York Cosmos. Raúl vann sextán titla með Real Madrid þarf af Meistaradeildina þrisvar sinnum og spænsku deildina sex sinnum. Andrés Iniesta lék með Barcelona frá því að hann var átján ára (2002) þar til að hann var 34 ára (2018). Hann vann alls 33 titla með Barcelona þar af tvær þrennur (2009 og 2015) en alls vann hann Meistaradeildina fjórum sinnum og spænsku deildina níu sinnum. Þjóðverjinn Philipp Lahm spilaði nær allan ferill sinn með Bayern München og ólíkt hinum þremur þá spilaði hann í vörninni. Philipp Lahm kom inn í aðallið Bayern 2006 og hélt sæti sínu til ársins 2017. Hann vann 21 titil með Bayern þar af þýsku deildina átta sinnum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Hefur fengið 210 gul og 24 rauð spjöld á ferlinum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, bætti enn einu gula spjaldinu við á ferilskrá sína í El Clásico í gærkvöldi þegar Real Madrid mætti Barcelona í spænska Konungsbikarnum á Nývangi. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Hefur fengið 210 gul og 24 rauð spjöld á ferlinum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, bætti enn einu gula spjaldinu við á ferilskrá sína í El Clásico í gærkvöldi þegar Real Madrid mætti Barcelona í spænska Konungsbikarnum á Nývangi. 7. febrúar 2019 19:00