Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2019 09:15 Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? Vísir/Hjalti Ekki ætti að líða á löngu áður en líf færist aftur í tóm verslunarrými á gatnamótum Laugavegar og Skólavörðustígs, ef marka má verslunareigendur, leigu- og fasteignasala sem Vísir hefur rætt við. Þau hafa mörg hver staðið auð árum saman og vakið undrun og eftirtekt vegfarenda. Fjölmargir, eins og sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason, hafa spurt sig hvers vegna verslunarpláss á þessu fjölfarna – ef ekki fjölfarnasta - horni Reykjavíkurborgar skuli ekki vera í rekstri. Gárungar eru jafnvel farnir að tala um „Draugaveg“, sem er augljós afbökun á nafni þessarar helstu verslunargötu landsins og Egill sjálfur kallar „Eyðiland.“ Þúsundir ferðamanna gangi þar fram hjá á hverjum degi og því mætti ætla að straumur þeirra gæti borið verslunarrekstur á þessu litla svæði. Þrátt fyrir að margvíslegar ástæður séu fyrir hinum tómu rýmum eru viðmælendur Vísis þó á einu máli um að lifna muni yfir svæðinu í náinni framtíð. Verslunarrýmin sem Vísir beindi sjónum sínum að má sjá á kortinu hér að ofan. Um er að ræða húsnæði sem allt hefur staðið autt og ónýtt svo mánuðum skiptir; allt frá 3 mánuðum til 3 ára. Fasteignirnar sem um ræðir eru: Laugavegur 2 (tvö rými), Laugavegur 3, Laugavegur 4, Laugavegur 6 og Skólavörðustígur 4.Á horni Laugavegar og Skólavörðustígs stendur Laugavegur 2. Í kjallara má finna skemmistaðinn Kofa Tómasar frænda og á efstu hæðinni er veitingastaðurinn Sakebarinn.Vísir/VilhelmHærri leiga fældi Fóu Á Laugavegi 2, húsinu sem stendur einmitt á gatnamótum Skólavörðustígs og Laugavegar, eru tvö tóm rými. Annars vegar á fyrstu hæð, sem áður hýsti gjafavöruverslunina Fóu, og hins vegar rými í austurenda hússins þar sem áður var Sushibarinn. Þegar blaðamann Vísis bar að garði á dögunum mátti sjá miða í gluggum fyrstu hæðarinnar með farsímanúmeri fasteignasalans Hauks Geirs Garðarssonar. Hann er í forsvari fyrir félagið Hávella ehf. sem á Laugaveg 2 eins og hann leggur sig. Haukur leitar nú að nýjum leigjendum á fyrstu hæðina eftir að verslunin Fóa skellti þar í lás í nóvember síðastliðnum eftir fimm ára rekstur. „Ekki tókst að semja við leigusalann þegar samningurinn okkar rann út og við verðum því að kveðja fallega húsnæðið okkar á horninu,“ sagði í kveðjubréfi verslunarinnar til viðskiptavina. Fyrirséð var að hækka þyrfti leiguna og töldu aðstandendur Fóu sig ekki geta haldið rekstrinum áfram við breyttar forsendur. Þrátt fyrir verðhækkunina segist fasteignasalinn Haukur finna fyrir miklum áhuga á rýminu, sem er um 70 fermetrar að stærð. Til að mynda hafi einstaklingur sett sig í samband við hann síðastliðinn föstudag sem vildi ólmur hefja þar rekstur. Haukur segist því eiga í viðræðum þessa dagana við nokkra einstaklinga sem allir vilja glæða Laugaveg 2 nýju lífi, en fyrir eru í húsinu skemmtistaðurinn Kofi Tómasar frænda og veitingastaðurinn Sakebarinn. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað mun opna á fyrstu hæð hússins, en þó er hægt að slá því föstu að það verði ekki veitingastaður. Starfsemiskvótar Reykjavíkurborgar gera kröfu um fjölbreyttari atvinnurekstur á svæðinu. Aðspurður segir Haukur erfitt að áætla hvenær rekstur hefst á ný í rýminu. Vonir standi til að það verði fyrr en síðar.Sushibarinn var rekinn í gráa rýminu milli Laugavegar 2 og 4. Á jarðhæð síðarnefnda hússins hefur ekki verið starfsemi síðan í janúar árið 2016.Vísir/VilhelmFólk hætt að sækja Víkur þá sögunni að hinu tóma rýminu á Laugavegi 2. Það er á tveimur hæðum í austurenda hússins og hefur verið litað grátt, en margir muna eflaust eftir því þegar það var skærappelsínugult og hýsti japanska veitingastaðinn Sushibarinn. Þrátt fyrir að hafa staðið autt frá því í mars árið 2017, þegar því var lokað vegna framkvæmda, er húsnæðið ennþá í umsjá sömu rekstraraðila, þeirra á meðal veitingamannsins Einars Sturlu Möinichen sem jafnframt rekur Sakebarinn á efstu hæð sama húss. Einar segir í samtali við Vísi að lokun Sushibarsins hafi staðið töluvert lengur en upprunalegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Þegar ákveðið var að opna nýjan veitingastað, ráðast í endurbætur á húsnæðinu og skipta út öllum innanstokksmunum var það gert út frá ákveðinni hugmynd um framtíð rekstursins – sem hafi síðan fokið út um gluggann þegar forsendur breyttust. Því hafi aðstandendur staðarins þurft að breyta um stefnu á miðri leið, með tilheyrandi kostnaði og tímatapi. Til að mynda hafi þurft að bregðast við breyttum neysluvenjum, að sögn Einars. Aðstandendur Sushibarsins hafi fundið fyrir því að viðskiptavinir vildu heldur borða á staðnum en að taka matinn með sér heim. Það hafi verið óþægileg uppgötvun fyrir Sushibarinn, sem gerði sérstaklega út á „take away,“ en jók þó um leið viðskiptin á Sakebarnum á efstu hæðinni, þar sem gert er ráð fyrir því að fólk setjist niður og snæði. Þessa þróun vill Einar rekja til lokunar fyrir bílaumferð um Laugaveg og Skólavörðustíg, fólk vilji síður grípa með sér mat til að borða heima ef það getur ekki stokkið beint upp í bílinn þegar það hefur fengið mat í hendurnar. Þá segir Einar að hækkandi launakostnaður meðfram hærri fasteignagjöldum hafi einnig komið í bakið á aðstandendum Sushibarsins. Hönnun nýja staðarins hafi því þurft að taka mið af þessari kostnaðaraukningu, auk fyrrnefndra breytinga á neysluvenjum. Leitast verði eftir því að nýta starfsfólk og fermetra sem best, þannig að ekki þurfi að velta hækkunum út í verðlagið. Einar segir að vonir standi til að nýi veitingastaðurinn opni í rýminu fyrir sumarbyrjun.Það berst enginn kleinuhringjailmur lengur frá Laugavegi 3.Vísir/VihelmBúdda - Bakkelsi - Breytingar Handan götunnar stendur svo 350 fermetra autt rými á tveimur hæðum, prýtt stórum gluggum. Forvitnir vegfarendur hafa gægst í gegnum rúðurnar allt frá því að síðasti rekstur hvarf úr húsnæðinu þann 1. nóvember 2017: hið sögufræga útibú Dunkin‘ Donuts sem opnað var með mikilli viðhöfn og langri röð tveimur árum áður. Um þá ágætu kleinuhringjakeðju hefur margt verið ritað, nú síðast í upphafi árs þegar endanlega var tekin ákvörðun um að loka öllum útsölustöðum Dunkin‘ Donuts á Íslandi. Áður en keðjan opnaði sitt fyrsta útibú á Laugavegi 3 sumarið 2015 hýsti rýmið veitingastaðinn Buddha Cafe í eigu bræðranna Hákons, Torfa og Stefáns Arasona. Þeir eru enn eigendur húsnæðisins, sem þeir leigðu Dunkin‘ Donuts á sínum tíma. Í samtali við Vísi segir Hákon Arason að rétt eins og nágrannar þeirra hinum megin við götuna hafi verið ákveðið að ráðast í breytingar á húsnæðinu eftir að Dunkin' Donuts slökkti á kleinuhringjaofnunum. Þær hafi ekki síst falist í umfangsmiklum rafmagnsframkvæmdum, sem reyndust tímafrekari og kostnaðarsamari en lagt var upp með. Til að mynda hafi þurft að leggja nýjan rafstreng inn í rýmið sem Hákon segir að hafi verið mikill og dýr hausverkur. Þessar framkvæmdir eru nú hins vegar að baki og vinna þeir bræður nú í því að finna álitlegan leigjanda. Að sögn Hákonar eru „þónokkuð margir“ sem vilja hefja rekstur í húsnæðinu, enda verði staðsetningin vart betri í miðborg Reykjavíkur. Ómögulegt sé að segja til á þessari stundu hvers konar starfsemi verði í rýminu, enda hafi bæði fólk úr veitingageiranum og annars konar rekstri sýnt því áhuga – til að mynda fulltrúar „erlendrar lúxusverslunarkeðju,“ eins og Hákon orðar það. Að sama skapi liggi ekki nákvæmlega fyrir hvenær megi búast við því að líf kvikni í húsnæðinu á ný. Hákon segist þó bjartsýnn á að það verði „sem fyrst.“Vonir standa til að hægt verði að opna glerrýmið milli Laugavegar 4 og 6 í næsta mánuði. Fyrst um sinn verður aðeins starfsemi í kjallara hússins, þar sem finna má ísgallerý og bar.Fréttablaðið/ernirÍsbúð út, ísbar inn Umfangmestu framkvæmdirnar á svæðinu fara þó fram á hinni umdeildu lóð Laugavegar 4 til 6 og Skólavörðustígs 1a. Um er að ræða lóðina sem borgin keypti ásamt fasteignum fyrir 580 milljónir árið 2008. Kaupin voru gerð í tengslum við samstarfsyfirlýsingu Ólafs F. Magnússonar og sjálfstæðismanna í borgarstjórn þegar myndaður var nýr meirihluti og Ólafur F. varð borgarstjóri. Var ekki síst ráðist í kaupin til að viðhalda 19. aldar götumynd Laugavegar. Þau áform breyttust þó þegar Reykjavíkurborg seldi lóðina árið 2014 og gaf út leyfi ári síðar til að reisa glerbyggingu á milli gömlu húsanna. Sú bygging reis árið 2017 milli Laugavegar 4 og timburhússins að Laugavegi 6 en bæði húsin voru byggð í lok 19. aldar. Framkvæmdirnar á reitnum hafa verið umfangsmiklar undanfarin ár, en auk þess að byggja fyrrnefnt glerhýsi er búið að tengja saman Laugaveg 4 og Skólavörðustíg 1a. Gestir miðborgarinnar munu því geta gengið inn í húsið á Laugavegi og yfirgefið það á Skólavörðustíg – og öfugt. Nú sér hins vegar fyrir endann á þessum framkvæmdum. Til stendur að rekstur hefjist að Laugavegi 4 strax í næsta mánuði. Þar áforma norskir fjárfestar – sem jafnframt eru hjón - að opna bar og gallerí með höggmyndum úr ís í kjallara hússins. Gestir ísgallerísins greiða 3000 krónu aðgangseyri í skiptum fyrir vetrarjakka, hanska og drykk sem borinn er fram í ísglasi, áður en þeir njóta þess að skoða margvíslegar höggmyndir úr ís og tylla sér við frosinn barinn. „Sagt er að þrennt skipti mestu máli í fasteignaviðskiptum; staðsetning, staðsetning og staðsetning. Við höfum varið miklum tíma og komið oftsinnis til Íslands í leit að hentugu húsnæði. Þegar við sáum þessa byggingu í fyrrasumar hugsuðum við með okkur að rétta húsið væri fundið,“ sagði Kirsten-Marie Holmen, annar norsku fjárfestanna, í samtali við Morgunblaðið í september síðastliðnum þegar greint var frá ísáformunum. Þrátt fyrir hina ákjósanlegu staðsetningu er þó engin starfsemi í nærliggjandi húsum. Timburhúsið við Laugaveg 6 er tómt, jarðhæðin í glerrýminu er auð og enginn rekstur hefur verið í kjallaranum við Laugaveg 4 frá því í ársbyrjun 2016, þegar ísbúðinni Badabing var „lokað vegna breytinga.“ Daníel Þór Magnússon, sjóðsstjóri Fasteignaauðs sem heldur utan um rýmin við Laugaveg 4 til 6, gerir þó ráð fyrir að fljótlega verði breyting þar á. Viðræður við „öfluga leigutaka,“ sem hafa í hyggju að hefja rekstur á jarðhæð glerrýmisins, séu langt komnar. Það sé mikilvægt að mati eigenda fasteignanna að reksturinn í leigurýmunum sex „tali vel saman“ – þ.e. að ákveðinn samhljómur sé með fyrirtækjunum sem starfrækt verða í húsunum. Því verði gengið frá samningi við leigutaka á jarðhæðinni áður en hin rýmin verða fyllt með annarri starfsemi, sem styður vel hver við aðra.Húsið að Skólavörðustíg 4 hefur hýst margvíslega starfsemi frá miðri síðustu öld. Nýr kafli verður skrifaður í rúmlega 130 ára sögu hússins í næsta mánuði.Vísir/ernirTattú í tvílyftu Það er þó ekki aðeins ísgalleríið sem getur talist framúrstefnulegt við glerrýmið. Sem fyrr segir er þetta jafnframt eina verslunarhúsnæðið í Reykjavík sem tengir saman þessar tvær helstu verslunargötur landsins - og þegar stigið er út úr húsnæðinu á Skólavörðustíg 1a blasir við reisulegt, tvílyft verslunarhúsnæði, hlaðið úr tilhöggnu grágrýti. Um er að ræða Skólavörðustíg 4 sem reist var árið 1883. Húsið var upphaflega íbúðarhús en var allt tekið undir verslunarrekstur árið 1950. Hjördís Gissurardóttir festi kaup á húsnæðinu árið 1980 og gerði það upp um áratug síðar. Allar götur síðan hefur verið fjölbreytt starfsemi í húsinu. Hjördís starfrækti þar til að mynda skartgripaverslunina Gull í grjóti um árabil, en á síðustu árum hefur þar mátt finna mingjagripaverslunina Nordic Store. Hún hvarf hins vegar úr húsinu á síðari hluta síðasta árs og hefur hið sögufræga hús staðið tómt síðan. Hjördís segir í samtali við Vísi að ekki þurfi þó að bíða lengi eftir að steinhúsið lifni við aftur. Fjölmargir hafi sýnt húsnæðinu áhuga og munu nýir leigjendur fái rýmið í hendurnar um næstu mánaðamót. Þeir hafi í hyggju að reka þar tvíþætta starfsemi. Á neðri hæðinni verði standsettur listasalur og á þeirri efri verði vinnustofa húðflúrara. Hjördís segist hafa fulla trú á hinum nýju leigjendum, ekki síst vegna þess að þeir hafi sannað sig áður í rekstri í borginni.Horn Skólavörðustígs og Laugavegar virðist þrátt fyrir allt ekki vera að syngja sitt síðasta.Vísir/VilhelmTilviljun eða erfitt rekstrarumhverfi? Þó svo að viðmælendurnir séu sammála um að það sjái fyrir endann á tómleikanum stendur engu að síður eftir mikilvæg spurning: Hvernig gat það gerst að svo mörg og stór verslunarrými, á besta stað í borginni, stóðu auð og ónýtt svona lengi? Auðvelt væri að svara á þá leið að þetta hafi verið tilviljun. Það hafi einfaldlega hitt þannig á að leigjandinn að Laugavegi 2 og eigendur Laugavegar 3 og 4 til 6 hafi allir ákveðið að ráðast í framkvæmdir – á sama tíma og leigjendur sögðu skilið við fyrstu hæðina á Laugavegi 2 og Skólavörðustíg 4. Þegar þessi spurning var borin undir viðmælendurna fengust hins vegar margvísleg svör; sum jákvæð og full af bjartsýni fyrir hönd verslunar í miðborginni en önnur neikvæðari. Til að mynda verði ekki hjá því litið að hækkandi launakostnaður á síðustu árum hafi set strik í reikning margra fyrirtækja í miðborginni. Ekki bæti úr skák að fasteignagjöld og aðrar opinberar álögur af hálfu Reykjavíkurborgar séu að sliga marga. Einn viðmælandi hafi á orði að honum þætti ósanngjarnt að vera sagður „gráðugur“ þegar hann hafi neyðst til að hækka leiguverð á síðustu árum. Hann hafi verið nauðbeygður til þess, sökum hækkandi fasteignamats í miðborginni og meðfylgjandi gjalda, sem borgaryfirvöld „séu með gjörsamlega í botni“. Fyrir vikið hafi fjölmörg fyrirtæki þurft að segja upp starfsfólki, hætta rekstri eða gera meiriháttar breytingar á starfsemi sinni í miðborg Reykjavíkur. Þar að auki hafi lokun Laugavegar og Skólavörðustígs fyrir bílaumferð haft sín áhrif. Þrátt fyrir að ekki sé langt í næsta bílastæðahús, t.d. á Bergastaðastræti og Hverfisgötu, hafi viðmælendur merkt breyttar neysluvenjur og minni viðskipti með tilkomu lokananna. Um þetta eru þó skiptar skoðanir meðal verslunareiganda í miðborginni, eins og fréttaflutningur síðustu ára ber með sér. Þá hafði einn viðmælendanna sérstaklega á orði það sem hann vildi kalla „flóð nýrra verslunarrýma“ í Reykjavík. Minntist hann í því samhengi á Hafnartorg þar sem verið er að leggja lokahönd á þúsundir fermetra af verslunarhúsnæði. Vonir standa til að flestir þeirra sem undirritað hafa leigusamning á Hafnartorgi geti flutt inn með vorinu. Viðmælandinn taldi að tilkynning um komu hinna nýju verslunarrýma hafi haft þau áhrif að áhugasamir einstaklingar, sem vildu hefja starfsemi í miðborginni, héldu að sér höndum meðan byggingu Hafnartorgsins var beðið. Einhverjir hafi hins vegar rekið sig á að verslunarrýmin á Hafnartorgi séu í stærra lagi og henti því ekki allri starfsemi. Stærri verslun fylgi aukin útgjöld sem margir telja sig ekki geta staðið undir. Þessi hópur sé því aftur farinn að horfa til minna verslunarhúsnæðis í „gömlu miðborginni.“ Húðflúr Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Tími Michelsen á Laugavegi liðinn Eftir næstum átta áratugi á Laugavegi hafa Michelsen úrsmiðir ákveðið að söðla um. 4. febrúar 2019 12:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Ekki ætti að líða á löngu áður en líf færist aftur í tóm verslunarrými á gatnamótum Laugavegar og Skólavörðustígs, ef marka má verslunareigendur, leigu- og fasteignasala sem Vísir hefur rætt við. Þau hafa mörg hver staðið auð árum saman og vakið undrun og eftirtekt vegfarenda. Fjölmargir, eins og sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason, hafa spurt sig hvers vegna verslunarpláss á þessu fjölfarna – ef ekki fjölfarnasta - horni Reykjavíkurborgar skuli ekki vera í rekstri. Gárungar eru jafnvel farnir að tala um „Draugaveg“, sem er augljós afbökun á nafni þessarar helstu verslunargötu landsins og Egill sjálfur kallar „Eyðiland.“ Þúsundir ferðamanna gangi þar fram hjá á hverjum degi og því mætti ætla að straumur þeirra gæti borið verslunarrekstur á þessu litla svæði. Þrátt fyrir að margvíslegar ástæður séu fyrir hinum tómu rýmum eru viðmælendur Vísis þó á einu máli um að lifna muni yfir svæðinu í náinni framtíð. Verslunarrýmin sem Vísir beindi sjónum sínum að má sjá á kortinu hér að ofan. Um er að ræða húsnæði sem allt hefur staðið autt og ónýtt svo mánuðum skiptir; allt frá 3 mánuðum til 3 ára. Fasteignirnar sem um ræðir eru: Laugavegur 2 (tvö rými), Laugavegur 3, Laugavegur 4, Laugavegur 6 og Skólavörðustígur 4.Á horni Laugavegar og Skólavörðustígs stendur Laugavegur 2. Í kjallara má finna skemmistaðinn Kofa Tómasar frænda og á efstu hæðinni er veitingastaðurinn Sakebarinn.Vísir/VilhelmHærri leiga fældi Fóu Á Laugavegi 2, húsinu sem stendur einmitt á gatnamótum Skólavörðustígs og Laugavegar, eru tvö tóm rými. Annars vegar á fyrstu hæð, sem áður hýsti gjafavöruverslunina Fóu, og hins vegar rými í austurenda hússins þar sem áður var Sushibarinn. Þegar blaðamann Vísis bar að garði á dögunum mátti sjá miða í gluggum fyrstu hæðarinnar með farsímanúmeri fasteignasalans Hauks Geirs Garðarssonar. Hann er í forsvari fyrir félagið Hávella ehf. sem á Laugaveg 2 eins og hann leggur sig. Haukur leitar nú að nýjum leigjendum á fyrstu hæðina eftir að verslunin Fóa skellti þar í lás í nóvember síðastliðnum eftir fimm ára rekstur. „Ekki tókst að semja við leigusalann þegar samningurinn okkar rann út og við verðum því að kveðja fallega húsnæðið okkar á horninu,“ sagði í kveðjubréfi verslunarinnar til viðskiptavina. Fyrirséð var að hækka þyrfti leiguna og töldu aðstandendur Fóu sig ekki geta haldið rekstrinum áfram við breyttar forsendur. Þrátt fyrir verðhækkunina segist fasteignasalinn Haukur finna fyrir miklum áhuga á rýminu, sem er um 70 fermetrar að stærð. Til að mynda hafi einstaklingur sett sig í samband við hann síðastliðinn föstudag sem vildi ólmur hefja þar rekstur. Haukur segist því eiga í viðræðum þessa dagana við nokkra einstaklinga sem allir vilja glæða Laugaveg 2 nýju lífi, en fyrir eru í húsinu skemmtistaðurinn Kofi Tómasar frænda og veitingastaðurinn Sakebarinn. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað mun opna á fyrstu hæð hússins, en þó er hægt að slá því föstu að það verði ekki veitingastaður. Starfsemiskvótar Reykjavíkurborgar gera kröfu um fjölbreyttari atvinnurekstur á svæðinu. Aðspurður segir Haukur erfitt að áætla hvenær rekstur hefst á ný í rýminu. Vonir standi til að það verði fyrr en síðar.Sushibarinn var rekinn í gráa rýminu milli Laugavegar 2 og 4. Á jarðhæð síðarnefnda hússins hefur ekki verið starfsemi síðan í janúar árið 2016.Vísir/VilhelmFólk hætt að sækja Víkur þá sögunni að hinu tóma rýminu á Laugavegi 2. Það er á tveimur hæðum í austurenda hússins og hefur verið litað grátt, en margir muna eflaust eftir því þegar það var skærappelsínugult og hýsti japanska veitingastaðinn Sushibarinn. Þrátt fyrir að hafa staðið autt frá því í mars árið 2017, þegar því var lokað vegna framkvæmda, er húsnæðið ennþá í umsjá sömu rekstraraðila, þeirra á meðal veitingamannsins Einars Sturlu Möinichen sem jafnframt rekur Sakebarinn á efstu hæð sama húss. Einar segir í samtali við Vísi að lokun Sushibarsins hafi staðið töluvert lengur en upprunalegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Þegar ákveðið var að opna nýjan veitingastað, ráðast í endurbætur á húsnæðinu og skipta út öllum innanstokksmunum var það gert út frá ákveðinni hugmynd um framtíð rekstursins – sem hafi síðan fokið út um gluggann þegar forsendur breyttust. Því hafi aðstandendur staðarins þurft að breyta um stefnu á miðri leið, með tilheyrandi kostnaði og tímatapi. Til að mynda hafi þurft að bregðast við breyttum neysluvenjum, að sögn Einars. Aðstandendur Sushibarsins hafi fundið fyrir því að viðskiptavinir vildu heldur borða á staðnum en að taka matinn með sér heim. Það hafi verið óþægileg uppgötvun fyrir Sushibarinn, sem gerði sérstaklega út á „take away,“ en jók þó um leið viðskiptin á Sakebarnum á efstu hæðinni, þar sem gert er ráð fyrir því að fólk setjist niður og snæði. Þessa þróun vill Einar rekja til lokunar fyrir bílaumferð um Laugaveg og Skólavörðustíg, fólk vilji síður grípa með sér mat til að borða heima ef það getur ekki stokkið beint upp í bílinn þegar það hefur fengið mat í hendurnar. Þá segir Einar að hækkandi launakostnaður meðfram hærri fasteignagjöldum hafi einnig komið í bakið á aðstandendum Sushibarsins. Hönnun nýja staðarins hafi því þurft að taka mið af þessari kostnaðaraukningu, auk fyrrnefndra breytinga á neysluvenjum. Leitast verði eftir því að nýta starfsfólk og fermetra sem best, þannig að ekki þurfi að velta hækkunum út í verðlagið. Einar segir að vonir standi til að nýi veitingastaðurinn opni í rýminu fyrir sumarbyrjun.Það berst enginn kleinuhringjailmur lengur frá Laugavegi 3.Vísir/VihelmBúdda - Bakkelsi - Breytingar Handan götunnar stendur svo 350 fermetra autt rými á tveimur hæðum, prýtt stórum gluggum. Forvitnir vegfarendur hafa gægst í gegnum rúðurnar allt frá því að síðasti rekstur hvarf úr húsnæðinu þann 1. nóvember 2017: hið sögufræga útibú Dunkin‘ Donuts sem opnað var með mikilli viðhöfn og langri röð tveimur árum áður. Um þá ágætu kleinuhringjakeðju hefur margt verið ritað, nú síðast í upphafi árs þegar endanlega var tekin ákvörðun um að loka öllum útsölustöðum Dunkin‘ Donuts á Íslandi. Áður en keðjan opnaði sitt fyrsta útibú á Laugavegi 3 sumarið 2015 hýsti rýmið veitingastaðinn Buddha Cafe í eigu bræðranna Hákons, Torfa og Stefáns Arasona. Þeir eru enn eigendur húsnæðisins, sem þeir leigðu Dunkin‘ Donuts á sínum tíma. Í samtali við Vísi segir Hákon Arason að rétt eins og nágrannar þeirra hinum megin við götuna hafi verið ákveðið að ráðast í breytingar á húsnæðinu eftir að Dunkin' Donuts slökkti á kleinuhringjaofnunum. Þær hafi ekki síst falist í umfangsmiklum rafmagnsframkvæmdum, sem reyndust tímafrekari og kostnaðarsamari en lagt var upp með. Til að mynda hafi þurft að leggja nýjan rafstreng inn í rýmið sem Hákon segir að hafi verið mikill og dýr hausverkur. Þessar framkvæmdir eru nú hins vegar að baki og vinna þeir bræður nú í því að finna álitlegan leigjanda. Að sögn Hákonar eru „þónokkuð margir“ sem vilja hefja rekstur í húsnæðinu, enda verði staðsetningin vart betri í miðborg Reykjavíkur. Ómögulegt sé að segja til á þessari stundu hvers konar starfsemi verði í rýminu, enda hafi bæði fólk úr veitingageiranum og annars konar rekstri sýnt því áhuga – til að mynda fulltrúar „erlendrar lúxusverslunarkeðju,“ eins og Hákon orðar það. Að sama skapi liggi ekki nákvæmlega fyrir hvenær megi búast við því að líf kvikni í húsnæðinu á ný. Hákon segist þó bjartsýnn á að það verði „sem fyrst.“Vonir standa til að hægt verði að opna glerrýmið milli Laugavegar 4 og 6 í næsta mánuði. Fyrst um sinn verður aðeins starfsemi í kjallara hússins, þar sem finna má ísgallerý og bar.Fréttablaðið/ernirÍsbúð út, ísbar inn Umfangmestu framkvæmdirnar á svæðinu fara þó fram á hinni umdeildu lóð Laugavegar 4 til 6 og Skólavörðustígs 1a. Um er að ræða lóðina sem borgin keypti ásamt fasteignum fyrir 580 milljónir árið 2008. Kaupin voru gerð í tengslum við samstarfsyfirlýsingu Ólafs F. Magnússonar og sjálfstæðismanna í borgarstjórn þegar myndaður var nýr meirihluti og Ólafur F. varð borgarstjóri. Var ekki síst ráðist í kaupin til að viðhalda 19. aldar götumynd Laugavegar. Þau áform breyttust þó þegar Reykjavíkurborg seldi lóðina árið 2014 og gaf út leyfi ári síðar til að reisa glerbyggingu á milli gömlu húsanna. Sú bygging reis árið 2017 milli Laugavegar 4 og timburhússins að Laugavegi 6 en bæði húsin voru byggð í lok 19. aldar. Framkvæmdirnar á reitnum hafa verið umfangsmiklar undanfarin ár, en auk þess að byggja fyrrnefnt glerhýsi er búið að tengja saman Laugaveg 4 og Skólavörðustíg 1a. Gestir miðborgarinnar munu því geta gengið inn í húsið á Laugavegi og yfirgefið það á Skólavörðustíg – og öfugt. Nú sér hins vegar fyrir endann á þessum framkvæmdum. Til stendur að rekstur hefjist að Laugavegi 4 strax í næsta mánuði. Þar áforma norskir fjárfestar – sem jafnframt eru hjón - að opna bar og gallerí með höggmyndum úr ís í kjallara hússins. Gestir ísgallerísins greiða 3000 krónu aðgangseyri í skiptum fyrir vetrarjakka, hanska og drykk sem borinn er fram í ísglasi, áður en þeir njóta þess að skoða margvíslegar höggmyndir úr ís og tylla sér við frosinn barinn. „Sagt er að þrennt skipti mestu máli í fasteignaviðskiptum; staðsetning, staðsetning og staðsetning. Við höfum varið miklum tíma og komið oftsinnis til Íslands í leit að hentugu húsnæði. Þegar við sáum þessa byggingu í fyrrasumar hugsuðum við með okkur að rétta húsið væri fundið,“ sagði Kirsten-Marie Holmen, annar norsku fjárfestanna, í samtali við Morgunblaðið í september síðastliðnum þegar greint var frá ísáformunum. Þrátt fyrir hina ákjósanlegu staðsetningu er þó engin starfsemi í nærliggjandi húsum. Timburhúsið við Laugaveg 6 er tómt, jarðhæðin í glerrýminu er auð og enginn rekstur hefur verið í kjallaranum við Laugaveg 4 frá því í ársbyrjun 2016, þegar ísbúðinni Badabing var „lokað vegna breytinga.“ Daníel Þór Magnússon, sjóðsstjóri Fasteignaauðs sem heldur utan um rýmin við Laugaveg 4 til 6, gerir þó ráð fyrir að fljótlega verði breyting þar á. Viðræður við „öfluga leigutaka,“ sem hafa í hyggju að hefja rekstur á jarðhæð glerrýmisins, séu langt komnar. Það sé mikilvægt að mati eigenda fasteignanna að reksturinn í leigurýmunum sex „tali vel saman“ – þ.e. að ákveðinn samhljómur sé með fyrirtækjunum sem starfrækt verða í húsunum. Því verði gengið frá samningi við leigutaka á jarðhæðinni áður en hin rýmin verða fyllt með annarri starfsemi, sem styður vel hver við aðra.Húsið að Skólavörðustíg 4 hefur hýst margvíslega starfsemi frá miðri síðustu öld. Nýr kafli verður skrifaður í rúmlega 130 ára sögu hússins í næsta mánuði.Vísir/ernirTattú í tvílyftu Það er þó ekki aðeins ísgalleríið sem getur talist framúrstefnulegt við glerrýmið. Sem fyrr segir er þetta jafnframt eina verslunarhúsnæðið í Reykjavík sem tengir saman þessar tvær helstu verslunargötur landsins - og þegar stigið er út úr húsnæðinu á Skólavörðustíg 1a blasir við reisulegt, tvílyft verslunarhúsnæði, hlaðið úr tilhöggnu grágrýti. Um er að ræða Skólavörðustíg 4 sem reist var árið 1883. Húsið var upphaflega íbúðarhús en var allt tekið undir verslunarrekstur árið 1950. Hjördís Gissurardóttir festi kaup á húsnæðinu árið 1980 og gerði það upp um áratug síðar. Allar götur síðan hefur verið fjölbreytt starfsemi í húsinu. Hjördís starfrækti þar til að mynda skartgripaverslunina Gull í grjóti um árabil, en á síðustu árum hefur þar mátt finna mingjagripaverslunina Nordic Store. Hún hvarf hins vegar úr húsinu á síðari hluta síðasta árs og hefur hið sögufræga hús staðið tómt síðan. Hjördís segir í samtali við Vísi að ekki þurfi þó að bíða lengi eftir að steinhúsið lifni við aftur. Fjölmargir hafi sýnt húsnæðinu áhuga og munu nýir leigjendur fái rýmið í hendurnar um næstu mánaðamót. Þeir hafi í hyggju að reka þar tvíþætta starfsemi. Á neðri hæðinni verði standsettur listasalur og á þeirri efri verði vinnustofa húðflúrara. Hjördís segist hafa fulla trú á hinum nýju leigjendum, ekki síst vegna þess að þeir hafi sannað sig áður í rekstri í borginni.Horn Skólavörðustígs og Laugavegar virðist þrátt fyrir allt ekki vera að syngja sitt síðasta.Vísir/VilhelmTilviljun eða erfitt rekstrarumhverfi? Þó svo að viðmælendurnir séu sammála um að það sjái fyrir endann á tómleikanum stendur engu að síður eftir mikilvæg spurning: Hvernig gat það gerst að svo mörg og stór verslunarrými, á besta stað í borginni, stóðu auð og ónýtt svona lengi? Auðvelt væri að svara á þá leið að þetta hafi verið tilviljun. Það hafi einfaldlega hitt þannig á að leigjandinn að Laugavegi 2 og eigendur Laugavegar 3 og 4 til 6 hafi allir ákveðið að ráðast í framkvæmdir – á sama tíma og leigjendur sögðu skilið við fyrstu hæðina á Laugavegi 2 og Skólavörðustíg 4. Þegar þessi spurning var borin undir viðmælendurna fengust hins vegar margvísleg svör; sum jákvæð og full af bjartsýni fyrir hönd verslunar í miðborginni en önnur neikvæðari. Til að mynda verði ekki hjá því litið að hækkandi launakostnaður á síðustu árum hafi set strik í reikning margra fyrirtækja í miðborginni. Ekki bæti úr skák að fasteignagjöld og aðrar opinberar álögur af hálfu Reykjavíkurborgar séu að sliga marga. Einn viðmælandi hafi á orði að honum þætti ósanngjarnt að vera sagður „gráðugur“ þegar hann hafi neyðst til að hækka leiguverð á síðustu árum. Hann hafi verið nauðbeygður til þess, sökum hækkandi fasteignamats í miðborginni og meðfylgjandi gjalda, sem borgaryfirvöld „séu með gjörsamlega í botni“. Fyrir vikið hafi fjölmörg fyrirtæki þurft að segja upp starfsfólki, hætta rekstri eða gera meiriháttar breytingar á starfsemi sinni í miðborg Reykjavíkur. Þar að auki hafi lokun Laugavegar og Skólavörðustígs fyrir bílaumferð haft sín áhrif. Þrátt fyrir að ekki sé langt í næsta bílastæðahús, t.d. á Bergastaðastræti og Hverfisgötu, hafi viðmælendur merkt breyttar neysluvenjur og minni viðskipti með tilkomu lokananna. Um þetta eru þó skiptar skoðanir meðal verslunareiganda í miðborginni, eins og fréttaflutningur síðustu ára ber með sér. Þá hafði einn viðmælendanna sérstaklega á orði það sem hann vildi kalla „flóð nýrra verslunarrýma“ í Reykjavík. Minntist hann í því samhengi á Hafnartorg þar sem verið er að leggja lokahönd á þúsundir fermetra af verslunarhúsnæði. Vonir standa til að flestir þeirra sem undirritað hafa leigusamning á Hafnartorgi geti flutt inn með vorinu. Viðmælandinn taldi að tilkynning um komu hinna nýju verslunarrýma hafi haft þau áhrif að áhugasamir einstaklingar, sem vildu hefja starfsemi í miðborginni, héldu að sér höndum meðan byggingu Hafnartorgsins var beðið. Einhverjir hafi hins vegar rekið sig á að verslunarrýmin á Hafnartorgi séu í stærra lagi og henti því ekki allri starfsemi. Stærri verslun fylgi aukin útgjöld sem margir telja sig ekki geta staðið undir. Þessi hópur sé því aftur farinn að horfa til minna verslunarhúsnæðis í „gömlu miðborginni.“
Húðflúr Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Tími Michelsen á Laugavegi liðinn Eftir næstum átta áratugi á Laugavegi hafa Michelsen úrsmiðir ákveðið að söðla um. 4. febrúar 2019 12:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Tími Michelsen á Laugavegi liðinn Eftir næstum átta áratugi á Laugavegi hafa Michelsen úrsmiðir ákveðið að söðla um. 4. febrúar 2019 12:00