Kaupir sér frelsi fyrir 242 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 16:30 Nick Foles. Getty/Jonathan Bachman Samningamálin í NFL-deildinni geta vissulega verið flókin. Þannig þarf leikmaður mögulega að hafna 2,4 milljarða árslaunum og borga þess í stað 242 milljónir til að græða á endanum annan eins árs samning upp á meira en þrjá milljarða. Leikstjórnandinn Nick Foles hefur samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla losað sig undan samningi við NFL-liðið Philadelphia Eagles sem hefði fært honum 20 milljónir dollara í aðra hönd. Það kostaði hins vegar sitt. Tuttugu milljónir dollara fyrir eitt tímabil eru miklu meira ágætis laun eða 2,4 milljarðar íslenskra króna en þau eru ekki ásættanleg fyrir varaleikstjórnanda Philadelphia Eagles, Nick Foles. Fyrir einu ári síðan var Nick Foles nýbúinn að vinna Super Bowl og fá verðlaunin sem mikilvægasti leikmaður leiksins.On This Date: A year ago, MVP Nick Foles led the Eagles to their first Super Bowl championship. pic.twitter.com/AqAdjYjxOL — ESPN (@espn) February 4, 2019Nick Foles þarf að borga tvær milljónir dollara, 242 milljónir íslenskra króna, til að losna undan samningnum. Það er samt ekki útséð með það að Nick Foles verði áfram leikmaður Philadelphia Eagles sem getur fest hann með svo kölluðu „franchise tag“ en hvert lið getur fest einn leikmann á hverju tímabili.Sources: #Eagles QB Nick Foles is, in fact, buying back his freedom for $2M, voiding the new and final year of his contract. Now, he’s a free agent... unless Philly hits him with the roughly $25M franchise tag. — Ian Rapoport (@RapSheet) February 6, 2019Fari svo að Philadelphia Eagles nýti sér þetta útspil til að halda Nick Foles þá þarf félagið að borga honum 25 milljónir dollara í árslaun eða meira en þrjá milljarða íslenskra króna. Á endanum myndi Nick Foles græða á því að hafa keypt sig út úr gamla samningnum. Nick Foles hefur undanfarin tvö tímabil komið sterkur inn þegar aðalleikstjórnandi Philadelphia Eagles, Carson Wentz, hefur meiðst. Í fyrra fór Foles alla leið með liðið en það gekk ekki alveg eins vel í ár. Ernirnir fóru samt í úrslitakeppnina þrátt fyrir ótal áföll og Foles hjálpaði Eagles-liðinu að vinna einn leik í úrslitakeppnnni. Þrátt fyrir það væri ekkert öruggt að Foles yrði áfram hjá Philadelphia Eagles sem myndi líklega skipta honum til annars liðs í NFL-deildinni sem þyrfti nauðsynlega á leikstjórnanda að halda.Teams that are expected to be the main contenders in showing interest in Foles include: JAX, TB, NYG, and MIA. Where would you go if you were Foles? pic.twitter.com/x8EbYezjpj — Eagles Nation (@PHLEaglesNation) February 6, 2019 NFL Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira
Samningamálin í NFL-deildinni geta vissulega verið flókin. Þannig þarf leikmaður mögulega að hafna 2,4 milljarða árslaunum og borga þess í stað 242 milljónir til að græða á endanum annan eins árs samning upp á meira en þrjá milljarða. Leikstjórnandinn Nick Foles hefur samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla losað sig undan samningi við NFL-liðið Philadelphia Eagles sem hefði fært honum 20 milljónir dollara í aðra hönd. Það kostaði hins vegar sitt. Tuttugu milljónir dollara fyrir eitt tímabil eru miklu meira ágætis laun eða 2,4 milljarðar íslenskra króna en þau eru ekki ásættanleg fyrir varaleikstjórnanda Philadelphia Eagles, Nick Foles. Fyrir einu ári síðan var Nick Foles nýbúinn að vinna Super Bowl og fá verðlaunin sem mikilvægasti leikmaður leiksins.On This Date: A year ago, MVP Nick Foles led the Eagles to their first Super Bowl championship. pic.twitter.com/AqAdjYjxOL — ESPN (@espn) February 4, 2019Nick Foles þarf að borga tvær milljónir dollara, 242 milljónir íslenskra króna, til að losna undan samningnum. Það er samt ekki útséð með það að Nick Foles verði áfram leikmaður Philadelphia Eagles sem getur fest hann með svo kölluðu „franchise tag“ en hvert lið getur fest einn leikmann á hverju tímabili.Sources: #Eagles QB Nick Foles is, in fact, buying back his freedom for $2M, voiding the new and final year of his contract. Now, he’s a free agent... unless Philly hits him with the roughly $25M franchise tag. — Ian Rapoport (@RapSheet) February 6, 2019Fari svo að Philadelphia Eagles nýti sér þetta útspil til að halda Nick Foles þá þarf félagið að borga honum 25 milljónir dollara í árslaun eða meira en þrjá milljarða íslenskra króna. Á endanum myndi Nick Foles græða á því að hafa keypt sig út úr gamla samningnum. Nick Foles hefur undanfarin tvö tímabil komið sterkur inn þegar aðalleikstjórnandi Philadelphia Eagles, Carson Wentz, hefur meiðst. Í fyrra fór Foles alla leið með liðið en það gekk ekki alveg eins vel í ár. Ernirnir fóru samt í úrslitakeppnina þrátt fyrir ótal áföll og Foles hjálpaði Eagles-liðinu að vinna einn leik í úrslitakeppnnni. Þrátt fyrir það væri ekkert öruggt að Foles yrði áfram hjá Philadelphia Eagles sem myndi líklega skipta honum til annars liðs í NFL-deildinni sem þyrfti nauðsynlega á leikstjórnanda að halda.Teams that are expected to be the main contenders in showing interest in Foles include: JAX, TB, NYG, and MIA. Where would you go if you were Foles? pic.twitter.com/x8EbYezjpj — Eagles Nation (@PHLEaglesNation) February 6, 2019
NFL Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira