Í leikhúsi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Börn eru forvitin, athugul og hugmyndarík. Sem sagt fyrirmyndarfólk sem þeir fullorðnu ættu að taka sér oftar til fyrirmyndar. Fullorðið fólk er vissulega ágætt, svona yfirleitt, en samt ekki alltaf ratvíst í lífinu. Það villist auðveldlega af leið, gleymir að gleðjast og fer að nöldra yfir hlutum sem skipta engu máli. Um leið hættir það að taka eftir alls kyns undrum sem fylla börn lotningu, eins og regnboga og skýjum. Börn búa yfir sköpunarkrafti sem mikilvægt er að þau fái að nýta, sjálfum sér og öðrum til ánægju og uppbyggingar. Þau hafa margt fram að færa – eins og sýndi sig í Borgarleikhúsinu á laugardag og sunnudag. Þá voru sýnd þar leikrit eftir tvær ungar stúlkur sem unnu leikritasamkeppni sem Borgarleikhúsið stóð að í samstarfi við RÚV. Annar verðlaunahafinn er hin 11 ára Iðunn Ólöf Berndsen, höfundur Töluvírussins, og hinn er Sunna Stella Stefánsdóttir, 7 ára, höfundur Friðþjófs á geimflakki. Bæði verkin eru bráðskemmtileg, einkennast af hugmyndaríki og fjöri og eru með góðan boðskap sem á erindi á öllum tímum. Áhorfendur skemmtu sér konunglega á frumsýningu, ekki bara börnin heldur líka þeir fullorðnu sem áttu það allir sameiginlegt að vera svo lánsamir að hafa varðveitt barnið í sér – sem jafngildir því að kunna að hrífast og gleðjast. Í Tölvuvírusnum var umfjöllunarefnið tæknivæðing og samskipti. Þar fannst kennara lítið til um hæfni eins nemanda til að læra hluti utan að og sagði honum að utanbókarlærdómur væri óþörf iðja því allt væri hægt að gúgla. Kennarinn sá heldur enga ástæðu til að börn væru úti að leika þegar þau gætu verið inni í tölvunni og „haft það kósí“, eins og hann orðaði það. Hann afhenti börnunum nýjar tölvur sem þau urðu sjúklega háð og þegar einn nemandi virtist hafa í ógáti skemmt tölvu annars nemanda hrópaði sá sem hafði orðið fyrir skaðanum í örvæntingu: „Þú drapst besta vin minn!“ Í leikritinu var minnst á þunglyndi og kvíða, sem þjáir svo fjölmarga sem hafa gert tæki og tól að bestu vinum sínum. Undir lokin gerðist svo það, sem gerist ekki nægilega oft í samtíma okkar, að allir áttuðu sig á því að lykillinn að hamingjunni er að eiga samverustundir með öðrum, þar sem fólk talast við og á raunveruleg samskipti. Þá þarf að leggja frá sér tölvuna og símann – og það þarf ekki að vera svo erfitt. Ýmislegt sögulegt gerðist í leikriti hinnar sjö ára Sunnu, Friðþjófi á geimflakki, og þar var mikið um magnaðar tæknibrellur þar sem áhorfandinn var skyndilega kominn út í geiminn. Aðalpersónan, Friðþjófur, átti þá heitu ósk að vera ofurhetja, en sagðist sjálfur klúðra öllu og honum var strítt og hann hafður út undan. Svo framdi hann hetjudáð og öllum varð ljós hversu mikið var í hann spunnið. Allt fór því vel. Það er mikilvægt að hlusta á börn, taka þau alvarlega og vinna með þeim. Það var einmitt það sem aðstandendur Borgarleikhússins gerðu við uppsetningu þessara tveggja leikrita. Þar var allt til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Börn eru forvitin, athugul og hugmyndarík. Sem sagt fyrirmyndarfólk sem þeir fullorðnu ættu að taka sér oftar til fyrirmyndar. Fullorðið fólk er vissulega ágætt, svona yfirleitt, en samt ekki alltaf ratvíst í lífinu. Það villist auðveldlega af leið, gleymir að gleðjast og fer að nöldra yfir hlutum sem skipta engu máli. Um leið hættir það að taka eftir alls kyns undrum sem fylla börn lotningu, eins og regnboga og skýjum. Börn búa yfir sköpunarkrafti sem mikilvægt er að þau fái að nýta, sjálfum sér og öðrum til ánægju og uppbyggingar. Þau hafa margt fram að færa – eins og sýndi sig í Borgarleikhúsinu á laugardag og sunnudag. Þá voru sýnd þar leikrit eftir tvær ungar stúlkur sem unnu leikritasamkeppni sem Borgarleikhúsið stóð að í samstarfi við RÚV. Annar verðlaunahafinn er hin 11 ára Iðunn Ólöf Berndsen, höfundur Töluvírussins, og hinn er Sunna Stella Stefánsdóttir, 7 ára, höfundur Friðþjófs á geimflakki. Bæði verkin eru bráðskemmtileg, einkennast af hugmyndaríki og fjöri og eru með góðan boðskap sem á erindi á öllum tímum. Áhorfendur skemmtu sér konunglega á frumsýningu, ekki bara börnin heldur líka þeir fullorðnu sem áttu það allir sameiginlegt að vera svo lánsamir að hafa varðveitt barnið í sér – sem jafngildir því að kunna að hrífast og gleðjast. Í Tölvuvírusnum var umfjöllunarefnið tæknivæðing og samskipti. Þar fannst kennara lítið til um hæfni eins nemanda til að læra hluti utan að og sagði honum að utanbókarlærdómur væri óþörf iðja því allt væri hægt að gúgla. Kennarinn sá heldur enga ástæðu til að börn væru úti að leika þegar þau gætu verið inni í tölvunni og „haft það kósí“, eins og hann orðaði það. Hann afhenti börnunum nýjar tölvur sem þau urðu sjúklega háð og þegar einn nemandi virtist hafa í ógáti skemmt tölvu annars nemanda hrópaði sá sem hafði orðið fyrir skaðanum í örvæntingu: „Þú drapst besta vin minn!“ Í leikritinu var minnst á þunglyndi og kvíða, sem þjáir svo fjölmarga sem hafa gert tæki og tól að bestu vinum sínum. Undir lokin gerðist svo það, sem gerist ekki nægilega oft í samtíma okkar, að allir áttuðu sig á því að lykillinn að hamingjunni er að eiga samverustundir með öðrum, þar sem fólk talast við og á raunveruleg samskipti. Þá þarf að leggja frá sér tölvuna og símann – og það þarf ekki að vera svo erfitt. Ýmislegt sögulegt gerðist í leikriti hinnar sjö ára Sunnu, Friðþjófi á geimflakki, og þar var mikið um magnaðar tæknibrellur þar sem áhorfandinn var skyndilega kominn út í geiminn. Aðalpersónan, Friðþjófur, átti þá heitu ósk að vera ofurhetja, en sagðist sjálfur klúðra öllu og honum var strítt og hann hafður út undan. Svo framdi hann hetjudáð og öllum varð ljós hversu mikið var í hann spunnið. Allt fór því vel. Það er mikilvægt að hlusta á börn, taka þau alvarlega og vinna með þeim. Það var einmitt það sem aðstandendur Borgarleikhússins gerðu við uppsetningu þessara tveggja leikrita. Þar var allt til fyrirmyndar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun