Að mæta sjálfum sér: Viðhorf Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2019 09:29 Áhrifamikil en ósýnileg – viðhorf okkar í daglegu lífi - til verkefna - fólks - okkar sjálfra. Hugsanlega hefur ekkert eins mikil áhrif á lífsgæði okkar eins og eigin viðhorf. Í dagsins önn gefum við þeim ekki endilega gaum þó svo á sama tíma styrki þau eða veiki stöðu okkar, líðan og færni til að takast á við lífið. Viðhorfin birtast stöðugt í hvernig við nálgumst dagleg verkefni, annað fólk, eigin persónu, áskoranir, samfélagsumræðuna, breytingar, fortíð, nútíð og framtíð. Jafnvel viðhorf okkar til umferðarinnar eða kaffisins á vinnustað hefur áhrif á líðan okkar yfir daginn. Að tileinka sér á meðvitaðan hátt ákveðin viðhorf þýðir ekki að maður hliðri sér frá því að breyta og rýna til gagns eða setja mörk í samskiptum. Það er val um nálgun, val um að fljúga stundum hátt. Ýmsar rannsóknir sýna að viðhorf hafa ekki aðeins áhrif á lífsgæði okkar heldur einnig heilsu og lífslíkur. Ef við viljum lífsgæði þurfum við einnig að huga að því að tileinka okkur viðhorf sem skapa styrk, lausn og sanngirni, mynda vöxt og sátt. Viðvarandi neikvæð viðhorf gera okkur súr og svekkt, skapa hindranir, tuð, sundrung, dómhörku, spennu og vanlíðan. Breytum því sem við getum bætt, en ekki er allt innan eigin áhrifahrings. Sumu getum við breytt, öðru ekki, en við höfum alltaf vald til að ákveða hvernig við nálgumst málin. Hverju viljum við sleppa takinu á og hvað viljum við næra? Er auðvelt að tileinka sér viðhorf? Það er ekki auðvelt en þó mikilvægt. Að vera meðvitaður um hugsanir sínar og viðhorf í eigin garð og annarra, til verkefna og aðstæðna er þjálfun. Þjálfun sem tekur tíma og krefst meðvitundar, vilja og sjálfsaga. Rétt eins og þegar við þjálfum tiltekna vöðva. Sérstaklega er mikilvægt að velja sér á meðvitaðan hátt viðhorf til þess sem reynir á - eða er hreinlega pirrandi. Viðhorf til krefjandi verkefna, til eigin getu, samstarfsmanns sem getur reynt á þolinmæðina, nágrannans, áfalls, unglingsins sem stöðugt er að breytast og vill fara eigin leiðir. Viðhorf til eigin persónu og stöðu ræður miklu um farsæld. Treystum við á okkur sjálf í verkefnum lífsins og sköpum þannig með okkur innra öryggi? Að mæta sjálfum sér, eigin skapshöfn, venjum og varnarháttum er áskorun, en eina leiðin til vaxtar. Skapar viðhorfið þitt lausn, vöxt eða gleði? Ef ekki – hvers vegna að nota það? Höfundur er MA í náms- og starfsráðgjöf og MBA í stjórnun og viðskiptum, eigandi SHJ ráðgjafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Sjá meira
Áhrifamikil en ósýnileg – viðhorf okkar í daglegu lífi - til verkefna - fólks - okkar sjálfra. Hugsanlega hefur ekkert eins mikil áhrif á lífsgæði okkar eins og eigin viðhorf. Í dagsins önn gefum við þeim ekki endilega gaum þó svo á sama tíma styrki þau eða veiki stöðu okkar, líðan og færni til að takast á við lífið. Viðhorfin birtast stöðugt í hvernig við nálgumst dagleg verkefni, annað fólk, eigin persónu, áskoranir, samfélagsumræðuna, breytingar, fortíð, nútíð og framtíð. Jafnvel viðhorf okkar til umferðarinnar eða kaffisins á vinnustað hefur áhrif á líðan okkar yfir daginn. Að tileinka sér á meðvitaðan hátt ákveðin viðhorf þýðir ekki að maður hliðri sér frá því að breyta og rýna til gagns eða setja mörk í samskiptum. Það er val um nálgun, val um að fljúga stundum hátt. Ýmsar rannsóknir sýna að viðhorf hafa ekki aðeins áhrif á lífsgæði okkar heldur einnig heilsu og lífslíkur. Ef við viljum lífsgæði þurfum við einnig að huga að því að tileinka okkur viðhorf sem skapa styrk, lausn og sanngirni, mynda vöxt og sátt. Viðvarandi neikvæð viðhorf gera okkur súr og svekkt, skapa hindranir, tuð, sundrung, dómhörku, spennu og vanlíðan. Breytum því sem við getum bætt, en ekki er allt innan eigin áhrifahrings. Sumu getum við breytt, öðru ekki, en við höfum alltaf vald til að ákveða hvernig við nálgumst málin. Hverju viljum við sleppa takinu á og hvað viljum við næra? Er auðvelt að tileinka sér viðhorf? Það er ekki auðvelt en þó mikilvægt. Að vera meðvitaður um hugsanir sínar og viðhorf í eigin garð og annarra, til verkefna og aðstæðna er þjálfun. Þjálfun sem tekur tíma og krefst meðvitundar, vilja og sjálfsaga. Rétt eins og þegar við þjálfum tiltekna vöðva. Sérstaklega er mikilvægt að velja sér á meðvitaðan hátt viðhorf til þess sem reynir á - eða er hreinlega pirrandi. Viðhorf til krefjandi verkefna, til eigin getu, samstarfsmanns sem getur reynt á þolinmæðina, nágrannans, áfalls, unglingsins sem stöðugt er að breytast og vill fara eigin leiðir. Viðhorf til eigin persónu og stöðu ræður miklu um farsæld. Treystum við á okkur sjálf í verkefnum lífsins og sköpum þannig með okkur innra öryggi? Að mæta sjálfum sér, eigin skapshöfn, venjum og varnarháttum er áskorun, en eina leiðin til vaxtar. Skapar viðhorfið þitt lausn, vöxt eða gleði? Ef ekki – hvers vegna að nota það? Höfundur er MA í náms- og starfsráðgjöf og MBA í stjórnun og viðskiptum, eigandi SHJ ráðgjafar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar