Tákn Reykjavíkur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 09:00 Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason stendur við Sæbraut í Reykjavík. Verkið er í eigu Reykjavíkurborgar og hefur á seinni árum orðið eitt af táknum borgarinnar. Ferðamenn flykkjast að Sæbrautinni til að líta verkið augum. Enginn getur haldið því fram að kaup borgarinnar á verkinu hafi ekki margborgað sig. Nú hafa verið kynntar hugmyndir um listaverk eftir Karin Sanders. Pálmar í Vogabyggð. Stjórnmálamenn í borginni og aðrir hafa hlaupið upp til handa og fóta. Pálmar! Og það í Reykjavík. En þessi rök halda engu vatni þegar list er annars vegar. Allt er fáránlegt í þessu samhengi. Hvað með niðursuðudósirnar hans Andy Warhol, eða Sólfarið sem áður var nefnt? Nú er það alveg ljóst að það far er ekki haffært. Er það þá með öllu ómögulegt? Auðvitað ekki. Flest listaverk eru fáránleg ef þau er slitin úr samhengi. Um það snýst listin öðrum þræði. Því miður er það svo að pólitíkin í borginni virðist snúast í miklum mæli um upphlaup af litlu tilefni. Allt skal gert tortryggilegt. Stundum á það auðvitað rétt á sér, en oftast er betra að staldra við og draga djúpt andann. Yfirleitt er farsælla að kynna sér gögn og staðreyndir áður en hlaupið er af stað. Pálmarnir svokölluðu eru fjármagnaðir annars vegar úr vasa lóðarhafa og hins vegar með svokölluðu innviðagjaldi. Fjármögnun listaverka kemur því bara alls ekki niður á grunnþjónustu borgarinnar svo vísað sé í vinsæla tuggu meðal stjórnmálamanna af popúlíska skólanum. Listamenn eru heldur ekki í sjálfboðavinnu. Verk þeirra hafa verðmiða, rétt eins og áþreifanlegri afurðir iðnaðarfólks. Eins og flestar vestrænar borgir sem við viljum bera okkur saman við hefur Reykjavík tiltekin markmið þegar kemur að fjárfestingu í list. Pálmarnir eru hluti af því og ekki er annað að sjá en þeir hafi einfaldlega farið sína leið í kerfinu. Stjórnmálamenn geta alveg verið þeirrar skoðunar að þessar reglur séu argasta vitleysa eða að innviðagjaldakerfið sé óréttlætanlegt. Það er hins vegar önnur efnisleg umræða og hefur ekkert með ágæti Pálmanna að gera. Erlendir stórfjölmiðlar hafa reglulega sýnt íslenskri list áhuga. Fólk eins og Ragnar Kjartansson eða Ragna Róbertsdóttir er þyngdar sinnar virði í gulli. Fyrir utan það að vera skemmtileg. Heilsíðuauglýsing í New York Times kostar til samanburðar á annan tug milljóna króna. Áhugaverð listaverk vekja athygli langt út fyrir landsteinana og geta margborgað sig þegar upp er staðið. Rétt eins og Sólfarið hefur gert og verk Karin Sanders mun gera. Það er rétt að stráin í Nauthólsvík voru argasta sóun á almannafé. Pálmarnir í Vogabyggð eru allt annars eðlis, og þeir stjórnmálamenn sem ekki sjá muninn ættu að leggja það á sig að kynna sér málin betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason stendur við Sæbraut í Reykjavík. Verkið er í eigu Reykjavíkurborgar og hefur á seinni árum orðið eitt af táknum borgarinnar. Ferðamenn flykkjast að Sæbrautinni til að líta verkið augum. Enginn getur haldið því fram að kaup borgarinnar á verkinu hafi ekki margborgað sig. Nú hafa verið kynntar hugmyndir um listaverk eftir Karin Sanders. Pálmar í Vogabyggð. Stjórnmálamenn í borginni og aðrir hafa hlaupið upp til handa og fóta. Pálmar! Og það í Reykjavík. En þessi rök halda engu vatni þegar list er annars vegar. Allt er fáránlegt í þessu samhengi. Hvað með niðursuðudósirnar hans Andy Warhol, eða Sólfarið sem áður var nefnt? Nú er það alveg ljóst að það far er ekki haffært. Er það þá með öllu ómögulegt? Auðvitað ekki. Flest listaverk eru fáránleg ef þau er slitin úr samhengi. Um það snýst listin öðrum þræði. Því miður er það svo að pólitíkin í borginni virðist snúast í miklum mæli um upphlaup af litlu tilefni. Allt skal gert tortryggilegt. Stundum á það auðvitað rétt á sér, en oftast er betra að staldra við og draga djúpt andann. Yfirleitt er farsælla að kynna sér gögn og staðreyndir áður en hlaupið er af stað. Pálmarnir svokölluðu eru fjármagnaðir annars vegar úr vasa lóðarhafa og hins vegar með svokölluðu innviðagjaldi. Fjármögnun listaverka kemur því bara alls ekki niður á grunnþjónustu borgarinnar svo vísað sé í vinsæla tuggu meðal stjórnmálamanna af popúlíska skólanum. Listamenn eru heldur ekki í sjálfboðavinnu. Verk þeirra hafa verðmiða, rétt eins og áþreifanlegri afurðir iðnaðarfólks. Eins og flestar vestrænar borgir sem við viljum bera okkur saman við hefur Reykjavík tiltekin markmið þegar kemur að fjárfestingu í list. Pálmarnir eru hluti af því og ekki er annað að sjá en þeir hafi einfaldlega farið sína leið í kerfinu. Stjórnmálamenn geta alveg verið þeirrar skoðunar að þessar reglur séu argasta vitleysa eða að innviðagjaldakerfið sé óréttlætanlegt. Það er hins vegar önnur efnisleg umræða og hefur ekkert með ágæti Pálmanna að gera. Erlendir stórfjölmiðlar hafa reglulega sýnt íslenskri list áhuga. Fólk eins og Ragnar Kjartansson eða Ragna Róbertsdóttir er þyngdar sinnar virði í gulli. Fyrir utan það að vera skemmtileg. Heilsíðuauglýsing í New York Times kostar til samanburðar á annan tug milljóna króna. Áhugaverð listaverk vekja athygli langt út fyrir landsteinana og geta margborgað sig þegar upp er staðið. Rétt eins og Sólfarið hefur gert og verk Karin Sanders mun gera. Það er rétt að stráin í Nauthólsvík voru argasta sóun á almannafé. Pálmarnir í Vogabyggð eru allt annars eðlis, og þeir stjórnmálamenn sem ekki sjá muninn ættu að leggja það á sig að kynna sér málin betur.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun