Vonar að stuðningsmaður Stjörnunnar horfi á úrslitaleikinn í sjónvarpinu Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2019 10:12 Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu en höggið náðist á upptöku. Skjáskot RÚV Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir það á ábyrgð stjórnar körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hvort að stuðningsmaður liðsins mæti leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í bikarúrslitum KKÍ í Laugardalshöll í dag. Viðkomandi stuðningsmaður Stjörnunnar veitti stuðningsmanni ÍR hnefahögg í andlitið þegar undanúrslitaleikur liðanna fór fram í Laugardalshöll síðastliðinn miðvikudag. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sá sér ekki fært að tjá sig við Vísi þegar leitað var viðbragða í morgun sökum annríkis. Var stuðningsmanni Stjörnunnar vísað úr húsi fyrir að kýla stuðningsmann ÍR en atvikið átti sér stað við upphaf leiksins sem hófst klukkan 17:30.Myndband af högginu má sjá á vef RÚV.Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.vísir/eyþórHannes segir stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hafa farið lauslega yfir málið í annríki bikarvikunnar en farið verður yfirvegað yfir atvikið síðar meir. „Við höfum beint því til Stjörnunnar að taka á því innan sinna raða. Hann er þarna á ábyrgð Stjörnunnar að það er algjörlega á ábyrgð stjörnunnar að meina honum aðgang að leiknum. Ég get ekki sagt til um það hvort hann komi á leikinn eða ekki, en ég myndi telja best að hann sleppi því,“ segir Hannes. Hann segir öryggisgæsluna á leiknum hafa brugðist mjög vel við í þessu tilviki og verða mun fleiri í öryggisgæslu þegar úrslitaleikir karla og kvenna fara fram í Laugardalshöllinni í dag. „Öryggisgæslan hjá okkur brást mjög hratt við þegar þetta kom upp á. Við erum klárlega búin að læra af þessu. Við höfum bent á það að undanförnu að það þurfi að auka öryggisgæslu og við erum sjálf búin að gera það.“ Hann bendir á að þetta sé einangrað atvik og svona lagað hafi ekki sést áður í Höllinni. „Ég er viss um að þetta muni ekki gerast í dag og þetta er ljótur blettur á leiknum. Ég er viss um að það verði öruggt fyrir alla að koma í Laugardal í dag og menn þurfa ekkert að óttast. Ég hef bent Stjörnumönnum á að það er á þeirra ábyrgð hvort hann komi eða ekki og ég tel það best fyrir alla að hann horfi á leikinn í sjónvarpinu í dag, viðkomandi einstaklingur.“ Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir það á ábyrgð stjórnar körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hvort að stuðningsmaður liðsins mæti leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í bikarúrslitum KKÍ í Laugardalshöll í dag. Viðkomandi stuðningsmaður Stjörnunnar veitti stuðningsmanni ÍR hnefahögg í andlitið þegar undanúrslitaleikur liðanna fór fram í Laugardalshöll síðastliðinn miðvikudag. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sá sér ekki fært að tjá sig við Vísi þegar leitað var viðbragða í morgun sökum annríkis. Var stuðningsmanni Stjörnunnar vísað úr húsi fyrir að kýla stuðningsmann ÍR en atvikið átti sér stað við upphaf leiksins sem hófst klukkan 17:30.Myndband af högginu má sjá á vef RÚV.Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.vísir/eyþórHannes segir stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hafa farið lauslega yfir málið í annríki bikarvikunnar en farið verður yfirvegað yfir atvikið síðar meir. „Við höfum beint því til Stjörnunnar að taka á því innan sinna raða. Hann er þarna á ábyrgð Stjörnunnar að það er algjörlega á ábyrgð stjörnunnar að meina honum aðgang að leiknum. Ég get ekki sagt til um það hvort hann komi á leikinn eða ekki, en ég myndi telja best að hann sleppi því,“ segir Hannes. Hann segir öryggisgæsluna á leiknum hafa brugðist mjög vel við í þessu tilviki og verða mun fleiri í öryggisgæslu þegar úrslitaleikir karla og kvenna fara fram í Laugardalshöllinni í dag. „Öryggisgæslan hjá okkur brást mjög hratt við þegar þetta kom upp á. Við erum klárlega búin að læra af þessu. Við höfum bent á það að undanförnu að það þurfi að auka öryggisgæslu og við erum sjálf búin að gera það.“ Hann bendir á að þetta sé einangrað atvik og svona lagað hafi ekki sést áður í Höllinni. „Ég er viss um að þetta muni ekki gerast í dag og þetta er ljótur blettur á leiknum. Ég er viss um að það verði öruggt fyrir alla að koma í Laugardal í dag og menn þurfa ekkert að óttast. Ég hef bent Stjörnumönnum á að það er á þeirra ábyrgð hvort hann komi eða ekki og ég tel það best fyrir alla að hann horfi á leikinn í sjónvarpinu í dag, viðkomandi einstaklingur.“
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11