Hver er besti vinur fjármálaráðherra? Þórir Garðarsson skrifar 15. febrúar 2019 14:18 Því er fljótsvarað. Það er erlendi ferðamaðurinn. Enginn annar skattgreiðandi skilar jafn miklum tekjum í ríkissjóð þann tíma sem hann dvelur hér. Enginn annar skattgreiðandi kostar ríkissjóð jafn lítið og erlendi ferðamaðurinn. Hvaða fjármálaráðherra kann ekki að meta slíkan gjaldanda? Erlendi ferðamaðurinn kemur hingað með fúlgur fjár. Þetta eru brakandi nýjar tekjur inn í þjóðarbúið. Fyrir aðeins 5 árum höfðum ekki nema brot af þessum tekjum.Virðisaukaskatturinn er kóngurinn Það er fyrst og fremst gegnum virðisaukaskattinn sem erlendi ferðamaðurinn sker sig úr sem skattgreiðandi. Virðisaukaskattur er neytendaskattur. Erlendi ferðamaðurinn er neytandi vöru og þjónustu hér á landi. Hann borgar alla upphæðina og fær lítið sem ekkert til baka. Fyrirtækin sem skila virðisaukaskattinum sjá bara um innheimtuna fyrir ríkissjóð. Þau borga hann ekki, það gerir erlendi ferðamaðurinn.Borga 20% af virðisaukaskattinum Hvernig er hægt að fullyrða að erlendi ferðamaðurinn skili meiri tekjum í ríkissjóð en við hin sem hér búum? Því er til að svara að erlendir ferðamenn eru að jafnaði um 10% af mannfjöldanum á degi hverjum. En þeir borga 20% af virðisaukaskattinum, sem er stærsti tekjustofn ríkissjóðs. Þeir eyða semsagt helmingi meiru á hverjum degi en við heimamenn. Ekkert ósvipað því sem við gerum sjálf á okkar ferðalögum erlendis. Í heildina borgum við íbúar landsins þó auðvitað meginþungann af sköttunum.Tekjurnar hækkuðu með fjölgun ferðamanna Árið 2017 innheimti ríkissjóður 230 milljarða króna í virðisaukaskatt. Af þeirri upphæð greiddu erlendir ferðamenn um 46 milljarða króna, eða 20%. Það skiptir ríkissjóð því afar miklu máli þegar nýir vel borgandi gjaldendur bætast við, eins og raunin er með erlenda ferðamenn. Þetta sést kannski best á því að frá 2013 til 2017 hækkuðu virðisaukaskattstekjur um 43% - á tímabili sem erlendum ferðamönnum fjölgaði um tugi prósenta milli ára.Ruglið í umræðunni Hvers vegna er ég að benda á þetta? Vita ekki allir hvað erlendir ferðamenn skipta þjóðarbúið miklu máli? Nei, því fer fjarri og erfiðast virðast margir stjórnmálamenn með að átta sig á því. Það sem virðist rugla þá í ríminu er hvernig ríkissjóður hagar uppgjöri sínu. Ríkið flokkar þessar tekjur eftir því hvað atvinnugreinar skila, en ekki eftir því hvað þær innheimta. Sú flokkun segir ekkert um það hvar neytendur borga virðisaukaskattinn eða hvort um innlenda eða erlenda neytendur er að ræða. Til að mynda borguðu neytendur 28 milljarða króna í virðisaukaskatt í stórmörkuðum og matvöruverslunum árið 2017. Þau fyrirtæki skiluðu 1,3 milljörðum króna í virðisaukaskatt. Segja skil verslananna eitthvað um virðisaukaskattinn sem neytendur greiddu við kassann? Að sjálfsögðu ekki. Það sama á við um ferðaþjónustuna. Virðisaukaskattsskil fyrirtækja í þeirri atvinnugrein (um 5 milljarðar króna árið 2017) segir ekkert um hvað ferðamennirnir sannanlega greiddu. Þar að auki eiga ferðamenn viðskipti við marga aðra en beint í ferðaþjónustunni, þar á meðal matvöruverslanir og olíufélög.Vanhugsaðar hugmyndir um aukagjöld Þegar stjórnmálamenn og aðrir fara enn einu sinni að tala um þörfina á því að ná meiri peningum af erlendum ferðamönnum með aukagjöldum þá virðist sem þeir hafi engan veginn áttað sig á því hvað ferðamennirnir eru nú þegar drjúg tekjulind fyrir hið opinbera. En um leið er kostnaður ríkis og sveitarfélaga vegna ferðamanna mjög lítið hlutfall af tekjunum. Þeir eru fyrst og fremst gróðalind. Það er mun mikilvægara að fjárfesta í áframhaldandi komu þessara gesta og tryggja þannig enn meiri tekjur af þeim. Það gerum við ekki með tilviljanakenndri aukagjaldtöku, einfaldlega vegna þess að skattkerfið dugar alveg ágætlega til þessÞórir GarðarssonStjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Því er fljótsvarað. Það er erlendi ferðamaðurinn. Enginn annar skattgreiðandi skilar jafn miklum tekjum í ríkissjóð þann tíma sem hann dvelur hér. Enginn annar skattgreiðandi kostar ríkissjóð jafn lítið og erlendi ferðamaðurinn. Hvaða fjármálaráðherra kann ekki að meta slíkan gjaldanda? Erlendi ferðamaðurinn kemur hingað með fúlgur fjár. Þetta eru brakandi nýjar tekjur inn í þjóðarbúið. Fyrir aðeins 5 árum höfðum ekki nema brot af þessum tekjum.Virðisaukaskatturinn er kóngurinn Það er fyrst og fremst gegnum virðisaukaskattinn sem erlendi ferðamaðurinn sker sig úr sem skattgreiðandi. Virðisaukaskattur er neytendaskattur. Erlendi ferðamaðurinn er neytandi vöru og þjónustu hér á landi. Hann borgar alla upphæðina og fær lítið sem ekkert til baka. Fyrirtækin sem skila virðisaukaskattinum sjá bara um innheimtuna fyrir ríkissjóð. Þau borga hann ekki, það gerir erlendi ferðamaðurinn.Borga 20% af virðisaukaskattinum Hvernig er hægt að fullyrða að erlendi ferðamaðurinn skili meiri tekjum í ríkissjóð en við hin sem hér búum? Því er til að svara að erlendir ferðamenn eru að jafnaði um 10% af mannfjöldanum á degi hverjum. En þeir borga 20% af virðisaukaskattinum, sem er stærsti tekjustofn ríkissjóðs. Þeir eyða semsagt helmingi meiru á hverjum degi en við heimamenn. Ekkert ósvipað því sem við gerum sjálf á okkar ferðalögum erlendis. Í heildina borgum við íbúar landsins þó auðvitað meginþungann af sköttunum.Tekjurnar hækkuðu með fjölgun ferðamanna Árið 2017 innheimti ríkissjóður 230 milljarða króna í virðisaukaskatt. Af þeirri upphæð greiddu erlendir ferðamenn um 46 milljarða króna, eða 20%. Það skiptir ríkissjóð því afar miklu máli þegar nýir vel borgandi gjaldendur bætast við, eins og raunin er með erlenda ferðamenn. Þetta sést kannski best á því að frá 2013 til 2017 hækkuðu virðisaukaskattstekjur um 43% - á tímabili sem erlendum ferðamönnum fjölgaði um tugi prósenta milli ára.Ruglið í umræðunni Hvers vegna er ég að benda á þetta? Vita ekki allir hvað erlendir ferðamenn skipta þjóðarbúið miklu máli? Nei, því fer fjarri og erfiðast virðast margir stjórnmálamenn með að átta sig á því. Það sem virðist rugla þá í ríminu er hvernig ríkissjóður hagar uppgjöri sínu. Ríkið flokkar þessar tekjur eftir því hvað atvinnugreinar skila, en ekki eftir því hvað þær innheimta. Sú flokkun segir ekkert um það hvar neytendur borga virðisaukaskattinn eða hvort um innlenda eða erlenda neytendur er að ræða. Til að mynda borguðu neytendur 28 milljarða króna í virðisaukaskatt í stórmörkuðum og matvöruverslunum árið 2017. Þau fyrirtæki skiluðu 1,3 milljörðum króna í virðisaukaskatt. Segja skil verslananna eitthvað um virðisaukaskattinn sem neytendur greiddu við kassann? Að sjálfsögðu ekki. Það sama á við um ferðaþjónustuna. Virðisaukaskattsskil fyrirtækja í þeirri atvinnugrein (um 5 milljarðar króna árið 2017) segir ekkert um hvað ferðamennirnir sannanlega greiddu. Þar að auki eiga ferðamenn viðskipti við marga aðra en beint í ferðaþjónustunni, þar á meðal matvöruverslanir og olíufélög.Vanhugsaðar hugmyndir um aukagjöld Þegar stjórnmálamenn og aðrir fara enn einu sinni að tala um þörfina á því að ná meiri peningum af erlendum ferðamönnum með aukagjöldum þá virðist sem þeir hafi engan veginn áttað sig á því hvað ferðamennirnir eru nú þegar drjúg tekjulind fyrir hið opinbera. En um leið er kostnaður ríkis og sveitarfélaga vegna ferðamanna mjög lítið hlutfall af tekjunum. Þeir eru fyrst og fremst gróðalind. Það er mun mikilvægara að fjárfesta í áframhaldandi komu þessara gesta og tryggja þannig enn meiri tekjur af þeim. Það gerum við ekki með tilviljanakenndri aukagjaldtöku, einfaldlega vegna þess að skattkerfið dugar alveg ágætlega til þessÞórir GarðarssonStjórnarformaður Gray Line
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun