Breski seðlabankinn varar við útgöngu án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 17:12 Carney varaði við því að Brexit væri ein birtingarmynd bakslags gegn alþjóðavæðingu síðustu ára og áratuga. Vísir/EPA Mark Carney, seðlabankastjóri Bretlands, hvetur þingmenn til þess að ná samkomulagi um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem fyrst. Varar hann við vaxandi hættu af útgöngunni fyrir efnahagslíf heimsins. Seðlabanki Bretlands hefur þegar dregið úr hagvaxtarspá sinni, meðal annars vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem á að fara fram 29. mars. Í ræðu í London í dag varaði Carney við því að útganga án samnings yrðu „efnahagslegt áfall“ á sama tíma og dregur úr hagvexti í Kína og mögulegt viðskiptastríð er í uppsiglingu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enginn útgöngusamningur er í sjónmáli eftir að breska þingið hafnaði samningi Theresu May forsætisráðherra í janúar. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa ekki verið tilbúnir til að gera þær breytingar á samningnum sem harðlínumenn í flokki hennar krefjast, sérstaklega á svonefndri baktryggingu sem á að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundin landamæri á milli Írlands og Norður-Írlands eftir útgönguna. Carney sagði að Brexit hefði valdið mikilli óvissi sem hafi leitt til þess að fyrirtæki hafi haldið að sér höndum um stórar ákvarðanir. Því væri mikilvægt fyrir Breta að ná góðum samningi til að útgangan gangi sem best. Tengdi hann viðskiptadeilur í heiminum, þar á meðal milli Bandaríkjamanna og Kínverja, og Brexit við þrýsting á að snúa við alþjóðavæðingu sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi. Ef Bretar segðu skilið við ESB græfi það undan vexti á heimsvísu. „Viðskiptaspenna erlendis og Brexit-umræðan heima fyrir eru birtingarmyndir grundvallarþrýstings um að endurskipuleggja alþjóðavæðinguna,“ sagði bankastjórinn en varaði við því að hættan við að lönd heims horfðu í auknum mæli inn á við gæti kippt fótunum undan vexti og hagsæld allra. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Mark Carney, seðlabankastjóri Bretlands, hvetur þingmenn til þess að ná samkomulagi um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem fyrst. Varar hann við vaxandi hættu af útgöngunni fyrir efnahagslíf heimsins. Seðlabanki Bretlands hefur þegar dregið úr hagvaxtarspá sinni, meðal annars vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem á að fara fram 29. mars. Í ræðu í London í dag varaði Carney við því að útganga án samnings yrðu „efnahagslegt áfall“ á sama tíma og dregur úr hagvexti í Kína og mögulegt viðskiptastríð er í uppsiglingu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enginn útgöngusamningur er í sjónmáli eftir að breska þingið hafnaði samningi Theresu May forsætisráðherra í janúar. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa ekki verið tilbúnir til að gera þær breytingar á samningnum sem harðlínumenn í flokki hennar krefjast, sérstaklega á svonefndri baktryggingu sem á að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundin landamæri á milli Írlands og Norður-Írlands eftir útgönguna. Carney sagði að Brexit hefði valdið mikilli óvissi sem hafi leitt til þess að fyrirtæki hafi haldið að sér höndum um stórar ákvarðanir. Því væri mikilvægt fyrir Breta að ná góðum samningi til að útgangan gangi sem best. Tengdi hann viðskiptadeilur í heiminum, þar á meðal milli Bandaríkjamanna og Kínverja, og Brexit við þrýsting á að snúa við alþjóðavæðingu sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi. Ef Bretar segðu skilið við ESB græfi það undan vexti á heimsvísu. „Viðskiptaspenna erlendis og Brexit-umræðan heima fyrir eru birtingarmyndir grundvallarþrýstings um að endurskipuleggja alþjóðavæðinguna,“ sagði bankastjórinn en varaði við því að hættan við að lönd heims horfðu í auknum mæli inn á við gæti kippt fótunum undan vexti og hagsæld allra.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira