Segir þögult verðsamráð ríkja á matvörumarkaði Frosti Logason skrifar 11. febrúar 2019 22:03 Þorsteinn Sæmundsson ræddi um hátt matvöruverð í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Hann segir samþjöppun á matvörumarkaði vera alltof mikla og kallar eftir hertari samkeppnislögum. Breyta þurfi ákvæðum um skylda aðila til að koma á virkri samkeppni. Benti hann á að Hagar og Festi, sem eru móðurfélög verslana eins og Hagkaupa, Bónus, Krónunnar og Nóatúns, væru að stærstum hluta í eigu sömu Lífeyrissjóða. Þorsteinn sagðist sannfærður um að niðurfelling tolla á landbúnaðarvörur myndi litlu breyta um vöruverð þar sem matvöruverslanir væru reknar af mikilli óhagkvæmni. Nefndi hann að verslunarhúsnæði á Íslandi væri margfalt meira miðað við höfðatölu heldur en í Danmörku og að opnunartími næturverslana væri kostnaðarsamur. Þá sagði Þorsteinn verðkannanir benda til þess að verðmunur í verslunum á borð við Bónus og Krónuna væri lítill sem enginn og að þar virtist ríkja einhvers konar þögult verðsamráð. Hlustaðu á allt viðtalið við Þorstein hér að ofan. Harmageddon Kjaramál Samkeppnismál Mest lesið Sannleikurinn: Maria ekki dóttir Sigmundar Davíðs Harmageddon David Beckham samþykkir að koma fram í nýju tónlistarmyndbandi Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Þorgerður Katrín segir Íslendinga verða að hætta tala niður listir og menningu Harmageddon Páll Óskar á æfingu með Spilverki þjóðanna Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon Arcade Fire á toppi breska breiðskífulistans Harmageddon Gítarleikari INXS missti puttann í slysi Harmageddon Sannleikurinn: Pizzukvöld yfir The Biggest Loser Harmageddon
Þorsteinn Sæmundsson ræddi um hátt matvöruverð í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Hann segir samþjöppun á matvörumarkaði vera alltof mikla og kallar eftir hertari samkeppnislögum. Breyta þurfi ákvæðum um skylda aðila til að koma á virkri samkeppni. Benti hann á að Hagar og Festi, sem eru móðurfélög verslana eins og Hagkaupa, Bónus, Krónunnar og Nóatúns, væru að stærstum hluta í eigu sömu Lífeyrissjóða. Þorsteinn sagðist sannfærður um að niðurfelling tolla á landbúnaðarvörur myndi litlu breyta um vöruverð þar sem matvöruverslanir væru reknar af mikilli óhagkvæmni. Nefndi hann að verslunarhúsnæði á Íslandi væri margfalt meira miðað við höfðatölu heldur en í Danmörku og að opnunartími næturverslana væri kostnaðarsamur. Þá sagði Þorsteinn verðkannanir benda til þess að verðmunur í verslunum á borð við Bónus og Krónuna væri lítill sem enginn og að þar virtist ríkja einhvers konar þögult verðsamráð. Hlustaðu á allt viðtalið við Þorstein hér að ofan.
Harmageddon Kjaramál Samkeppnismál Mest lesið Sannleikurinn: Maria ekki dóttir Sigmundar Davíðs Harmageddon David Beckham samþykkir að koma fram í nýju tónlistarmyndbandi Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Þorgerður Katrín segir Íslendinga verða að hætta tala niður listir og menningu Harmageddon Páll Óskar á æfingu með Spilverki þjóðanna Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon Arcade Fire á toppi breska breiðskífulistans Harmageddon Gítarleikari INXS missti puttann í slysi Harmageddon Sannleikurinn: Pizzukvöld yfir The Biggest Loser Harmageddon