Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 11:25 Davíð Karl Wiium (til hægri) er nú staddur í Dyflinni þar sem hann leitar bróður síns, Jóns Þrastar Jónssonar (til vinstri). Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dyflinni fyrir tæpum tveimur vikum, segir fjölda ábendinga hafa borist aðstandendum og lögreglu í tengslum við hvarf bróður síns. Þessar ábendingar eru á meðal þess sem farið verður yfir á fundi fjölskyldunnar og lögreglu í kvöld. Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun. Jón Þröstur fór til Dyflinnar á Írlandi ásamt kærustu sinni um þarsíðustu helgi til að skoða kastala og taka þátt í pókermóti. Hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni eftir eins og hálfs dags dvöl og hefur ekki sést síðan. Lögregla í Dyflinni fer með rannsókn málsins en fjölskylda Jóns Þrastar fór út til Írlands að leita hans þegar hann hafði verið týndur í tvo daga.Sjá einnig: Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: „Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Davíð Wiium, bróðir Jóns Þrastar, er staddur í Dyflinni. Hann segir í samtali við Vísi að leitað hafi verið að Jóni Þresti á skipulögðum leitarsvæðum í borginni undanfarna daga. „Það gekk mjög vel, við erum svo til eiginlega búin með þau, án þess að verða mikils vísari en við náðum að hengja upp um 4000 veggspjöld og höfum fengið mikið af ábendingum í kjölfarið sem er bara verið að vinna úr.“Tuttugu heimamenn taka þátt Deginum í dag verður svo varið í undirbúning stórrar sjálfboðaliðaleitar sem boðað var til fyrir skömmu og fer fram á morgun á milli 9:30 og 15. Davíð segir að verið sé að undirbúa leitarsvæðið og setja saman teymi og leiðbeiningar. Aðspurður segir hann erfitt að meta hversu margir taki þátt í leitinni en allt að hundrað manns gætu þó látið sjá sig.Fjölskylda Jóns segir að hann sé mikill fjölskyldumaður.„Við héldum fund í gær með þeim sem eru að hjálpa okkur að skipuleggja þetta og þar voru um tuttugu Írar sem verða á morgun. Og þeir eru að tala um að þetta verði allavega á milli þrjátíu til sextíu manns, jafnvel mun meira, og svo náttúrulega verðum við Íslendingarnir. Þannig að já, okkur hefur tekist að smala saman þvílíku gengi.“Verið að vinna úr fullt af ábendingum Klukkan 15 síðdegis í dag hefur fjölskylda Jóns Þrastar verið boðuð á fund með ræðismanni Íslands á Írlandi. Í kvöld mæta aðstandendur svo á fund með lögreglu í Dyflinni. Aðspurður segir Davíð að fjöldi ábendinga hafi borist frá fólki í tengslum við hvarf Jóns Þrastar, misáreiðanlegar þó. „Þetta hefur allt verið tekið saman og sent inn til lögreglu sem er með þetta til skoðunar. Þetta náttúrulega tekur tíma, að vinna úr ábendingum, það þarf að fara yfir upptökuvélar og sannreyna ábendingarnar og svoleiðis. Þannig að það er fullt af nýjum ábendingum frá því að við fórum að leita en það eru engar frekari upplýsingar um það hvar hann gæti mögulega verið að svo stöddu. En það er verið að vinna úr fullt af ábendingum sem er alltaf góðs viti.“Og það er eitthvað sem þið ætlið að ræða við lögreglu í kvöld?„Væntanlega meðal annars, já.“ Hrint hefur verið af stað GoFundMe-söfnun vegna leitarinnar að Jóni Þresti. Fénu verður varið í framfærslukostnað fyrir sjálfboðaliða og aðstandendur Jóns Þrastar sem ferðast hafa til Dyflinnar. Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Eiga fund með lögreglu í dag Enn hefur ekkert spurst til Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi. 18. febrúar 2019 07:00 Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: „Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli. 19. febrúar 2019 19:00 Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30 Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dyflinni fyrir tæpum tveimur vikum, segir fjölda ábendinga hafa borist aðstandendum og lögreglu í tengslum við hvarf bróður síns. Þessar ábendingar eru á meðal þess sem farið verður yfir á fundi fjölskyldunnar og lögreglu í kvöld. Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun. Jón Þröstur fór til Dyflinnar á Írlandi ásamt kærustu sinni um þarsíðustu helgi til að skoða kastala og taka þátt í pókermóti. Hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni eftir eins og hálfs dags dvöl og hefur ekki sést síðan. Lögregla í Dyflinni fer með rannsókn málsins en fjölskylda Jóns Þrastar fór út til Írlands að leita hans þegar hann hafði verið týndur í tvo daga.Sjá einnig: Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: „Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Davíð Wiium, bróðir Jóns Þrastar, er staddur í Dyflinni. Hann segir í samtali við Vísi að leitað hafi verið að Jóni Þresti á skipulögðum leitarsvæðum í borginni undanfarna daga. „Það gekk mjög vel, við erum svo til eiginlega búin með þau, án þess að verða mikils vísari en við náðum að hengja upp um 4000 veggspjöld og höfum fengið mikið af ábendingum í kjölfarið sem er bara verið að vinna úr.“Tuttugu heimamenn taka þátt Deginum í dag verður svo varið í undirbúning stórrar sjálfboðaliðaleitar sem boðað var til fyrir skömmu og fer fram á morgun á milli 9:30 og 15. Davíð segir að verið sé að undirbúa leitarsvæðið og setja saman teymi og leiðbeiningar. Aðspurður segir hann erfitt að meta hversu margir taki þátt í leitinni en allt að hundrað manns gætu þó látið sjá sig.Fjölskylda Jóns segir að hann sé mikill fjölskyldumaður.„Við héldum fund í gær með þeim sem eru að hjálpa okkur að skipuleggja þetta og þar voru um tuttugu Írar sem verða á morgun. Og þeir eru að tala um að þetta verði allavega á milli þrjátíu til sextíu manns, jafnvel mun meira, og svo náttúrulega verðum við Íslendingarnir. Þannig að já, okkur hefur tekist að smala saman þvílíku gengi.“Verið að vinna úr fullt af ábendingum Klukkan 15 síðdegis í dag hefur fjölskylda Jóns Þrastar verið boðuð á fund með ræðismanni Íslands á Írlandi. Í kvöld mæta aðstandendur svo á fund með lögreglu í Dyflinni. Aðspurður segir Davíð að fjöldi ábendinga hafi borist frá fólki í tengslum við hvarf Jóns Þrastar, misáreiðanlegar þó. „Þetta hefur allt verið tekið saman og sent inn til lögreglu sem er með þetta til skoðunar. Þetta náttúrulega tekur tíma, að vinna úr ábendingum, það þarf að fara yfir upptökuvélar og sannreyna ábendingarnar og svoleiðis. Þannig að það er fullt af nýjum ábendingum frá því að við fórum að leita en það eru engar frekari upplýsingar um það hvar hann gæti mögulega verið að svo stöddu. En það er verið að vinna úr fullt af ábendingum sem er alltaf góðs viti.“Og það er eitthvað sem þið ætlið að ræða við lögreglu í kvöld?„Væntanlega meðal annars, já.“ Hrint hefur verið af stað GoFundMe-söfnun vegna leitarinnar að Jóni Þresti. Fénu verður varið í framfærslukostnað fyrir sjálfboðaliða og aðstandendur Jóns Þrastar sem ferðast hafa til Dyflinnar.
Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Eiga fund með lögreglu í dag Enn hefur ekkert spurst til Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi. 18. febrúar 2019 07:00 Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: „Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli. 19. febrúar 2019 19:00 Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30 Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Eiga fund með lögreglu í dag Enn hefur ekkert spurst til Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni um síðustu helgi. 18. febrúar 2019 07:00
Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: „Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli. 19. febrúar 2019 19:00
Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni. 16. febrúar 2019 14:30