Færeyjum lokað vegna viðhalds Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2019 08:21 Ferðamönnum verður meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. Vísir/AFP Færeyingar hafa tekið þá ákvörðun að loka eyjunum fyrir ferðamönnum í apríl vegna viðhalds. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar segir að Færeyjum verði „lokað“ dagana 26. til 28. apríl og dagarnir nýttir til að viðhalds á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðamálaráð Færeyinga hefur þess í stað boðið 100 erlendum sjálfboðaliðum fría gistingu gegn því að hjálpa til. Um 60 þúsund erlendir ferðamenn koma til Færeyja á ári hverju og hefur fjöldi þeirra aukist árlega um tíu prósent undanfarin fimm ár. Hugmyndin er að heimamenn og túristar vinni að merkingu stíga, búi til skilti og bæti aðgengi að náttúruperlum Færeyja sem hafa orðið fyrir miklum ágangi sökum vinsælda eftir að fjöldi mynda birtust af þeim á samfélagsmiðlinum Instagram. Guðrið Hojgaard er formaður ferðamálaráðs Færeyja en ráðið státar af afar vinsælli herferð sem fólst í því að festa vefmyndavél við sauðfé og gátu netverjar því skoðað eyjarnar með augum þeirra. Var þetta kallað hinu skemmtilega nafni „Sheep View“ sem er bein skírskotun í Google Street View. Fékk þessi herferð mikla athygli og um fimm milljarða áhorfa. Closed for maintenance, open for voluntourism from Visit Faroe Islands on Vimeo.Í fyrra hleyptu Færeyingar öðru átaki af stokkunum þar sem þeir þýddu frasa í beinni á netinu fyrir þá sem vildu heyra innfædda tala færeysku. Allt hefur þetta orðið til þess að fjölga ferðamönnum í landinu en Guardian segir Færeyinga vilja vernda landið fyrir ágangi þeirra og er horft til erfiðleika sem Íslendingar hafa þurft að glíma við vegna fjölda ferðamanna. The Guardian tekur fram að Færeyjar séu fjarri því að glíma við sömu vandamál og blasa við á Íslandi en þó er allt gistirými uppbókað í Færeyjum fyrir árið í ár. Tvö ný hótel eru í byggingu í Þórshöfn og hefur færeyska flugfélagið Atlantic Airwaves boðað að það muni fljúga þrisvar í viku til Parísar yfir sumarið. Flugfélagið flýgur tvisvar á dag til Kaupmannahafnar, tvisvar í viku til Edinborgar og þrisvar í viku til Íslands. Hojgaard hefur látið hafa eftir að meginstefna Færeyinga í ferðamannamálum sé ekki fjöldi þeirra heldur að varðveita og vernda eyjarnar. Færeyjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Færeyingar hafa tekið þá ákvörðun að loka eyjunum fyrir ferðamönnum í apríl vegna viðhalds. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar segir að Færeyjum verði „lokað“ dagana 26. til 28. apríl og dagarnir nýttir til að viðhalds á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðamálaráð Færeyinga hefur þess í stað boðið 100 erlendum sjálfboðaliðum fría gistingu gegn því að hjálpa til. Um 60 þúsund erlendir ferðamenn koma til Færeyja á ári hverju og hefur fjöldi þeirra aukist árlega um tíu prósent undanfarin fimm ár. Hugmyndin er að heimamenn og túristar vinni að merkingu stíga, búi til skilti og bæti aðgengi að náttúruperlum Færeyja sem hafa orðið fyrir miklum ágangi sökum vinsælda eftir að fjöldi mynda birtust af þeim á samfélagsmiðlinum Instagram. Guðrið Hojgaard er formaður ferðamálaráðs Færeyja en ráðið státar af afar vinsælli herferð sem fólst í því að festa vefmyndavél við sauðfé og gátu netverjar því skoðað eyjarnar með augum þeirra. Var þetta kallað hinu skemmtilega nafni „Sheep View“ sem er bein skírskotun í Google Street View. Fékk þessi herferð mikla athygli og um fimm milljarða áhorfa. Closed for maintenance, open for voluntourism from Visit Faroe Islands on Vimeo.Í fyrra hleyptu Færeyingar öðru átaki af stokkunum þar sem þeir þýddu frasa í beinni á netinu fyrir þá sem vildu heyra innfædda tala færeysku. Allt hefur þetta orðið til þess að fjölga ferðamönnum í landinu en Guardian segir Færeyinga vilja vernda landið fyrir ágangi þeirra og er horft til erfiðleika sem Íslendingar hafa þurft að glíma við vegna fjölda ferðamanna. The Guardian tekur fram að Færeyjar séu fjarri því að glíma við sömu vandamál og blasa við á Íslandi en þó er allt gistirými uppbókað í Færeyjum fyrir árið í ár. Tvö ný hótel eru í byggingu í Þórshöfn og hefur færeyska flugfélagið Atlantic Airwaves boðað að það muni fljúga þrisvar í viku til Parísar yfir sumarið. Flugfélagið flýgur tvisvar á dag til Kaupmannahafnar, tvisvar í viku til Edinborgar og þrisvar í viku til Íslands. Hojgaard hefur látið hafa eftir að meginstefna Færeyinga í ferðamannamálum sé ekki fjöldi þeirra heldur að varðveita og vernda eyjarnar.
Færeyjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira