Fæðingarorlofssjóður ætti að greiða mótframlag í séreign Björn Berg Gunnarsson skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Við ákvörðun um töku fæðingarorlofs er að mörgu að hyggja. Til dæmis þarf að taka tillit til hinna ýmsu atriða á fjármálahliðinni. Það skiptir ekki eingöngu máli hversu lengi við viljum vera heima, líta þarf til þeirra áhrifa sem orlofstaka kemur til með að hafa á tekjur heimilisins. Þessu velta þúsundir íslenskra foreldra fyrir sér árlega og útkoman er sú að mikill munur er á orlofstöku kynjanna. Það sem meira er, munurinn eykst ár frá ári og hefur hlutfall orlofsdaga karla af orlofsdögum kvenna snarminnkað og er nú vel innan við helmingur. Árið 2008 var um fimmtungur karlmanna lengur en 90 daga í orlofi, en 93% kvenna. Árið 2017 var þetta hlutfall 95% hjá konum en hafði fallið í 10% hjá körlunum eftir nær stöðuga lækkun á tímabilinu. Hlutfall þeirra feðra sem taka sér orlof undir 90 daga grunnréttindunum hafði á sama tíma tvöfaldast og í stað 90% fyrir áratug nýta einungis 77% feðra orlofsrétt sinn að einhverju leyti. Þessi ólíka orlofstaka kynjanna hefur í för með sér áhrif á fjármál kvenna sem mætti fá meiri athygli. Við söfnum nefnilega aðskildum lífeyrisréttindum, þó fjármál heimilisins geti verið sameiginleg. Þar sem greiðslur Fæðingarorlofssjóðs eru minni en sem nemur launum okkar lækkar sú upphæð sem greidd er í lífeyrissjóð á meðan við erum í orlofi. Enn meiri eru svo áhrifin á séreignarsparnað þar sem sjóðurinn greiðir einhverra hluta vegna ekki mótframlag. Í fæðingarorlofi geta foreldrar því orðið af umtalsverðum lífeyrisréttindum í framtíð og hallar þar mjög á konur vegna lengri orlofstöku. Mótframlag í séreignarsparnað væri hægt að nýta til skattfrjálsrar ráðstöfunar við kaup eða afborgun á húsnæði eða ávaxta til efri áranna. Sé miðað við greiðslur ársins 2017 mætti áætla að kostnaður við slíkt væri yfir 200 milljónir króna á ári en verðmætið fyrir ungt fólk í fæðingarorlofi leyfi ég mér að fullyrða að sé mun meira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Við ákvörðun um töku fæðingarorlofs er að mörgu að hyggja. Til dæmis þarf að taka tillit til hinna ýmsu atriða á fjármálahliðinni. Það skiptir ekki eingöngu máli hversu lengi við viljum vera heima, líta þarf til þeirra áhrifa sem orlofstaka kemur til með að hafa á tekjur heimilisins. Þessu velta þúsundir íslenskra foreldra fyrir sér árlega og útkoman er sú að mikill munur er á orlofstöku kynjanna. Það sem meira er, munurinn eykst ár frá ári og hefur hlutfall orlofsdaga karla af orlofsdögum kvenna snarminnkað og er nú vel innan við helmingur. Árið 2008 var um fimmtungur karlmanna lengur en 90 daga í orlofi, en 93% kvenna. Árið 2017 var þetta hlutfall 95% hjá konum en hafði fallið í 10% hjá körlunum eftir nær stöðuga lækkun á tímabilinu. Hlutfall þeirra feðra sem taka sér orlof undir 90 daga grunnréttindunum hafði á sama tíma tvöfaldast og í stað 90% fyrir áratug nýta einungis 77% feðra orlofsrétt sinn að einhverju leyti. Þessi ólíka orlofstaka kynjanna hefur í för með sér áhrif á fjármál kvenna sem mætti fá meiri athygli. Við söfnum nefnilega aðskildum lífeyrisréttindum, þó fjármál heimilisins geti verið sameiginleg. Þar sem greiðslur Fæðingarorlofssjóðs eru minni en sem nemur launum okkar lækkar sú upphæð sem greidd er í lífeyrissjóð á meðan við erum í orlofi. Enn meiri eru svo áhrifin á séreignarsparnað þar sem sjóðurinn greiðir einhverra hluta vegna ekki mótframlag. Í fæðingarorlofi geta foreldrar því orðið af umtalsverðum lífeyrisréttindum í framtíð og hallar þar mjög á konur vegna lengri orlofstöku. Mótframlag í séreignarsparnað væri hægt að nýta til skattfrjálsrar ráðstöfunar við kaup eða afborgun á húsnæði eða ávaxta til efri áranna. Sé miðað við greiðslur ársins 2017 mætti áætla að kostnaður við slíkt væri yfir 200 milljónir króna á ári en verðmætið fyrir ungt fólk í fæðingarorlofi leyfi ég mér að fullyrða að sé mun meira.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun