Telja Norður-Kóreu vera að undirbúa eldflauga- eða gervihnattarskot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. mars 2019 09:42 Donald Trump og Kim Jong-un hittust á leiðtogafundi í Hanoi í Víetnam fyrir stuttu. VNA/Getty Nýjar gervihnattamyndir af iðnaðarsvæði skammt frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa valdið áhyggjum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna um að Norður-Kóreumenn séu að undirbúa gervihnattar- eða eldflaugarskot á næstu misserum. Myndirnar voru birtar af bandarísku útvarpsstöðinni NPR. Myndirnar sýna aukna virkni á svæðinu, þekktu sem Sanumdong, en þar hafa Norður-Kóreumenn sett saman flestar skot- og eldflaugar sínar í gegn um tíðina. Fyrir nokkru bárust fréttir af því að unnið sé að endurbyggingu eldflaugastöðvar í Sohae, þaðan sem flest eldflaugaskot landsins hafa komið. Vinna við að taka skotsvæðið niður hófst á síðasta ári en stöðvaði þegar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu stöðnuðu. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að hvers konar vopnaprófun af hálfu Norður-Kóreu myndu valda honum vonbrigðum „Það kæmi mér á óvart á neikvæðan hátt ef hann [Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu] kynni að gera eitthvað sem væri ekki samkvæmt samkomulagi okkar. En við sjáum hvað setur. Ég yrði fyrir miklum vonbrigðum ef ég sæi vopnaprófun.“ Sérfræðingar telja líklegra að Norður-Kóreumenn séu að undirbúa að skjóta upp gervihnetti frekar en að prófa langdrægar skot- eða eldflaugar. Bandarísk stjórnvöld hafa þó sagt að það væri einnig í trássi við þau loforð sem Kim Jong-un hefur gefið Trump Bandaríkjaforseta. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42 Bandaríkin opin fyrir samningaviðræðum við Norður Kóreu þrátt fyrir bakslag Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill halda áfram samningaviðræðum við Norður-Kóreu þrátt fyrir að nýlegar upplýsingar bendi til þess að Noður-Kóreumenn hafi hafið enduruppbyggingu á eldflaugastöð sinni í Sanumdong. 8. mars 2019 11:46 Norður-Kórea byggir aftur upp eldflaugastöð Framkvæmdir við eldflaugastöðina virðast hafa hafið um það leyti sem Trump og Kim funduðu í Víetnam. 6. mars 2019 07:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Sjá meira
Nýjar gervihnattamyndir af iðnaðarsvæði skammt frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa valdið áhyggjum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna um að Norður-Kóreumenn séu að undirbúa gervihnattar- eða eldflaugarskot á næstu misserum. Myndirnar voru birtar af bandarísku útvarpsstöðinni NPR. Myndirnar sýna aukna virkni á svæðinu, þekktu sem Sanumdong, en þar hafa Norður-Kóreumenn sett saman flestar skot- og eldflaugar sínar í gegn um tíðina. Fyrir nokkru bárust fréttir af því að unnið sé að endurbyggingu eldflaugastöðvar í Sohae, þaðan sem flest eldflaugaskot landsins hafa komið. Vinna við að taka skotsvæðið niður hófst á síðasta ári en stöðvaði þegar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu stöðnuðu. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að hvers konar vopnaprófun af hálfu Norður-Kóreu myndu valda honum vonbrigðum „Það kæmi mér á óvart á neikvæðan hátt ef hann [Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu] kynni að gera eitthvað sem væri ekki samkvæmt samkomulagi okkar. En við sjáum hvað setur. Ég yrði fyrir miklum vonbrigðum ef ég sæi vopnaprófun.“ Sérfræðingar telja líklegra að Norður-Kóreumenn séu að undirbúa að skjóta upp gervihnetti frekar en að prófa langdrægar skot- eða eldflaugar. Bandarísk stjórnvöld hafa þó sagt að það væri einnig í trássi við þau loforð sem Kim Jong-un hefur gefið Trump Bandaríkjaforseta.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42 Bandaríkin opin fyrir samningaviðræðum við Norður Kóreu þrátt fyrir bakslag Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill halda áfram samningaviðræðum við Norður-Kóreu þrátt fyrir að nýlegar upplýsingar bendi til þess að Noður-Kóreumenn hafi hafið enduruppbyggingu á eldflaugastöð sinni í Sanumdong. 8. mars 2019 11:46 Norður-Kórea byggir aftur upp eldflaugastöð Framkvæmdir við eldflaugastöðina virðast hafa hafið um það leyti sem Trump og Kim funduðu í Víetnam. 6. mars 2019 07:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Sjá meira
Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42
Bandaríkin opin fyrir samningaviðræðum við Norður Kóreu þrátt fyrir bakslag Donald Trump, Bandaríkjaforseti, vill halda áfram samningaviðræðum við Norður-Kóreu þrátt fyrir að nýlegar upplýsingar bendi til þess að Noður-Kóreumenn hafi hafið enduruppbyggingu á eldflaugastöð sinni í Sanumdong. 8. mars 2019 11:46
Norður-Kórea byggir aftur upp eldflaugastöð Framkvæmdir við eldflaugastöðina virðast hafa hafið um það leyti sem Trump og Kim funduðu í Víetnam. 6. mars 2019 07:34