Borgin varið þremur milljörðum í akstur, leigubíla og flugfargjöld Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2019 20:59 Svar fjármálaskrifstofunnar var tekið fyrir á fundi borgarráðs í dag. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur varið þremur milljörðum í akstur starfsmanna, leigubíla og flugfargjöld á síðastliðnum átta árum. Á þessu tímabili nam kostnaður Reykjavíkurborgar vegna leigubíla 431 milljón króna og hefur borgin greitt starfsmönnum tvo milljarða í akstur á eigin bifreiðum frá árinu 2011. Kostnaðar borgarinnar vegna flugmiðakaupa á síðustu átta árum hefur numið 300 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari fjármálaskrifstofu borgarinnar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarráði. Spurðu þær Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir hversu mikla borgin hefur varið í leigubílakostnað, rekstrar- og stofnkostnað bifreiða, kaup á flugmiðum og hvernig meðhöndlun vildarpunkta fer fram. Allir þeir flokkar sem eiga fulltrúa í borgarráði lögðu fram bókun vegna svarsins á fundinum fyrr í dag. Borgarráðsfulltrúar meirihlutans, sem Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn skipa, sögðu í sinni bókun að farið hafi verið yfir aksturs- og bifreiðakostnað borgarinnar til hagræðingar og sparnaðar á undanförnum árum. Segja fulltrúarnir að í svari fjármálaskrifstofunnar komi fram að mikið hafi sparast með afnámi aksturssamninga við starfsfólk borgarinnar árið 2015 en í stað aksturssamninga hafa komið akstursdagbækur og notaðir eru leigubílar í völdum tilvikum.Fulltrúar meirihlutann segja sparnað hafa náðst með afnámi aksturssamninga.Vísir/Vilhelm„Alls hafa sparast um 700 milljónir vegna afnáms aksturssamninga á síðustu árum, en annar kostnaður aðeins hækkað á móti að hluta. Kostnaður vegna leigubíla hefur aukist á sama tímabili en vert er að benda á að kostnaðarauki vegna leigubíla á sama tímabili nemur tæplega 60 m.kr. sem er mun lægri fjárhæð. Þannig hafa sparast meira en 600 milljónir vegna þessarar einföldu aðgerðar. Afnám aksturssamninga var einnig mikilvæg aðgerð til að jafna kynbundinn launamun þar sem dýrari aksturssamningar fóru frekar til karla en kvenna,“ segir í bókun meirihlutans.„Getur hræsnin orðið meiri?“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sögðu í sinni bókun að ekkert af þessu hafi farið í útboð þrátt fyrir að fjárhæðirnar séu langt yfir viðmiðunarfjárhæðum.Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir eru tveir af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í borgarráði. Vísir/VilhelmVigdís Hauksdóttir bendir á í sinni bókun að Reykjavíkurborg hafi greitt sem nemur heilum bragga á átta árum í leigubíla. Henni finnst það skjóta skökku við að borgin hafi greitt rúma tvo milljarða vegna aksturssamninga á eigin bifreiðum á sama tíma. „Rétt er að minna á að stefna meirihlutans er að koma öllum almenningi í strætó á sama tíma. Getur hræsnin orðið meiri? Eyðslan er bæði stjórn- og eftirlitslaus og alla yfirsýn vantar því fram kemur að yfirmaður hvers sviðs, skrifstofu eða stofnunar ákveður hvaða starfsmenn hafa heimild til að nota leigubíla að vild,“ segir í bókun Vigdísar.Vigdís Hauksdóttir, áheyrnafulltrúi Miðaflokksins í borgarráði, vill meina að eyðsla sé stjórn- og eftirlitslaus. Vísir/VilhelmVildarpunktar tengdir kennitölu þess sem ferðast Hún segir það með ólíkindum að Reykjavíkurborg hafi greitt rúman hálfan milljarð í bílaleigubíla á þessu tímabili. Samtals hafi kostnaður Reykjavíkurborgar vegna samgöngustyrkja numið þremur milljörðum síðastliðin átta ár. Í svari fjármálaskrifstofu borgarinnar kom fram að ekki hafi verið farið í útboð á flugfargjöldum en í gildi eru afsláttarsamningar við Icelandair. Einnig var í gildi samskonar samningur við WOW Air þar til í mars 2015 en í svarinu kemur fram að WOW vildi ekki framlengja samninginn. Þá kemur einnig fram í svarinu að vildarpunktar, sem skapast við flugmiðakaup, eru tengdir kennitölu þess sem ferðast og falla því ekki í skaut þess sem greiðir fargjaldið, það er að segja borgarinnar.Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnafulltrúi Flokks fólksins í borgarráði, sagði ýmsar spurningar vakna þegar svar fjármálaskrifstofunnar er lesið. Vísir/VilhelmTaldi hækkunina sláandi Í svari fjármálaskrifstofunnar kemur fram að yfirmenn hvers sviðs, skrifstofu eða stofnunar ákveði hvaða starfsmenn hafi heimild til að nota leigubíla og að hluti kostnaðarins við leigubíla sé vegna aksturs skjólstæðinga borgarinnar. Kolbrún Baldursdóttir segir í sinni bókun að spurning vakni um hvort aðhald kunni að skorta í þetta kerfi eða hvort ekki þyrfti að skoða skipulagið eitthvað nánar. „Það er einnig sláandi að sjá hækkun sem hefur orðið t.d. frá 2011 til 2018 á kostnaði við leigubíla jafnvel þótt að skýra megi hækkunina að einhverju leyti vegna þess að árið 2014 var öllum aksturssamningum við starfsmenn borgarinnar sagt upp. Árið 2011 er kostnaður rúmar 37 milljónir en 69,5 milljónir árið 2018,“ segir í bókun Kolbrúnar. Borgarstjórn Leigubílar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur varið þremur milljörðum í akstur starfsmanna, leigubíla og flugfargjöld á síðastliðnum átta árum. Á þessu tímabili nam kostnaður Reykjavíkurborgar vegna leigubíla 431 milljón króna og hefur borgin greitt starfsmönnum tvo milljarða í akstur á eigin bifreiðum frá árinu 2011. Kostnaðar borgarinnar vegna flugmiðakaupa á síðustu átta árum hefur numið 300 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari fjármálaskrifstofu borgarinnar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarráði. Spurðu þær Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir hversu mikla borgin hefur varið í leigubílakostnað, rekstrar- og stofnkostnað bifreiða, kaup á flugmiðum og hvernig meðhöndlun vildarpunkta fer fram. Allir þeir flokkar sem eiga fulltrúa í borgarráði lögðu fram bókun vegna svarsins á fundinum fyrr í dag. Borgarráðsfulltrúar meirihlutans, sem Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn skipa, sögðu í sinni bókun að farið hafi verið yfir aksturs- og bifreiðakostnað borgarinnar til hagræðingar og sparnaðar á undanförnum árum. Segja fulltrúarnir að í svari fjármálaskrifstofunnar komi fram að mikið hafi sparast með afnámi aksturssamninga við starfsfólk borgarinnar árið 2015 en í stað aksturssamninga hafa komið akstursdagbækur og notaðir eru leigubílar í völdum tilvikum.Fulltrúar meirihlutann segja sparnað hafa náðst með afnámi aksturssamninga.Vísir/Vilhelm„Alls hafa sparast um 700 milljónir vegna afnáms aksturssamninga á síðustu árum, en annar kostnaður aðeins hækkað á móti að hluta. Kostnaður vegna leigubíla hefur aukist á sama tímabili en vert er að benda á að kostnaðarauki vegna leigubíla á sama tímabili nemur tæplega 60 m.kr. sem er mun lægri fjárhæð. Þannig hafa sparast meira en 600 milljónir vegna þessarar einföldu aðgerðar. Afnám aksturssamninga var einnig mikilvæg aðgerð til að jafna kynbundinn launamun þar sem dýrari aksturssamningar fóru frekar til karla en kvenna,“ segir í bókun meirihlutans.„Getur hræsnin orðið meiri?“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sögðu í sinni bókun að ekkert af þessu hafi farið í útboð þrátt fyrir að fjárhæðirnar séu langt yfir viðmiðunarfjárhæðum.Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir eru tveir af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í borgarráði. Vísir/VilhelmVigdís Hauksdóttir bendir á í sinni bókun að Reykjavíkurborg hafi greitt sem nemur heilum bragga á átta árum í leigubíla. Henni finnst það skjóta skökku við að borgin hafi greitt rúma tvo milljarða vegna aksturssamninga á eigin bifreiðum á sama tíma. „Rétt er að minna á að stefna meirihlutans er að koma öllum almenningi í strætó á sama tíma. Getur hræsnin orðið meiri? Eyðslan er bæði stjórn- og eftirlitslaus og alla yfirsýn vantar því fram kemur að yfirmaður hvers sviðs, skrifstofu eða stofnunar ákveður hvaða starfsmenn hafa heimild til að nota leigubíla að vild,“ segir í bókun Vigdísar.Vigdís Hauksdóttir, áheyrnafulltrúi Miðaflokksins í borgarráði, vill meina að eyðsla sé stjórn- og eftirlitslaus. Vísir/VilhelmVildarpunktar tengdir kennitölu þess sem ferðast Hún segir það með ólíkindum að Reykjavíkurborg hafi greitt rúman hálfan milljarð í bílaleigubíla á þessu tímabili. Samtals hafi kostnaður Reykjavíkurborgar vegna samgöngustyrkja numið þremur milljörðum síðastliðin átta ár. Í svari fjármálaskrifstofu borgarinnar kom fram að ekki hafi verið farið í útboð á flugfargjöldum en í gildi eru afsláttarsamningar við Icelandair. Einnig var í gildi samskonar samningur við WOW Air þar til í mars 2015 en í svarinu kemur fram að WOW vildi ekki framlengja samninginn. Þá kemur einnig fram í svarinu að vildarpunktar, sem skapast við flugmiðakaup, eru tengdir kennitölu þess sem ferðast og falla því ekki í skaut þess sem greiðir fargjaldið, það er að segja borgarinnar.Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnafulltrúi Flokks fólksins í borgarráði, sagði ýmsar spurningar vakna þegar svar fjármálaskrifstofunnar er lesið. Vísir/VilhelmTaldi hækkunina sláandi Í svari fjármálaskrifstofunnar kemur fram að yfirmenn hvers sviðs, skrifstofu eða stofnunar ákveði hvaða starfsmenn hafi heimild til að nota leigubíla og að hluti kostnaðarins við leigubíla sé vegna aksturs skjólstæðinga borgarinnar. Kolbrún Baldursdóttir segir í sinni bókun að spurning vakni um hvort aðhald kunni að skorta í þetta kerfi eða hvort ekki þyrfti að skoða skipulagið eitthvað nánar. „Það er einnig sláandi að sjá hækkun sem hefur orðið t.d. frá 2011 til 2018 á kostnaði við leigubíla jafnvel þótt að skýra megi hækkunina að einhverju leyti vegna þess að árið 2014 var öllum aksturssamningum við starfsmenn borgarinnar sagt upp. Árið 2011 er kostnaður rúmar 37 milljónir en 69,5 milljónir árið 2018,“ segir í bókun Kolbrúnar.
Borgarstjórn Leigubílar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira