Ósamræmi í lagaframkvæmd Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 7. mars 2019 08:48 Þann 19. desember 2017 komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu að tveir lögfræðingar, sem sótt höfðu um embætti dómara við Landsrétt en ekki fengið, skyldu fá miskabætur vegna þess. Var talið að skilyrði laga um að þeir hefðu mátt þola „meingerð“ væri uppfyllt. Átti dómsmálaráðherra að hafa drýgt hana. Það var samt ekki ráðherrann sem hafði skipað í þessi embætti heldur Alþingi. Ráðherrann hafði ekki, svo vitað sé, hallað einu orði á þessa pilta. Hann gerði hins vegar tillögur um aðra en þá sem dómaraelítan hafði viljað fá. Þó að hann hafi í þessu efni farið eftir skýrum lagabókstaf varð að hirta hann fyrir. Í gær, þriðjudaginn 6. mars, synjaði sami dómstóll konu um miskabætur. Hún hafði ranglega verið ákærð fyrir manndráp í starfi sem starfsmaður á sjúkrahúsi, en sýknuð af ákærunni. Aðförin að þessari konu hafði valdið henni og ástvinum hennar miklu hugarangri og miska, eins og nærri má geta. Skilyrði laganna um meingerð var ekki talið uppfyllt. Talið hefur verið að gæta þurfi samræmis við beitingu laga í dómaframkvæmd. Þegar kenning um það var boðuð mannfólkinu var hins vegar ekki tekið fram að dómstólar mættu víkja frá kröfunni um samræmi þegar þeir teldu nauðsynlegt til að gæta valda sinna við að ákveða hverjir skyldu verða nýir dómarar í landinu. Misræmið sem hér er á ferðinni á því ekki rót að rekja til kímnigáfu dómaranna, eins og menn gætu haldið. Dómarnir frá desember 2017 voru bara afkvæmi valdabaráttu dómaraklíkunnar við Hæstarétt. Þetta ættu menn að hafa í huga ef þeir telja sig þurfa að sækja miskabætur í hendur ríkisins fyrir að hafa verið beittir ólögmætri meingerð.Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Þann 19. desember 2017 komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu að tveir lögfræðingar, sem sótt höfðu um embætti dómara við Landsrétt en ekki fengið, skyldu fá miskabætur vegna þess. Var talið að skilyrði laga um að þeir hefðu mátt þola „meingerð“ væri uppfyllt. Átti dómsmálaráðherra að hafa drýgt hana. Það var samt ekki ráðherrann sem hafði skipað í þessi embætti heldur Alþingi. Ráðherrann hafði ekki, svo vitað sé, hallað einu orði á þessa pilta. Hann gerði hins vegar tillögur um aðra en þá sem dómaraelítan hafði viljað fá. Þó að hann hafi í þessu efni farið eftir skýrum lagabókstaf varð að hirta hann fyrir. Í gær, þriðjudaginn 6. mars, synjaði sami dómstóll konu um miskabætur. Hún hafði ranglega verið ákærð fyrir manndráp í starfi sem starfsmaður á sjúkrahúsi, en sýknuð af ákærunni. Aðförin að þessari konu hafði valdið henni og ástvinum hennar miklu hugarangri og miska, eins og nærri má geta. Skilyrði laganna um meingerð var ekki talið uppfyllt. Talið hefur verið að gæta þurfi samræmis við beitingu laga í dómaframkvæmd. Þegar kenning um það var boðuð mannfólkinu var hins vegar ekki tekið fram að dómstólar mættu víkja frá kröfunni um samræmi þegar þeir teldu nauðsynlegt til að gæta valda sinna við að ákveða hverjir skyldu verða nýir dómarar í landinu. Misræmið sem hér er á ferðinni á því ekki rót að rekja til kímnigáfu dómaranna, eins og menn gætu haldið. Dómarnir frá desember 2017 voru bara afkvæmi valdabaráttu dómaraklíkunnar við Hæstarétt. Þetta ættu menn að hafa í huga ef þeir telja sig þurfa að sækja miskabætur í hendur ríkisins fyrir að hafa verið beittir ólögmætri meingerð.Höfundur er lögmaður.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun