Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. mars 2019 14:44 Umboðsmaður var afdráttarlaus á fundinum í morgun. Alþingi Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður fór yfir málið á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Formaður nefndarinnar segir að þetta þurfi að skoða. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis kom fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun og ræddi málefni gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og Samherjamálið. Á vef umboðsmanns var í morgun birt bréf hans til forsætisráðherra. Þar segir að tilefni sé til þess að kalla eftir upplýsingum um hver hafi í raun verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits í því að veita Ríkisútvarpinu upplýsingar um fyrirhugaða húsleit gjaldeyriseftirlitsins hjá Samherja, 27. mars 2012 en málið er nú á borði forsætisráðherra. Þá gerir hann athugasemdir við að í bréfi sem seðlabankastjóri sendi forsætisráðherra 29. janúar síðastliðinn sé talað um að aðgerðir seðlabankans á þeim tíma hafi haft töluverð fælingaráhrif. Segir umboðsmaður þetta vekja upp spurningar um hvaða tilgangur hafi raun búið að baki því að veita upplýsingar um húsleitina og dreifa frétt um hana.Frá fundinum í morgun.Vísir/Friðrik Þór„Hvað sem líður öllu frelsi fjölmiðla til upplýsingagjafar þá er það mjög alvarlegt í ljósi þeirra viðamiklu rannsóknarúrræða sem þarna er verið að grípa til að það reynist rétt vera að starfsmenn hins opinbera eru fyrir fram búnir að upplýsa um stað og stund slíkra athafna. Það verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Umboðsmaður Alþingis sagði málið ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, ákvarðanataka og ákvörðun viðurlaga sé hjá einu og sama stjórnvaldi. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er sammála því. „Í þessum minni málum, þar sem eru sektarheimildir, þar hefur Seðlabankinn þessa heimild enn þá. Það kann að vera óheppilegt því við höfum jú ákveðið að rannsóknir og svo ákvarðanir um viðurlög eiga ekki að vera á sömu hendi. Við þurfum klárlega að taka þetta til skoðunar,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. Alþingi Seðlabankinn Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður fór yfir málið á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Formaður nefndarinnar segir að þetta þurfi að skoða. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis kom fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun og ræddi málefni gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og Samherjamálið. Á vef umboðsmanns var í morgun birt bréf hans til forsætisráðherra. Þar segir að tilefni sé til þess að kalla eftir upplýsingum um hver hafi í raun verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits í því að veita Ríkisútvarpinu upplýsingar um fyrirhugaða húsleit gjaldeyriseftirlitsins hjá Samherja, 27. mars 2012 en málið er nú á borði forsætisráðherra. Þá gerir hann athugasemdir við að í bréfi sem seðlabankastjóri sendi forsætisráðherra 29. janúar síðastliðinn sé talað um að aðgerðir seðlabankans á þeim tíma hafi haft töluverð fælingaráhrif. Segir umboðsmaður þetta vekja upp spurningar um hvaða tilgangur hafi raun búið að baki því að veita upplýsingar um húsleitina og dreifa frétt um hana.Frá fundinum í morgun.Vísir/Friðrik Þór„Hvað sem líður öllu frelsi fjölmiðla til upplýsingagjafar þá er það mjög alvarlegt í ljósi þeirra viðamiklu rannsóknarúrræða sem þarna er verið að grípa til að það reynist rétt vera að starfsmenn hins opinbera eru fyrir fram búnir að upplýsa um stað og stund slíkra athafna. Það verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Umboðsmaður Alþingis sagði málið ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, ákvarðanataka og ákvörðun viðurlaga sé hjá einu og sama stjórnvaldi. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er sammála því. „Í þessum minni málum, þar sem eru sektarheimildir, þar hefur Seðlabankinn þessa heimild enn þá. Það kann að vera óheppilegt því við höfum jú ákveðið að rannsóknir og svo ákvarðanir um viðurlög eiga ekki að vera á sömu hendi. Við þurfum klárlega að taka þetta til skoðunar,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan.
Alþingi Seðlabankinn Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15