Gjörspillt umræða um neytendavernd Einar Freyr Elínarson skrifar 5. mars 2019 15:37 Íslensk stjórnvöld munu að óbreyttu draga stórlega úr íslenskri matvælaframleiðslu. Hráakjötsfrumvarp landbúnaðarráðherra gerir ráð fyrir að samdráttur íslenskrar framleiðslu muni verða um 500-600 milljónir á ári í óskilgreindan tíma. Til að setja það samhengi þá gæti það jafngilt því að sauðfjárbændum myndi fækka um 160 á ári! Endalausar fingrabendingar stjórnmálamanna um það hver ber ábyrgð á hinum og þessum ákvörðunum eða tollasamningum gera ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir bændur. Réttast væri að þeir stjórnmálamenn sem ekki eru ofurseldir málflutningi stórkaupmanna myndu sammælast um að styðja íslenska bændur gegn þeirra málflutningi. Þetta er gjörspillt umræða sem er stjórnað af fjársterkum kaupmönnum og á ekkert skylt við neytendavernd. Hún felur það í sér að það hljóti að vera betra fyrir neytendur að versla beint við aðra stórkaupmenn og verksmiðjubú úti í heimi og kaupa vörur þeirra sem grundvallast á sem allra lægstum framleiðslukostnaði. Hvernig næst sá lági framleiðslukostnaður? Jú með því að greiða sem allra lægst laun og með því að leggja sem allra minnst upp úr aðbúnaði dýra og gæðastýringu framleiðslunnar. Í þessu felst hin svokallaða neytendavernd stórkaupmanna. Okkur er sagt að þetta sé bara hræðsluáróður. Að sjálfsögðu muni íslenskir neytendur að uppistöðunni velja íslensk matvæli. Ég trúi því líka að vilji myndi standa til þess, ef þeir hefðu um það raunverulegt val. Þeim verður ekki gefið val um annað en að kaupa innfluttan mat. Þeir verða blekktir af þeim sem vilja græða sem allra mest með því að selja ódýra vöru með hárri álagningu. Um leið og verslunin fær óheft að flytja inn hrátt kjöt þá mun þeim liggja mikið á að selja það sem fyrst áður en það úldnar. Því verður stillt upp fremst í kjötkælunum og íslensku fánalitirnir settir fyrir ofan og neytendur blekktir til að halda að þeir séu að kaupa íslenska framleiðslu. Nú þegar sjáum við þetta í verslunum á hverjum einasta degi og það er ekki fyrr en fólk fer að lúslesa smáaletrið sem það sér að kjötið sem það keypti er upprunnið í Þýskalandi. Annað skýrt dæmi um þetta er hágæða íslenski orkudrykkurinn Hámark. Nema hvað að hann er ekki íslenskur. Hann er framleiddur í Belgíu. Samt er hann kynntur neytendum sem íslensk framleiðsla. Það er pólitísk ákvörðun hvort að þessarri vegferð er haldið áfram. Það er ekkert meitlað í stein og alls ekki of seint að snúa af þessarri braut. Við erum stór hópur fólks sem hefur mikinn metnað til þess að framleiða góðan mat. Það er upplagt að virkja þann metnað og styðja um leið öfluga byggð á öllu landinu!Einar Freyr Elínarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Landbúnaður Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld munu að óbreyttu draga stórlega úr íslenskri matvælaframleiðslu. Hráakjötsfrumvarp landbúnaðarráðherra gerir ráð fyrir að samdráttur íslenskrar framleiðslu muni verða um 500-600 milljónir á ári í óskilgreindan tíma. Til að setja það samhengi þá gæti það jafngilt því að sauðfjárbændum myndi fækka um 160 á ári! Endalausar fingrabendingar stjórnmálamanna um það hver ber ábyrgð á hinum og þessum ákvörðunum eða tollasamningum gera ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir bændur. Réttast væri að þeir stjórnmálamenn sem ekki eru ofurseldir málflutningi stórkaupmanna myndu sammælast um að styðja íslenska bændur gegn þeirra málflutningi. Þetta er gjörspillt umræða sem er stjórnað af fjársterkum kaupmönnum og á ekkert skylt við neytendavernd. Hún felur það í sér að það hljóti að vera betra fyrir neytendur að versla beint við aðra stórkaupmenn og verksmiðjubú úti í heimi og kaupa vörur þeirra sem grundvallast á sem allra lægstum framleiðslukostnaði. Hvernig næst sá lági framleiðslukostnaður? Jú með því að greiða sem allra lægst laun og með því að leggja sem allra minnst upp úr aðbúnaði dýra og gæðastýringu framleiðslunnar. Í þessu felst hin svokallaða neytendavernd stórkaupmanna. Okkur er sagt að þetta sé bara hræðsluáróður. Að sjálfsögðu muni íslenskir neytendur að uppistöðunni velja íslensk matvæli. Ég trúi því líka að vilji myndi standa til þess, ef þeir hefðu um það raunverulegt val. Þeim verður ekki gefið val um annað en að kaupa innfluttan mat. Þeir verða blekktir af þeim sem vilja græða sem allra mest með því að selja ódýra vöru með hárri álagningu. Um leið og verslunin fær óheft að flytja inn hrátt kjöt þá mun þeim liggja mikið á að selja það sem fyrst áður en það úldnar. Því verður stillt upp fremst í kjötkælunum og íslensku fánalitirnir settir fyrir ofan og neytendur blekktir til að halda að þeir séu að kaupa íslenska framleiðslu. Nú þegar sjáum við þetta í verslunum á hverjum einasta degi og það er ekki fyrr en fólk fer að lúslesa smáaletrið sem það sér að kjötið sem það keypti er upprunnið í Þýskalandi. Annað skýrt dæmi um þetta er hágæða íslenski orkudrykkurinn Hámark. Nema hvað að hann er ekki íslenskur. Hann er framleiddur í Belgíu. Samt er hann kynntur neytendum sem íslensk framleiðsla. Það er pólitísk ákvörðun hvort að þessarri vegferð er haldið áfram. Það er ekkert meitlað í stein og alls ekki of seint að snúa af þessarri braut. Við erum stór hópur fólks sem hefur mikinn metnað til þess að framleiða góðan mat. Það er upplagt að virkja þann metnað og styðja um leið öfluga byggð á öllu landinu!Einar Freyr Elínarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun