Nýr lúxusjeppi hækkaði hlunnindi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. mars 2019 06:00 Kjör forstjóra Landsvirkjunar komust í hámæli á síðasta ári vegna ríflegrar launahækkunar sem hann hafði hlotið árið áður. Fréttablaðið/Ernir Bifreiðahlunnindi forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, hækkuðu úr 87 þúsund krónum í tæpar 220 þúsund krónur á mánuði í fyrra og heildarlaunakostnaður hans fer því úr rúmum 3,2 milljónum í tæpar 3,5 milljónir. Landsvirkjun útvegar forstjóranum bifreið samkvæmt starfskjörum hans og eru hlunnindin metin samkvæmt reglum Ríkisskattstjóra. Í fyrra var ákveðið að skipta út 13 ára gömlum Land Cruiser 100 sem forstjórinn hafði til afnota og fékk Hörður í staðinn nýjan Audi Q7 e-tron dísil/rafmagnstvinnlúxusjeppa. Kaupverð hans var 10,6 milljónir í desember 2017 og gamli jeppinn seldur á rúmar fjórar milljónir á móti. Kostnaður Landsvirkjunar við skiptin nam því tæpum 6,6 milljónum samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu.Audi Q7 e-tron dísil/rafmagnstvinnbíll er glæsilegur jeppi.Nýrri og dýrari bíll þýðir að kostnaður vegna bifreiðahlunninda hans hækkaði sömuleiðis. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á greiðslum til forstjórans en í nýbirtum ársreikningi félagsins er tekið sérstaklega fram að grunnlaun Harðar hafi ekki hækkað síðan hann fékk umdeilda 58 prósenta launahækkun á einu bretti 1. júlí 2017. Hins vegar má sjá í ársreikningnum að samtala launa og hlunninda hækkaði milli ára. Þau svör fengust hjá Landsvirkjun að þessa hækkun milli ára mætti rekja til hærri bifreiðahlunninda forstjórans vegna nýja bílsins og einhvers gengismunar, en Landsvirkjun gerir upp í dollurum. Grunnlaun forstjóra Landsvirkjunar eru því eftir sem áður 3.207.294 krónur frá því í júlí 2017 þegar stjórnin taldi sig þurfa að efna ráðningarsamning Harðar og hækka launin. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Bifreiðahlunnindi forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, hækkuðu úr 87 þúsund krónum í tæpar 220 þúsund krónur á mánuði í fyrra og heildarlaunakostnaður hans fer því úr rúmum 3,2 milljónum í tæpar 3,5 milljónir. Landsvirkjun útvegar forstjóranum bifreið samkvæmt starfskjörum hans og eru hlunnindin metin samkvæmt reglum Ríkisskattstjóra. Í fyrra var ákveðið að skipta út 13 ára gömlum Land Cruiser 100 sem forstjórinn hafði til afnota og fékk Hörður í staðinn nýjan Audi Q7 e-tron dísil/rafmagnstvinnlúxusjeppa. Kaupverð hans var 10,6 milljónir í desember 2017 og gamli jeppinn seldur á rúmar fjórar milljónir á móti. Kostnaður Landsvirkjunar við skiptin nam því tæpum 6,6 milljónum samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu.Audi Q7 e-tron dísil/rafmagnstvinnbíll er glæsilegur jeppi.Nýrri og dýrari bíll þýðir að kostnaður vegna bifreiðahlunninda hans hækkaði sömuleiðis. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á greiðslum til forstjórans en í nýbirtum ársreikningi félagsins er tekið sérstaklega fram að grunnlaun Harðar hafi ekki hækkað síðan hann fékk umdeilda 58 prósenta launahækkun á einu bretti 1. júlí 2017. Hins vegar má sjá í ársreikningnum að samtala launa og hlunninda hækkaði milli ára. Þau svör fengust hjá Landsvirkjun að þessa hækkun milli ára mætti rekja til hærri bifreiðahlunninda forstjórans vegna nýja bílsins og einhvers gengismunar, en Landsvirkjun gerir upp í dollurum. Grunnlaun forstjóra Landsvirkjunar eru því eftir sem áður 3.207.294 krónur frá því í júlí 2017 þegar stjórnin taldi sig þurfa að efna ráðningarsamning Harðar og hækka launin.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira