Rándýr Roma-herferð virðist hafa farið öfugt ofan í Hollywood Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2019 21:15 Alfonso Cuarón fór ekki tómhentur heim um síðustu helgi. Vísir/Getty Svo virðist sem að rándýr auglýsingaherferð Netflix sem ætluð var til þess að tryggja kvikmyndinni Roma í leikstjórn Alfonso Cuarón Óskarsverðlaunin sem besta myndin hafi haft þveröfug áhrif.Þetta kemur fram í umfjöllun Vulture um herferðina en talið er að Netflix hafi eytt 25 milljónum dollara, um þremur milljörðum króna, í herferð sem átti að vekja athygli á myndinni og beint var að kjósendum í Bandarísku kvikmyndaakademíunni sem hafa kosningarétt þegar kemur að Óskarsverðlaununum. Sökum herferðarinnar var talið mjög líklegt að Roma, fyrsta tilnefning Netflix í flokki bestu mynda á Óskarsverðlaununum, myndi hreppa verðlaunin. Þau féllu hins vegar í skaut Green Book í leikstjórn Peter Farrelly. Í grein Vulture kemur fram að samkvæmt samtölum við fjölda atkvæðabærra meðlima akademíunnar sem og sérfræðinga í geiranum hafi hin rándýra herferð haft þveröfug áhrif. „Þeir sem ég talaði við sögðu að þeir ætluðu sér ekki að setja myndina í 1. eða 2. sæti hjá sér til þess að senda þau skilaboð að það væri ekki hægt að kaupa verðlaunin,“ er haft eftir einum heimildarmanni Vulture en yfirleitt eyða kvikmyndaver um tíu til fimmtán milljónum dollara, um 1-2 milljörðum króna, til þess að kynna tilteknar myndir fyrir meðlimum akademíunnar.Þá kemur einnig fram að atkvæðagreiðslan hafi að einhverju leyti farið að snúast um Netflix gegn hinum hefðbundnu kvikmyndaframleiðendum. Netflix hefur á undanförnum árum komið sem stormsveipur inn í sjónvarps- og kvikmyndaheiminn og veitt hefðbundnum kvikmyndastúdíóum harða samkeppni með því að framleiða og dreifa eigin efni. Þá hefur tilkoma Netflix einnig glætt framleiðslu sjónvarpsþátta nýju lífi, á kostnað kvikmynda. Mikil pólitík er á bak við tjöldin fyrir hverja Óskarsverðlaunahátíð og hart er barist um hvaða leikarar og hvaða myndir hreppi verðlaunin eftirsóttu. Heill her manna kemur að kynningarmálum og í grein Vulture kemur fram að þeir sem störfuðu að kynningarmálum fyrir aðrar myndir en Roma hafi lagt áherslu á að atkvæði til Roma væri atkvæði í garð Netflix. „Og þar með atkvæði í þágu dauða kvikmynda af hálfu sjónvarps,“ er haft eftir heimildarmanni Vulture. Hvorki Netflix né Cuarón fóru þó tómhent heim eftir Óskarsverðlaunahátíðuna um síðustu helgi. Myndin hlaut verðlaun sem besta erlenda myndin og Alfonso Cuarón fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn og bestu kvikmyndatöku fyrir vinnu sína við Roma. Netflix Óskarinn Tengdar fréttir Spike Lee sagður hafa orðið fjúkandi reiður þegar Green Book vann Óskarinn Green Book hefur verið gagnrýnd og sögð barnaleg og gamaladags útgáfa af réttindabaráttu þeldökkra. 25. febrúar 2019 13:00 Rándýr gjafapoki stjarnanna á Óskarnum inniheldur ferð til Íslands Andvirði gjafapokans metið á tæpar tólf milljónir króna. 21. febrúar 2019 09:07 Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Svo virðist sem að rándýr auglýsingaherferð Netflix sem ætluð var til þess að tryggja kvikmyndinni Roma í leikstjórn Alfonso Cuarón Óskarsverðlaunin sem besta myndin hafi haft þveröfug áhrif.Þetta kemur fram í umfjöllun Vulture um herferðina en talið er að Netflix hafi eytt 25 milljónum dollara, um þremur milljörðum króna, í herferð sem átti að vekja athygli á myndinni og beint var að kjósendum í Bandarísku kvikmyndaakademíunni sem hafa kosningarétt þegar kemur að Óskarsverðlaununum. Sökum herferðarinnar var talið mjög líklegt að Roma, fyrsta tilnefning Netflix í flokki bestu mynda á Óskarsverðlaununum, myndi hreppa verðlaunin. Þau féllu hins vegar í skaut Green Book í leikstjórn Peter Farrelly. Í grein Vulture kemur fram að samkvæmt samtölum við fjölda atkvæðabærra meðlima akademíunnar sem og sérfræðinga í geiranum hafi hin rándýra herferð haft þveröfug áhrif. „Þeir sem ég talaði við sögðu að þeir ætluðu sér ekki að setja myndina í 1. eða 2. sæti hjá sér til þess að senda þau skilaboð að það væri ekki hægt að kaupa verðlaunin,“ er haft eftir einum heimildarmanni Vulture en yfirleitt eyða kvikmyndaver um tíu til fimmtán milljónum dollara, um 1-2 milljörðum króna, til þess að kynna tilteknar myndir fyrir meðlimum akademíunnar.Þá kemur einnig fram að atkvæðagreiðslan hafi að einhverju leyti farið að snúast um Netflix gegn hinum hefðbundnu kvikmyndaframleiðendum. Netflix hefur á undanförnum árum komið sem stormsveipur inn í sjónvarps- og kvikmyndaheiminn og veitt hefðbundnum kvikmyndastúdíóum harða samkeppni með því að framleiða og dreifa eigin efni. Þá hefur tilkoma Netflix einnig glætt framleiðslu sjónvarpsþátta nýju lífi, á kostnað kvikmynda. Mikil pólitík er á bak við tjöldin fyrir hverja Óskarsverðlaunahátíð og hart er barist um hvaða leikarar og hvaða myndir hreppi verðlaunin eftirsóttu. Heill her manna kemur að kynningarmálum og í grein Vulture kemur fram að þeir sem störfuðu að kynningarmálum fyrir aðrar myndir en Roma hafi lagt áherslu á að atkvæði til Roma væri atkvæði í garð Netflix. „Og þar með atkvæði í þágu dauða kvikmynda af hálfu sjónvarps,“ er haft eftir heimildarmanni Vulture. Hvorki Netflix né Cuarón fóru þó tómhent heim eftir Óskarsverðlaunahátíðuna um síðustu helgi. Myndin hlaut verðlaun sem besta erlenda myndin og Alfonso Cuarón fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn og bestu kvikmyndatöku fyrir vinnu sína við Roma.
Netflix Óskarinn Tengdar fréttir Spike Lee sagður hafa orðið fjúkandi reiður þegar Green Book vann Óskarinn Green Book hefur verið gagnrýnd og sögð barnaleg og gamaladags útgáfa af réttindabaráttu þeldökkra. 25. febrúar 2019 13:00 Rándýr gjafapoki stjarnanna á Óskarnum inniheldur ferð til Íslands Andvirði gjafapokans metið á tæpar tólf milljónir króna. 21. febrúar 2019 09:07 Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Spike Lee sagður hafa orðið fjúkandi reiður þegar Green Book vann Óskarinn Green Book hefur verið gagnrýnd og sögð barnaleg og gamaladags útgáfa af réttindabaráttu þeldökkra. 25. febrúar 2019 13:00
Rándýr gjafapoki stjarnanna á Óskarnum inniheldur ferð til Íslands Andvirði gjafapokans metið á tæpar tólf milljónir króna. 21. febrúar 2019 09:07
Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15