Nýtt heimili á Selfossi fyrir börn með fjölþættan vanda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. mars 2019 12:30 Jóhanna Frímannsdóttir, (t.h.) og Ásta María Guðbrandsdóttir, deildarstjóri nýja heimilisins. Vísir/Magnús Hlynur Bergrisinn, sem sér um þjónustu fyrir fatlað fólk á Suðurlandi hefur tekið í notkun heimili á Selfossi fyrir börn með fjölþættan vanda og langvarandi stuðningsþarfir. Börnin fara þá af heimili sínu yfir á nýja heimilið en foreldrar þeirra eru þó enn þá forsjáraðilar yfir börnum sínum og geta komið í heimsóknir hvenær sem er. Nýja heimilið mun skapa nokkur ný störf. Bergrisinn er byggðasamlag sveitarfélaga á Suðurlandi um málefni fatlaðs fólks. Nú hefur Bergrisinn keypt einbýlishús á Selfossi við Vallaholt 27 fyrir börn með fjölþættan vanda en þar verður úrræði fyrir tvö börn, 18 ár og yngri. Reiknað er með að rekstrarkostnaður heimilisins verði um 50 milljónir króna á ári en Jöfnunarsjóður mun greiða stóran hluta rekstrarkostnaðarins. Jóhanna Frímannsdóttir er forstöðumaður nýja heimilisins á Selfossi. „Þetta heimili er fyrir börn með mikla þroska og geðraskanir, sem er fyrst og fremst hugsað sem stuðningur við fjölskyldur, sem eiga börn með langvarandi stuðningsþarfir. Það er sambærilegt heimili í Mosfellsbæ og í Reykjavík. Reglugerðin, sem við störfum eftir kom út 2018. Það er mjög sjaldgæft að börn séu búsett annars staðar en heima hjá foreldrum sínum. Þeir eru samt enn þá forsjáraðilar yfir börnunum sínum og getið komið í heimsóknir hvenær sem er og tekið börnin tímabundið til sín í lengri eða skemmri tíma í heimsóknir“, segir Jóhanna.Nýja heimilið fyrir börn með fjölþættan vanda og langvarandi stuðningsþarfir er í einbýlishúsi við Vallholt 27 á Selfossi.Magnús Hlynur.Jóhanna segir mikla ánægju með nýja heimilið, bæði hjá börnunum, starfsfólki og nágrönnum þess. Heimilið skapar líka nokkur ný störf. „Við erum með tæplega sex stöðugildi eins og er en það verður svo bara að koma í ljós hvort þörfin verður meiri. Mér finnst mest spennandi að fá að hjálpa foreldrum og fá að taka þátt í að móta starfið með þeim. Það er ekki biðlisti inn á heimilið en það er sérfræðiteymi, sem tekur ákvarðanir um hverjir komast inn á heimilið“, bætir Jóhanna við. Árborg Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Bergrisinn, sem sér um þjónustu fyrir fatlað fólk á Suðurlandi hefur tekið í notkun heimili á Selfossi fyrir börn með fjölþættan vanda og langvarandi stuðningsþarfir. Börnin fara þá af heimili sínu yfir á nýja heimilið en foreldrar þeirra eru þó enn þá forsjáraðilar yfir börnum sínum og geta komið í heimsóknir hvenær sem er. Nýja heimilið mun skapa nokkur ný störf. Bergrisinn er byggðasamlag sveitarfélaga á Suðurlandi um málefni fatlaðs fólks. Nú hefur Bergrisinn keypt einbýlishús á Selfossi við Vallaholt 27 fyrir börn með fjölþættan vanda en þar verður úrræði fyrir tvö börn, 18 ár og yngri. Reiknað er með að rekstrarkostnaður heimilisins verði um 50 milljónir króna á ári en Jöfnunarsjóður mun greiða stóran hluta rekstrarkostnaðarins. Jóhanna Frímannsdóttir er forstöðumaður nýja heimilisins á Selfossi. „Þetta heimili er fyrir börn með mikla þroska og geðraskanir, sem er fyrst og fremst hugsað sem stuðningur við fjölskyldur, sem eiga börn með langvarandi stuðningsþarfir. Það er sambærilegt heimili í Mosfellsbæ og í Reykjavík. Reglugerðin, sem við störfum eftir kom út 2018. Það er mjög sjaldgæft að börn séu búsett annars staðar en heima hjá foreldrum sínum. Þeir eru samt enn þá forsjáraðilar yfir börnunum sínum og getið komið í heimsóknir hvenær sem er og tekið börnin tímabundið til sín í lengri eða skemmri tíma í heimsóknir“, segir Jóhanna.Nýja heimilið fyrir börn með fjölþættan vanda og langvarandi stuðningsþarfir er í einbýlishúsi við Vallholt 27 á Selfossi.Magnús Hlynur.Jóhanna segir mikla ánægju með nýja heimilið, bæði hjá börnunum, starfsfólki og nágrönnum þess. Heimilið skapar líka nokkur ný störf. „Við erum með tæplega sex stöðugildi eins og er en það verður svo bara að koma í ljós hvort þörfin verður meiri. Mér finnst mest spennandi að fá að hjálpa foreldrum og fá að taka þátt í að móta starfið með þeim. Það er ekki biðlisti inn á heimilið en það er sérfræðiteymi, sem tekur ákvarðanir um hverjir komast inn á heimilið“, bætir Jóhanna við.
Árborg Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira