Bjórinn 30 ára: „Megináhyggjuefnið var að menn myndu fara að drekka í vinnunni“ Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 1. mars 2019 21:00 Bjórinn á stórafmæli í dag þar sem bjórbanni var aflétt fyrir þrjátíu árum. Íslendingar yfir tvítugu drukku að meðaltali um tvö og hálfan stóran bjór á viku á síðasta ári en eru þó enn miklir eftirbátar annarra Evrópuþjóða í bjórdrykkju. Sunna Sæmundsdóttir hefur kynnt sér málið. Sjötíu og fjögurra ára bjórbanni var aflétt 1. mars 1989 eftir að andstæðingar höfðu lengi varað við mikilli lýðheilsuvá. Meðal þeirra var Svavar Gestsson, þáverandi þingmaður Alþýðubandalagsins en hann bað þingið á sínum tíma að „skoða hugsi ábyrgðina sem fylgi því að hella áfengu öli yfir íslensku þjóðina.“ Stór áfangi var árið 1980 þegar Davíð Scheving Thorsteinsson fór með bjór í gegnum tollinn í fríhöfninni í trássi við reglur. Bjórinn var gerður upptækur en í kjölfarið var reglum breytt og almenningi leyft að koma með bjór inn í landið.Hvað varð til þess að þú tókst þessa ákvörðun á sínum tíma að fara með bjór í gegn um tollinn?„Það var vegna þess að dóttir mín var flugfreyja. Hún mátti koma með bjór en ekki ég. Þetta var bara frekja, ekkert annað en frekjukast.“Drykkja í vinnunni helsta áhyggjuefni bjórandstæðinga „Menn höfðu áhyggjur af því að þetta myndi auka unglingadrykkju, sem það gerði svo sem tímabundið. Áfengisakstur var einnig sérstakt áhyggjuefni en megináhyggjuefnið var að menn myndu fara að drekka í vinnunni,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur og einn helsti bjórsérfræðingur landsins. Bjórsala hefur vissulega aukist, en árið 1998 drukku Íslendingar um sjö milljónir lítra af bjór en í fyrra sautján milljónir lítra. Íslendingum hefur reyndar fjölgað líka og miðað við selda lítra má ætla að hver Íslendingur yfir tvítugu hafi drukkuð 67 lítra af bjór í fyrra eða um tvo og hálfan bjór á viku. „Við höfum alla tíð drukkið minnst allra kristinna Evrópuþjóða. Við erum reyndar að draga dálítið hratt á hina núna en við erum miklir eftirbátar flestra annarra Evrópubúa,“ segir Stefán.Fréttamaður Stöðvar 2 fór á stúfana í tilefni stórafmælis bjórsins en innslagið má sjá hér að ofan. Áfengi og tóbak Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Bjórinn á stórafmæli í dag þar sem bjórbanni var aflétt fyrir þrjátíu árum. Íslendingar yfir tvítugu drukku að meðaltali um tvö og hálfan stóran bjór á viku á síðasta ári en eru þó enn miklir eftirbátar annarra Evrópuþjóða í bjórdrykkju. Sunna Sæmundsdóttir hefur kynnt sér málið. Sjötíu og fjögurra ára bjórbanni var aflétt 1. mars 1989 eftir að andstæðingar höfðu lengi varað við mikilli lýðheilsuvá. Meðal þeirra var Svavar Gestsson, þáverandi þingmaður Alþýðubandalagsins en hann bað þingið á sínum tíma að „skoða hugsi ábyrgðina sem fylgi því að hella áfengu öli yfir íslensku þjóðina.“ Stór áfangi var árið 1980 þegar Davíð Scheving Thorsteinsson fór með bjór í gegnum tollinn í fríhöfninni í trássi við reglur. Bjórinn var gerður upptækur en í kjölfarið var reglum breytt og almenningi leyft að koma með bjór inn í landið.Hvað varð til þess að þú tókst þessa ákvörðun á sínum tíma að fara með bjór í gegn um tollinn?„Það var vegna þess að dóttir mín var flugfreyja. Hún mátti koma með bjór en ekki ég. Þetta var bara frekja, ekkert annað en frekjukast.“Drykkja í vinnunni helsta áhyggjuefni bjórandstæðinga „Menn höfðu áhyggjur af því að þetta myndi auka unglingadrykkju, sem það gerði svo sem tímabundið. Áfengisakstur var einnig sérstakt áhyggjuefni en megináhyggjuefnið var að menn myndu fara að drekka í vinnunni,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur og einn helsti bjórsérfræðingur landsins. Bjórsala hefur vissulega aukist, en árið 1998 drukku Íslendingar um sjö milljónir lítra af bjór en í fyrra sautján milljónir lítra. Íslendingum hefur reyndar fjölgað líka og miðað við selda lítra má ætla að hver Íslendingur yfir tvítugu hafi drukkuð 67 lítra af bjór í fyrra eða um tvo og hálfan bjór á viku. „Við höfum alla tíð drukkið minnst allra kristinna Evrópuþjóða. Við erum reyndar að draga dálítið hratt á hina núna en við erum miklir eftirbátar flestra annarra Evrópubúa,“ segir Stefán.Fréttamaður Stöðvar 2 fór á stúfana í tilefni stórafmælis bjórsins en innslagið má sjá hér að ofan.
Áfengi og tóbak Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira